Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.10.2003, Side 24

Víkurfréttir - 30.10.2003, Side 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Í síðustu viku kom í ljós að Milan StefánJankovic, þjálfari knattspyrnuliðs Keflavík-ur, hafnaði tilboði frá Grindavík um að taka við þjálfun þar. Jankovic, sem var í fjölmörg ár á mála hjá Grindavík bæði sem þjálfari og leik- maður, er samningsbundinn Keflavík í ár til við- bótar en á næstunni setjast hann og stjórn Keflavíkur niður og ræða framhald samstarfs- ins. Ekki eru taldar miklar líkur á að hann fari nokkuð, enda er mikil ánægja með störf hans hjá Keflavík og stýrði hann þeim til sigurs í 1. deildinni í sumar og tryggði þannig sæti í úrvals- deild að ári. Þegar blaðamaður Víkurfrétta spurði Jankovic út í málið svaraði hann að sér liði vel í starfi og hann væri búinn að lofa Keflvíkingum að vera áfram. „Það er bara engin ástæða fyrir mig að fara” sagði hann, „þetta síðasta ár er eitt það besta sem ég hef átt á Íslandi og ég er að vinna með góðu fólki, bæði leikmönnum og stjórnarmönnum.” Víst er að stuðningsmenn Keflavíkur fagna þessari ákvörðun enda hefur Milan Jankovic gert góða hluti með liðið og hefði verið missir af starfskröftum hans. Aftur á móti eru Grindvíkingar enn að leita að þjálf- ara til að fylla í skarð Bjarna Jóhannssonar sem hætti með liðið eftir síðustu leiktíð og er nú tekinn við liði Breiðabliks. Keflavík tekur þátt í FIBA Europe Cup í vetur og er í riðli með tveimur liðum frá Portúgal, Ovaranse Aerosoles og CAB Madeira, og franska liðinu Hyeres Toulon Var. Ekki er mikið vitað um portúgöl- sku liðin en þó er víst að landslið Portúgala er ekki mikið betra en það íslenska. Franska liðið er án efa sterkasta liðið í riðlinum enda franska deildin með þeim sterkari í Evrópu. Fyrsti leikur Keflavíkur í kepp- ninni verður miðvikudaginn 5. nóvember klukkan 19.15 á móti Ovarense Aerosoles. Eins og áður hefur komið fram er lítið vitað um liðin en þó er ljóst að liðið þeirra er mjög hávaxið þar sem þeir eru með fimm leik- menn sem eru yfir tvo metra, þar af einn amerískan risa upp á 2.09 metra. Liðið hefur lengi verið í fremstu röð í Portúgal og hefur spilað í Evrópukeppnum í mörg ár án mikils árangurs þó. Guðjón Skúlason vonast til þess að vinna heimaleikina gegn portúgölsku liðunum og ef þeir fagna sigri í öðrum útileiknum í Portúgal er góður möguleiki á því að komast upp úr riðlinum. Þátttaka í keppni sem þessari er dýrmæt reynsla fyrir íslenska leikmenn og leggur Körfuknattleiksdeild Keflavíkur áherslu á að sem flestir áhorf- endur mæti á leikina og styðji við bakið á sínum mönnum. Til að tryggja sem besta mætingu ætlar körfuknattleiksdeildin að standa fyrir alls konar uppákomum á leikjunum og hyggjast þeir fá sérstaka gesti til að halda uppi fjöri í hálfleik! Fyrri umferð 8-liða úrslita Hópbílabikarsins fer fram 2. og 3. nóv- ember nk. Suðurnesjaliðin eru að sjálfsögðu öll ennþá í keppninni en lenda í sýnu erfiðari andstæðingum að þessu sinni. Keflavík, sem á titil að verja í þessari keppni, sækir Hamar heim á sunnudaginn 2. nóv. Guðjón Skúlason segir að hans menn mæti til leiks til að