Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.02.2004, Síða 4

Víkurfréttir - 19.02.2004, Síða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ H E I L B R I G Ð I S S T O F N U N S U Ð U R N E S J A ➤ H A F N A R G ATA N Í R E Y K J A N E S B Æ Læknar á Heilbrigðis-stofnun Suðurnesjaframkvæmdu í dag í fyrsta sinn á Íslandi æðahnúta- aðgerð sem byggir á nýrri tækni, svokallaðri Glómun. Nýja tæknin byggist á því að glóþráður er þræddur inn í viðkomandi æð sem síðan er soðin og notast er við ómtækni við aðgerðina. Franskur lækn- ir, Michel Nuta er staddur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hann kennir læknum þessa nýju aðferð en Michel ferðast um heiminn og kennir þessa nýju tækni. Að sögn Árna Leifssonar yfir- læknis á skurðdeild Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja er um tölu- verða byltingu að ræða í æða- skurðlækningum á Íslandi með þessari nýju tækni. „Í stað þess að skera burtu æðina er henni lokað með glóþræði. Hagurinn af því að gera þetta svona eru mun minni óþægindi fyrir sjúklinginn sem verður vinnufær eftir einn dag, í stað 10 daga áður þegar æðar þurfti að skera burt og lýtin á sjúklingnum verða mun minni.“ Nafn aðgerðarinnar, Glómun er nýyrði í íslensku máli og segir Árni að nafnið sé tilkomið vegna notkunar glóþráðar og ómtækni við aðgerðina. Glómun framkvæmd í fyrsta sinn á Íslandi Fjölmenni var á skurðstofunni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem franski læknirinn Michel Nuta kenndi læknum stofnunarinnar Glómun. Búist er við að þeim framkvæmdum semnú standa yfir á Hafnargötunni ljúki inn-an tveggja mánaða og verður þá hafist handa við næsta kafla.Að sögn Viðars Más Aðal- steinssonar, framkvæmdastjóra Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar lýkur fram- kvæmdum við Hafnargötuna fyrir Ljósanótt í haust og verða lokaframkvæmdir verksins við Vatnsnestorg. Viðar segir að framkvæmdirnar hafi verið vel kynntar meðal íbúa og verslunar- eigenda við Hafnargötuna og að flestir væru ánægðir með þær. Þeir verktakar sem sjá um framkvæmdirnar við Hafnargötuna eru Nesprýði, Léttsteypan, Íslenskir Aðalverktakar, Keflavíkurverktakar, OSN lagnir og SEES. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er áætlaður um 360 milljónir króna. Frá framkvæmdum við Hafnargötuna. Núverandi framkvæmdum lýkur innan tveggja mánaða VF -M YN D: JÓ H AN N ES K R. K RI ST JÁ N SS O N VF -M YN D: JÓ H AN N ES K R. K RI ST JÁ N SS O N 8. tbl. 2004 umbrot hbb 18.2.2004 13:49 Page 4

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.