Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.02.2004, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 19.02.2004, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! F immtudaginn 26. febrúar næstkomandiheldur Alexandra Chernyshova óperu-söngkona tónleika í Duus-húsum, en und- irleikari verður Gróa Heimisdóttir.Alexandra er gift Jóni R. Hilmarssyni og búa þau í Keflavík. Alexandra sem er 24 ára gömul er fædd í Úkraínu en hún fluttist til Íslands í október sl. Henni líkar vel við Ísland og Íslendinga. „Þetta er frábært land og náttúran hér er einstök. Það eru líka miklar and- stæður hér, bæði í veðri og í náttúrunni. Til dæmis eru eiginlega engin tré hér en fullt af flugum,“ sagði Alexandra í samtali við Víkurfréttir. Fyrir stuttu sá hún Norðurljósin í fyrsta sinn. „Það var einstakt að sjá þessi ljós flögra um himinhvolfið,“ segir Alex- andra en hún stundar nám í íslensku við Háskóla Ís- lands. Hvernig finnst henni að læra Íslensku? „Það er ekki svo erfitt en málið er mjög flókið, en mér finnst mjög gaman að læra íslensku.“ Alexandra lauk píanónámi árið 1993 og í framhald- inu fór hún í söngnám í tónlistaháskólanum Glier í Kíev þaðan sem hún lauk námi árið 1998. Á árun- um 1997 til 2000 hefur Alexöndru verið boðið nokkrum sinnum á Master class námskeið til Hanno Blashke í Munchen. Alexandra hefur tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum keppnum og hátíð- um, m.a. í Moldavíu og Þýskalandi. Frá árinu 1998 til 2000 söng hún sem einsöngvari með Úkraínsku sinfóníuhljómsveitinni í útvarpi í Kiev. Í apríl árið 2002 var Alexandra valin besta nýja óperuröddin í keppninni „Nýtt nafn“ í Úkraínu, en síðar það ár tók hún þátt í alþjóðlegri keppni í Grikklandi. Á árunum 1999 til 2003 stundaði Alexandra söng- nám í söngakademíunni Nezdanova í borginni Odessu í Úkraínu. Auk þess að ljúka söngnámi út- skrifaðist hún einnig úr háskóla á sama tíma þar sem hún lagði áherslu á ensku, spænsku og heims- bókmenntir. Tónleikar Alexöndru í Duus-húsum eru þeir fyrstu þar sem hún kemur ein fram og henni hlakkar til. „Ég hef stundað söngnám sl. átta ár og söngurinn er það sem ég vil vinna við í framtíðinni,“ segir Alex- andra og henni líkar vel við Reykjanesbæ. „Mér finnst gott að sjá hafið og vera nálægt því. Mér finnst líka fólkið hér vera gott og ég vona bara að fólkið mæti á tónleikana,“ segir Alexandra með bros á vör. ➤ M E N N I N G A R L Í F I Ð Í B Æ N U M VF -M YN D: H ÉÐ IN N E IR ÍK SS O N Frá Úkraínu til Reykjanesbæjar Ópera í DUUS-húsum Daglega á Netinu • vf.is 8. tbl. 2004 umbrot hbb 18.2.2004 15:18 Page 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.