Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.10.2003, Qupperneq 20

Víkurfréttir - 30.10.2003, Qupperneq 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ Í M I N N I N G U V I L H J Á L M S K E T I L S S O N A R “Grýla á sér lítinn bát, rær hún fyrir sandi, þegar hún heyrir barnagrát, flýtir hún sér að landi....” Lítil höfuð kíktu undan sængunum og sögðu; „Hvað svo, pabbi?” Það stóð ekki á svarinu. “Siggi og Stína litu út um gluggann og sáu þá risastór tröllaspor í sandinum. Svo heyrðu þau: TRAMP, TRAMP, TRAMP uppi á þaki... “ Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum ævintýrum sem pabbi minn heitinn skáldaði fyrir okkur systkinin. Hann var mikill sagnabrunnur og það að búa til eða lesa eina sögu eftir pöntun, reyndist honum aldrei erfið raun. Það hefur ekki liðið sá dagur upp á síðkastið að ég hafi ekki óskað þess að lífið gæti verið eins einfalt og skemmtilegt og ævintýrin forðum daga. Ævin- týrin þar sem týndu hetjurnar snéru aftur heim og prinsinn fann dísina sem passaði í glerskóinn, svo lifðu allir hamingjusamir til æviloka. Í annað sinn á stuttum tíma stöndum ég og fjöl- skyldan mín frammi fyrir miklum missi. Missi sem skilur eftir sig stórt tómarúm í dagsdaglegu lífi okk- ar og athöfnum, og enginn kemur til með að geta fyllt upp í aftur. Framundan er lífið og allur tíminn í veröldinni til að kenna okkur að lifa því upp á nýtt og á nýjum forsendum. Þessi reynsla hefur kennt okkur margt. Hún hefur kennt okkur að standa saman og styðja við bakið á hvert öðru, kennt okkur að þakka fyrir það sem við eigum og umfram allt hefur hún kennt okkur að láta draumana okkar rætast. Okkur er aðeins ætlaður visst langur tími hér á jörð og þarf af leiðandi verð- um við að nýta hann vel á meðan hann endist. Þessi reynsla hefur líka sýnt okkur annað. Við höf- um mætt miklum samhug og mikilli hlýju hér í bæ og oft á stundum höfum við verið orðlaus yfir öll- um þeim fallegu hugsunum og orðum sem að fólk hefur komið til okkar á einn eða annan hátt. Það er ómetanlegt á tímum sem þessum að finna hversu margir eru tilbúnir til að hjálpa og létta undir með manni. Við megum til með að þakka öllum þeim sem hafa hringt og heimsótt okkur, skrifað og hugsað til okk- ar, og verið okkur ljós í myrkrinu undanfarnar vikur. Við viljum líka koma á framfæri okkar innilegustu þökkum til starfsfólks og nemenda Myllubakka- skóla. Þau hafa gefið okkur svo óskaplega margt, fallegar teikningar og ljóð og minningargjafir sem orð fá varla lýst. Án þessa hugrakka fólks, sem hef- ur haldið í hönd okkar í gegnum súrt og sætt, vær- um við fátækari. Þau standa svo sannarlega undir nafninu “Besti hópur samstarfsfólks sem hægt er að finna”, en það kallaði pabbi þau alltaf heima á Há- holti. „......svo kom gríðarlega stór hendi inn um gluggann og þreif Sigga og Stínu með sér. Hún setti þau í poka og lokaði fyrir. Svo hélt hún aftur af stað niður í bátinn sinn og skildi pokann eftir þar á meðan hún fór og leitaði að fleiri óþekkum börnum. En í þeirri mundu kom pabbi heim og sá að Siggi og Stína voru horfin. Hann fór upp í herbergi til þeirra og sá þá stóru sporin út um gluggann.... “ Það veit enginn sína ævi fyrr en öll er. Hver veit ? Kannski verður lífið löðurljúft og dans á rósum héðan í frá. Það er engin leið til að segja til um það. En eitt er víst og það er að ég mun búa vel að öllum sögunum og ævintýrunum jafnvel þó svo að þau verði aldrei að veruleika. Á meðan þau lifa áfram í hugum barna okkar og verða einungis raunveruleg þar, þá er takmarkinu náð. „.... Pabbi hljóp um leið út í skúr og náði í stóru skærin sín og fór svo og rakti sporin alla leiðina nið- ur í fjöru. Þar sá hann feiknarstóra bátinn hennar Grýlu og pokann sem lá í honum. Hann fór og klippti stórt gat á pokann og hleypti Sigga og Stínu út. Hann sagði þeim að fara og tína nokkra hnull- unga sem að þau gætu sett í pokann í staðinn. Þau gerðu það og saumuðu fyrir gatið og fóru svo og földu sig bak við hól. Svo kom Grýla másandi og blásandi og settist upp í bátinn og réri af stað heim til sín. Á meðan raulaði hún vísuna fyrir munni sér; Grýla á sér lítinn bát.....” Svo kom hún heim og sagði Leppalúða að kveikja undir hlóðunum, hún væri komin með tvo óþekktarorma í soðið. Þegar vatnið fór að sjóða hellti Grýla úr pokanum ofan í pottinn og þá gusaðist allt heita vatnið yfir hana og Leppalúða, af því að í pokanum voru auðvitað hnullungarnir en ekki börnin. Þau öskruðu og vældu svo heyrðist langar leiðir og síðan hefur ekki spurst til þeirra hjóna. Siggi og Stína voru aldrei óþekk aftur og mamma og pabbi urðu voða glöð.” Köttur úti í mýri setti upp á sig stýri úti er ævintýri. Fyrir hönd fjölskyldu Vilhjálms Ketilssonar, Vala Rún Vilhjálmsdóttir Þegar litli bærinn verður stór ✞ verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 31. október kl. 14. Þeir sem vildu minnast hans, vinsamlegast láti styrktarsjóð sjúkrahúss Keflavíkur njóta þess. Guðríður Guðmundsdóttir, Sverrir Jóhannsson, Ingibjörg Guðnadóttir, Einar Jóhannsson, Hjördís Brynleifsdóttir, Guðlaug Jóhannsdóttir, Ómar Steindórsson, Þórunn Jóhannsdóttir, Eiríkur Hansen, afabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhann Gunnar Friðriksson, Hólabraut 2, Keflavík, frá Látrum í Aðalvík, Fylgist með daglegum íþróttum á vef Víkurfrétta, www.vf.is VF 44. tbl. 2003 hbb 29.10.2003 14:13 Page 20

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.