Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.02.2004, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 19.02.2004, Blaðsíða 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Þegar ég skrifaði í Víkur-fréttir 22.jan. sl. greininaDebet og Kredit sem var um fjármál Reykjanesbæjar, kom m.a. fram í henni eftirfar- andi: „Síðan væri það alveg eftir öðru að hækka fasteigna- gjöldin til að kóróna þessa fjöl- skyldustefnu eins og það er kallað hjá bæjaryfirvöldum.“ Því miður reyndust þetta orð að sönnu. Mánudagurinn svarti, 9. febrúar rann upp en þá barst fasteigna- gjaldaseðillinn með pósti til bæj- arbúa sem innihélt staðfestingu á að fasteignagjöldin í heild hefðu stórhækkað þ.e.a.s. um rúm 27% á milli ára. Inn í þessum fast- eignagjöldum er fasteignaskatt- urinn sem hækkaði en náði ekki fullum 15% vegna breytinga á byggingarkostnaði og afskriftum. Það er kaldhæðni örlaganna að einn af borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins Kjartan Magn- ússon lét eftir sér hafa í Morgun- blaðinu 9. febr. sl. að R-listinn ætlaði hvergi að slaka á klónni í skattheimtu sinni eins og Reyk- víkingar gætu séð ef þeir bæru saman álagningarseðla á milli ára. Hvað segir meirihluti Sjálfstæð- ismanna í bæjarstjórn Reykjanes- bæjar um þetta hjá samflokks- manni sínum í Reykjavík en þar voru hækkanir á fasteignagjöld- um töluvert minni en hér í bæ? Nú væri ráð að minnihlutinn í bæjarstjórn léti í sér heyra þar sem þessar hækkanir hafa aukist gífurlega umfram almennar launa- og verðlagshækkanir. Í fyrra hækkaði vísitala neyslu- verðs um 2.7% og byggingarvísi- tala um 3.3%. Þessi 27% hækkun á fasteigna- gjöldum bætir ekki ástandið hér almennt né er hvetjandi til að efla menn til dáða. Baldvin Nielsen Reykjanesbæ Húsfyllir var í Stapa sl. fimmtudagskvöldþegar þar voru haldnir tónleikar tilstyrktar og heiðurs Ómari Jóhannssyni, revíuhöfundi og sagnamanni. Ómar hefur átt í harðri baráttu við krabbamein síðustu mánuði. Nokkrir vinir Ómars vildu sýna honum samhug í verki og úr varð að haldnir voru tónleikar í Stapa í kvöld. Fluttur var söngur úr revíum eftir Ómar, auk þess sem listamenn komu fram með frumsamið efni eða eftir aðra. Hápunktur kvöldsins var þó þegar Ómar kom sjálfur á svið og flutti nýtt efni í anda revía hans.Annars vegar var það bragur um golfara og hins vegar þann aðila sem hingað til hefur sloppið við að vera skotspónn Ómars í revíum, Hjálmar Árnason al- þingismann. Bragurinn er svona: ÞINGMAÐURINN Það var einu sinni þingmaður sem fékk á heilann bíl, heilann bíl, bíl, bíl, heilann vetnisknúinn bíl. Og kennslukonan, konan hans hún sagði honum að semja um bílinn stíl, semja stíl, stíl, stíl um vetnisknúinn bíl. Svo fóru þau í bíltúr, út á Snæfellsnes, Snæfellsnes, nes, nes, og um ég þetta les. Og hittu gamlan félaga, sem er nú alveg spes, alveg spes, spes, spes, er nú alveg spes. Sá maður var að mylja og meitla niður grjót niður grjót, grjót, grjót og rörabútadót. Svo verður þetta sýnt við næsta ættarmót, ættarmót, mót, mót, næsta Johnsen ættarmót. En Örlygsson úr Njarðvík Vildi sýna með, sýna með, með, með, það hefði aldrei skeð. Því að raða legokubbum er ansi illa séð, illa séð, séð, séð, við listamannatréð. Ómari var fagnað vel og lengi. Talið er að um 400 manns hafi verið í Stapanum í kvöld og stóð fólkið allt upp og fagnaði Ómari með lófaklappi. Að end- ingu kastaði Ómar persónulegri kveðju á alla með handabandi eða kossi. Ómar sagðist eftir skemmtunina hafa skemmt sér konunglega. Hann var ánægður að sjá hversu marg- ir hafi mætt í Stapann. Það féllu gleðitár en Ómar er sannfærður um að sá hlýhugur sem honum var sýndur hafi gefið sér aukinn styrk í baráttunni. Kóróna fjölskyldustefnunnar Heiðruðu Ómar Jóhanns með húsfylli í Stapa ➤ S U Ð U R N E S J A M E N N S Ý N D U S A M H U G Í V E R K I Fjölmargir heilsuðu uppá Ómar að tónleikunum loknum og meðal þeirra var Þorsteinn Joð, en eins og frægt er orðið var Ómar fyrsti einstaklingurinn sem vann milljón í þáttunum „Viltu vinna milljón?“ sem Þorsteinn Joð stýrði. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 13. febrúar síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 20. febrúar kl. 16.00. Sigurður Friðriksson, Sigurveig Sigurðardóttir, Gunnar Þór Þorkelsson, Þóra Guðný Sigurðardóttir, Gunnar Marel Eggertsson, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. Ragnheiður Þórisdóttir, Ránarvöllum 3, Keflavík, ✝ 8. tbl. 2004 umbrot hbb 18.2.2004 15:20 Page 20

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.