Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.02.2004, Síða 17

Víkurfréttir - 19.02.2004, Síða 17
VÍKURFRÉTTIR I 8. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 19. FEBRÚAR 2004 I 17 Hvernig líturðu á Helguvíkur- svæðið í heild sinni? Ég lít á það sem okkar björtustu framtíð í atvinnumálum. Nú hefur starfsemi Varnarliðs- ins verið töluvert í fréttum undanfarið. Hverja telurðu framtíð Varnarliðsins vera? Ég hef nú enga trú á því að varn- arliðið sé að fara. En það er al- veg ljóst að það hefur verið sam- dráttur. Það verða hugsanlega einhverjar breytingar á eðli og starfsemi stöðvarinnar, en það verður tíminn að leiða í ljós. Reykjanesbæjarskiltið er um- deilt. Hvernig lítur þú á hlut- verk skiltisins og tímasetningu uppsetningarinnar? Það má alltaf deila um tímasetn- inguna. En „bæjarhlið“ var eitt af stefnumálum Sjálfstæðisflokks- ins við síðustu kosningar. Ég verða að segja það að ég er mjög ánægð með hvernig til hefur tek- ist með hönnunina á hliði Reykjanesbæjar og finnst það smekklegt. Ég verð ekki vör við annað en að fólk sé almennt ánægt með þessa umhverfisbót. Hvernig hefur samstarfið við minnihlutann gengið? Ég get ekki kvartað undan því. Auðvitað koma upp mál þar sem minnihlutinn veitir viðnám og það er náttúrulega þeirra hlut- verk. En minnihlutinn spilar líka með ef þeim líst vel á málin, það eru ekki svo mörg mál sem eru ágreiningsmál. En nær minnihlutinn einhverj- um málum í gegn? Já það hefur komið fyrir. Hvernig líður þér með að vera orðin fimmtug? Bara mjög vel verð ég að segja. Oft er talað um að einstakling- ar sem fagna tímamótaafmæl- um líti yfir farin veg. Gerðir þú það? Já það er svo skrýtið. Þetta eru náttúrulega ákveðin tímamót í lífi manns og ég verð að segja að ég leit yfir farin veg. Það er allt í lagi að staldra við og sjá hvað maður hefur verið að gera - það hafa allir gott af því tel ég. ðtali: Björk Guðjónsdóttir ásamt eiginmanni sínum, Ottó Jörgensen, og dóttur sinni, Júlíu. Í bæjarstjórninni á þriðjudaginn. Texti og myndir: Jónannes Kr. Kristjánsson 8. tbl. 2004 umbrot hbb 18.2.2004 15:34 Page 17

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.