Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.02.2004, Síða 8

Víkurfréttir - 19.02.2004, Síða 8
ER STARFSUMHVERFI starfsmanna Varnarliðsins að verða óbærilegt? Hvað eru yfirmenn Varnarliðsins að hugsa? Hvernig dettur þeim í hug að þeir komist upp með að greiða íslenska starfsfólkinu ekki samn- ingsbundnar launahækkanir og annað sem þeim ber að fá? Ótrúlegt mál og ennþá óskiljanlegra er að þetta skuli viðgangast. Ef ekki væri fyrir Verkalýðs- og Sjómannafélag Keflavíkur þá væri málið ekki á dagskrá! Þessu þarf að breyta og koma til betri veg- ar. VÍKURFRÉTTIR fluttu fréttir af brotthvarfi Orion vélanna fyrir all löngu síðan - sögðu frá því í frétt samkvæmt heimildum starfsmanns innan vall- arins að vélarnar, ásamt mönnum væru að fara. Allt í einu eru íslensk stjórnvöld að átta sig á þessu - ótrúlegur seinagangur! KALLINN MÆTTI AÐ sjálfsögðu á styrktartón- leikana sem haldnir voru til heiðurs Ómari Jóhanns- syni revíuhöfundi. Þvílíka samkennd hefur Kallinn aldrei upplifað og Kallinn varð verulega snortinn að sjá hve margir mættu til að styðja Ómar og fjöl- skyldu hans. Ómar sýndi það svo um munaði að hann er einn helsti revíuhöfundurð íslensku þjóðar- innar þegar hann lét Hjálmar Árnason „heyra“ það á tónleikunum. Ómar er algjör snillingur! Takk fyrir revíurnar Ómar og það sem þú hefur gert fyrir Suð- urnesin! SVO VIRÐIST SEM lesendur séu alveg hættir að senda Kallinum póst. Kallinn vill fá upplýsingar um stöðu mála hjá Varnarliðinu. Kallinn vill fá upplýs- ingar um spillingu innan fyrirtækja, stofnana og fé- lagasamtaka. Kallinn vill fá fallegar sögur af venju- legu fólki. Já, Kallinn vill fá tölvupóst frá fólki sem hefur frá einhverju að segja! Kallinn@vf.is HVAÐA AUGUM líta Suðurnesjamenn á fegrunar- aðgerðina hjá Ruth Reginalds? Gaman væri að heyra frá fólki. Kallinn styður Ruth heilshugar í þessu verkefni, enda geta þeir sem ekki vilja horfa á þetta í sjónvarpinu einfaldlega slökkt á því. KALLINN ÓSKAR Sandgerðingum til hamingju með nýjan miðbæ! Gott mál og mun fegra bæinn og staðurinn er góður. En hvað ætli Reynir Sveinsson þurfi stóra/litla skrifstofu? Nei, Kallinn bara spyr! DUGLEG AÐ SENDA PÓST Á KALLINN! Kallinn@vf.is 8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamaður: Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, jonas@vf.is Auglýsingadeild: Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Kallinn á kassanum MUNDI ➤ K A R L M E N N S K U TÁ K N S E M H I T T I R N A G L A N N Á H Ö F U Ð I Ð ! Ígegnum tíðina hafa karl-menn litið á hamar sem sittverkfæri og oftar en ekki er hamarinn tákn um karl- mennskuna. Að halda á hamri í hönd segir þeim sem sjá að viðkomandi sé karlmennskan uppmáluð.Víkurfréttir ákváðu að kanna málið og ná tali af smiðum hjá Húsagerðinni sem reisa fjölbýlishús við Heiðar- enda í Keflavík. Það var slagveðursrigning á byggingasvæðinu og smiðirnir voru allir klæddir í appelsínugula sjóstakka og þeir voru rennandi blautir. Upp á þaki voru þrír smiðir að vinna og voru þeir allir í smiðsvestum. Agnar eða Aggi eins og hann er kallaður er 26 ára gamall. Hann stundar nám í húsasmíði við Öld- ungadeild Fjölbrautaskóla Suður- nesja og hann segist hafa stefnt lengi að því að verða smiður. En hvernig er að vinna upp á þaki í rigningu og roki? „Það er mun betra heldur en í slyddu,“ svarar Aggi og kippir sér varla upp við spurninguna, enda byggist ís- lensk veðrátta að miklu leiti á roki og rigningu. „Að vinna í rigningunni er bara hluti af starf- inu. Það er í lagi á meðan manni verður ekki kalt á höndunum.