vinna eins og alltaf en óttast þó að Evrópuleikir sem liðið er að fara að spila í vikunni eftir gætu þvælst fyrir. Grindavík mætir ÍR í Seljaskóla á sunnudag og Friðrik Ingi Rúnarsson er bjartsýnn fyrir hönd sinna manna. „ÍR hafa dottið svolítið niður eftir góðan sigur á Keflavík, en nú kemur Eiríkur Önundarson aftur eftir veikindi auk þess sem ÍR eru víst að fá Kanadamann til reynslu sem gæti verið í hópnum.” Hann segir erfitt framundan hjá sínu liði og þeir megi ekki missttíga sig. Á mánudag tekur Njarðvík á móti KR og segir Friðrik Ragnarsson að einhvern veginn virðist sem þessi lið lendi alltaf saman í öllum keppn- um. Hann er þó hvergi banginn þar sem Njarðvík hefur haft ágætt tak á KR síðustu misserin. „Við erum ekkert búnir að vinna í heilt ár þannig að við erum orðnir langeygir eftir titlum og við viljum sannar- lega vinna þennan eins og aðra.” Njarðvík gerði góða ferð til Reykjavíkur á laugardaginn þegar þær lögðu KR-stúlkur að velli í 1. deild kvenna í körfuknattleik, 63-72, eftir framlengdan leik. Andrea Gaines átti stórleik og skoraði 30 stig, tók 9 fráköst og stal 12 boltum og Díana Jónsdóttir átti líka góða innkomu og end- aði leikinn með 13 stig. Keflavík tapaði á heimavelli fyrir liði ÍS með 75 stigum gegn 81. Þetta var annað tap Keflavíkur í röð, en í síðustu umferð biðu þær lægri hlut gegn KR. Samkvæmt Hirti Hjartarsyni þjálfara var þeim algerlega slátrað í fráköstun- um og ÍS barðist miklu meira. „Það er greinilegt að vatns- gusan gegn KR var ekki nóg til þess að vekja liðið. Það er stundum eins og leikmenn haldi að þær séu áskrifendur að stigum bara vegna þess að þær eru taldar með besta mannskapinn.” sagði Hjörtur og var hreint ekki ánægður með frammistöðu liðsins. Erla Þorsteinsdóttir var komin aft- ur í liðið eftir meiðsli og skor- aði 17 stig og Birna Valgarðs- dóttir skoraði 15. Hjá gestun- um var Stella Rún Kristjáns- dóttir atkvæðamest með 26 stig og Svandís Sigurðardóttir átti góðan leik undir körfunni og tók 10 fráköst. Grindavík tapaði fyrir ÍR á útivelli 71-54. Eins og fyrir- fram var búist við áttu Grindavíkurstúlkur í miklum erfiðleikum undir körfunni þar sem ÍR hefur hávaxnara liði á að skipa og tóku heima- stúlkur mun fleiri fráköst. Eplunus Brooks átti góðan leik og skoraði 19 stig og tók að auki 19 fráköst og Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 15 og tók 10 fráköst. Í liði Grinda- víkur voru Ólöf Pálsdóttir og Petrúnella Skúladóttir stiga- hæstar með 12 stig og Jovana Stefánsdóttir skoraði 11 stig. ■Karfan / Keflavík í FIBA Europe Cup ■Knattspyrnan / þjálfaramál á Suðurnesjum ■Karfan / 1.deild kv.■Karfan / Hópbílabikarinn Jankovic hafnar þjálfarastöðu í Grindavík SKORAÐI 30 STIG Dýrmæt reynsla ✞ lést á Landspítalanum, Fossvogi, þriðjudaginn 28. október. Marta Hauksdóttir, Aðalsteinn Hauksson, Haukur Ingi Hauksson, Hrafn Hauksson, Hildur Hauksdóttir, Þórður Helgi Þórðarson, Guðrún Guðmundsdóttir. Ástkær faðir okkar og vinur, Haukur Ingason, Hlíðarvegi 5, Ytri-Njarðvík, Erfiðari andstæðingar Suðurnesjaliðanna VF 44. tbl. 2003 hbb 29.10.2003 14:25 Page 24

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.