Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.02.2004, Side 10

Víkurfréttir - 19.02.2004, Side 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Selma Rán, 3 ára barnabarn Jóhanns Geirdals bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ sótti bæjarstjórnarfund með afa sínum sl. þriðjudag. Selma Rún lífgaði verulega upp á fundinn og vakti athygli annarra bæjarfulltrúa og var haft á orði að hún væri í starfskynningu sem blaðamaður á bæjarstjórnarfundi. Víkurfréttir hafa ekki vissu fyrir því hvort sú litla hafi erft vinstri gen afa síns, en hún tók sig allavega vel út í bæjarfulltrúastól afans. Hún hlustaði af athygli þar sem afinn fór í ræðustól og ræddi um leikskólamál, enda málefnið henni skylt. Nafn: Hildur Haraldsdóttir. Aldur: 14. Uppáhaldstala: 6. Stjörnumerki: Vogin. Skóli: Holtaskóli. Er mikið að gera í skólanum? Það er búið að vera mikið að gera útaf prófunum en vanalega er þetta ekkert svo mikið... Hvað er að gerast í þínu lífi akkúrat núna? Voða lítið-Allt þetta venjulega bara. Hver eru þín helstu áhugamál? Tónlistin, vinirnir & hreyfing- in..:) Uppáhaldshljómsveit? úff.. uhh ætli það séu ekki Portis- head & gamla góða Skunk An- ansie akkúrat núna. Hverjar eru uppáhalds vefsíð- urnar þínar? Á mér engar sérstakar en rokk.is er alltaf góð. Ef þú mættir vera fluga á vegg í 25 mínútur - hvar myndirðu vilja vera? Erfitt val,.. en eins og örugglega margir væri ég til að vera inní búningsklefanum hjá Real Ma- drid!=) Hvaða geisladisk keyptirðu síð- ast? Kill Bill Soundtrackið. Hvaða mynd sástu síðast í bíó? Paycheck. En á vídeói? Man ekki! Hvað ætlarðu að verða? Hmm...hef nú ekki mikið hugsað út í það. Hvað myndirðu kaupa ef þú ættir að eyða hundraðkalli? Maður getur ekki keypt mikið fyrir hann í dag svo hann færi bara í baukinn!;) Eitt orð sem kemur upp í hug- ann þegar þú heyrir eftirfar- andi: -Duran Duran: Wham! -Alþingi: Gamalt. -Lakkrísrör: Appelsín. -LaserWriter8500: Prentari? -RÚV: Sofna. -vf.is: Netið. Hvernig heldurðu að söngkona líti út eftir 1000 ár? Vonandi ekkert mjög öðruvísi en fólk lítur út þá..:) Nemendum í 5. til 10.bekk í Heiðarskólabýðst aðstoð kennara við heimalærdóm.Að sögn Sig- urbjargar Róbertsdóttur, deildarstjóra eldra stigs í Heið- arskóla er annarsvegar nem- endum í 5. til 7. bekk boðið upp á aðstoð og hinsvegar nemendum í 8. til 10. bekk. „Nemendunum er skipt niður eftir þessum bekkjum og í hverri stofu er kennari sem að- stoðar við heimanámið.“ Sigurbjörg segir að þessi aðstoð sé vinsæl hjá nemendum og sér- staklega hjá þeim sem taka sam- ræmdu prófin í vor. „Nemend- urnir ákveða sjálf í hvaða náms- greinum þau læra fyrir, en tím- arnir eru þrisvar í viku, á mánu- dögum, miðvikudögum og fimmtudögum milli klukkan 15 og 16. H ildur Haraldsdóttirsigraði á dögunum tværsöngvakeppnir sem haldnar voru á Suðurnesjum, í söngvakeppni Fjörheima og í söngvakeppni Samsuð. Hildur tók lagið Foolish games með söngkonunni Jewel, en Hildur spilaði einnig undir á píanó. „Ég hef reyndar aldrei æft söng, en ég hef verið að læra á píanó í nokkur ár.“ Hildur seg- ir að það hafi verið mjög gam- an að taka þátt í söngvakeppn- unum og aðspurð segist hún ætla að halda áfram að syngja. Í VF-17 viðtali við Víkurfréttir segist Hildur vilja vera fluga á vegg í búningsherbergi Real Madrid. VF SAUTJÁN unglingur í naflaskoðun Fluga á vegg hjá Real Madrid HRYLLINGSKVÖLD 88 Hússins var haldið föstudaginn 13. febrúar sl. Þar var horft á japönsku útgáfuna af The Ring og myndina Darkness Falls. Stemningin var virkilega góð og um 60 manns komu í húsið þetta kvöld. Húsráð og starfsmenn höfðu skreytt efri hæð hússins til að búa til hroll- vekjandi stemningu, með gínum, ruslapokum og kertum svo eitthvað sé nefnt. Fólk var almennt mjög ánægt með skreytingarnar og lét vel af kvöldinu. Hryllingskvöldið var fyrsta kvöldið þar sem opið var til kl. 01:00 í 88 Húsinu og það heppnaðist með ágætum og vel má vera að um helgar verði oftar opið jafn lengi í framtíðinni ef vel gengur. Vel lukkað hryllings- kvöld í 88 Húsinu ➤ S K Ó L A S TA R F Fá aðstoð við heimanám VF-MYND: JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON VF -M YN D: H ÉÐ IN N E IR ÍK SS O N 8. tbl. 2004 umbrot hbb 18.2.2004 13:52 Page 10

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.