“ Oft vinna smiðir í byggingum sem teygja sig hátt frá jörðu og þegar Agnar er spurður að því hvort hann sé lofthræddur er svarið stutt og laggott: „Nei, það er ekki til lofthræðsla í mér.“ Með Agga á þakinu eru smiðirnir Hafþór og Björgvin að vinna. Þegar þeir eru spurðir út í hamrana og karlmennskuna sem þeim tengist segja þeir að hamr- arnir skipti máli. „Þetta er svona svipað og þegar karlar metast um hver eigi flottari jeppa,“ segja þeir brosandi. Upp úr kafinu kemur að Aggi er með stærsta hamarinn og er ekki laust við að það votti fyrir öfund hjá Hafþóri og Björgvini þegar þeir líta á verkfærið hjá kollega sínum. Strákarnir segja að það sé góður mórall í hópnum þrátt fyrir met- ing um það hver sé með stærsta hamarinn. En að öllu gríni slepptu þá eru hamrarnir jú nauð- synlegasta verkfæri smiðsins og hamarinn er valinn með þarfir hvers og eins í huga - en stærðin skiptir máli! Stærðin skiptir máli! Smiðirnir Hafþór, Björgvin og Agnar á þaki fjölbýlishússins við Heiðarenda sem Húsagerðin reisir. Agnar er með stærsta hamarinn eins og sést á minni myndinni. Stærðin skiptir máli. Afró í Púlsinum A frísk dans- og tónlist-armenning verðuráberandi næstu vik- ur í Púlsinum. Nýtt 6 vikna námskeið í Af- ródansi hefst 24. febrúar. Dansað verður einu sinni í viku, þriðjudaga klukkan 18:30 til 20:00. Kennari er Sólveig Hauksdóttir, lektor við KHÍ, hjúkrunarfræðingur og leikkona, en hún hefur ma. kynnt sér afríska menn- ingu í Afríku og dansað þennan dans í tólf ár undir stjórn Orville í Kramhúsinu. Sjálf hefur hún kennt af- ródans í nokkur ár. Dansað er við afríska trommutakta. Skemmtileg dansútrás fyrir alla aldurshópa. 6 vikna námskeið í afró trommum hefst föstudaginn 27. febrúar. Þátttakendur þurfa ekki að útvega tromm- ur sjálfir. Kennd verða undir- stöðuatriði í trommuslætti og einföld taktmikil lög frá Vest- ur-Afríku, undir stjórn Saga- tala sem vinnur með Orville í Kramhúsinu. Sagatala er jafnframt trommumeistari Matam ballettsins í Guinea. Tromman er skemmtilegt hljóðfæri sem eykur einbeit- ingu og tilfinningu fyrir rhyt- ma. Námskeið fyrir alla ald- urshópa. Skráning á þessi námskeið er í síma 848-5366 eða á heimasíðunni puls- inn.is. VF-MYND: JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON Óbærilegt starfsumhverfi á Keflavíkurflugvelli? Algjörir naglar þessir smiðir! Verslunin Mangó teng- ist ekki fíkni- efnamáli Verslunin Mangó viðHafnargötu tengistekki stóru fíkniefna- máli sem lögreglan í Kefla- vík hefur síðustu vikur unnið að rannsókn að, en eigendur verslunarinnar segjast hafa orðið fyrir miklu ónæði og skaða vegna þráláts orðróms um aðild verslunarinnar að málinu. Adam Ingason eig- andi Mangó sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hafi orðið fyrir miklu ónæði vegna þessa þar sem fólk væri að hringja og spyrja hvenær verslunin lokaði. „Það er greinilegt að Gróa á leiti hefur svo sann- arlega komist af stað í þessu máli og að sjálfsögðu skað- ar það okkur þegar verslun okkar er sögð tengjast fíkniefnaviðskiptum. Þessar sögusagnir eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.“ 8. tbl. 2004 umbrot hbb 18.2.2004 13:46 Page 8

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.