Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.02.2004, Side 22

Víkurfréttir - 19.02.2004, Side 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! sportið NJARÐVÍK-HAUKAR Í kvöld mun reyna á Njarðvík- inga fyrir alvöru þegar þeir fá Hauka í heimsókn. Haukarnir hafa verið á mjög góðri siglingu að undanförnu þar sem þeir hafa unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum og eru nú komnir upp að hlið Njarðvíkinga og geta velt þeim úr fjórða sætinu með sigri. Njarðvíkingar eiga eflaust eitt- hvað í pokahorninu og eru ekki auðunnir í ljónagryfjunni þótt á ýmsu hafi gengið að undanförnu. Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, segir leikinn vera mjög mikilvægan fyrir bæði lið. „Þetta verður hörkuleikur þar sem Haukarnir eru búnir að vera að spila mjög vel að undanförnu, en við verðum bara að passa upp á boltann í okkar sóknum og vera einbeittari. Menn eru staðráðnir í að bæta fyrir frammistöðuna í síðasta leik, en við verðum að komast á beinu brautina hvað úr hverju þar sem nú fer hver að verða síðastur.“ KEFLAVÍK-GRINDAVÍK Þessi leikur sem fer fram annað kvöld skiptir miklu fyrir bæði lið þar sem Grindvíkingar eru að berjast um deildarmeistaratitilinn við Snæfellinga og Keflvíkingar vilja án efa tryggja sér þriðja sæt- ið. Bæði liðin hafa hikstað nokk- uð undanfarnar vikur og tapað leikjum að óþörfu, en enginn þarf að efast um að liðin eru tvö af sterkustu liðum deildarinnar og er óhætt að lofa hörkuleik þar sem ekkert verður gefið eftir og ef að líkum lætur munu stuðn- ingsmenn liðanna ekki láta sig vanta á leikinn. Friðrik Ingi, þjálfari Grindavíkur, sagðist hlakka til leiksins og sagði alltaf skemmtilega stemmningu myndast í kringum leiki þessara liða. „Það er eitt- hvað að ef menn ná ekki að gíra sig upp fyrir þennan leik. Annars þurfum við að einbeita okkur að varnarleiknum og að hirða frá- köstin ásamt því að reyna að stjórna hraðanum í leiknum. Svo er bara að leggja sig fram og berjast!“ Falur hjá Keflavík leggur mikla áherslu á að liðið vinni alla leiki sem eftir eru til að styrkja stöðu sína fyrir úrslitakeppnina. „Við verðum að spila eins og við eig- um að gera. Ekki eins og við spiluðum á Sauðárkróki um dag- inn. Við munum reyna að halda hraðanum uppi og svo verður Fannar vonandi orðinn leikfær og við búumst frekar við því en hinu.“ KEFLAVÍK-KFÍ Þessum leik hefur verið frestað tvisvar og er nú settur á laugar- dag. Næsta auðvelt er að lofa ör- uggum heimasigri þar sem ekk- ert íslenskt lið hefur sótt stig til Keflavíkur í rúmlega 30 leiki. Þá eru Ísfirðingar ekki manna lík- legastir til að breyta út af þeim vana þar sem þeir hafa verið við botn deildarinnar í allan vetur. Falur Harðarson segir að sínir menn muni ekki vanmeta Ísfirð- ingana og mæta með sitt sterkas- ta lið. „Við megum ekki við því að missa stig og munum því ekki senda neitt varalið á völlinn þó að þetta verði annar leikur okkar á tveimur dögum.“ GRINDAVÍK-ÍS Grindavíkurstúlkur þurfa að vinna þennan leik sem fer fram á laugardaginn þar sem þær eru að berjast við Njarðvíkinga um laust sæti í undanúr- slitunum, en Stúdínur eru engin lömb að leika sér við. Grindvíkingar unnu síðustu viðureign lið- anna, en síðan hefur bandarískur leikmaður geng- ið til liðs við ÍS og gæti það skipt sköpum. Pétur Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, segir stemmninguna í sínu liði góða fyrir leikinn og að allir leikmenn séu heilir. „Þær eru komnar með nýjan leikmann sem er góð þriggja stiga skytta og við verðum að hafa góðar gætur á henni og Öldu Leif. Við erum ekkert hrædd fyrir leikinn og ætl- um okkur að halda 4. sætinu.“ KEFLAVÍK-KR Keflavíkurstúlkur eru í algjörum sérflokki í deild- inni. Þær hafa mannskap til að leggja hvaða lið sem er að velli og má segja að hægt sé að bóka sigur þeirra ef þær mæta reiðubúnar til leiks, enda stenst þeim enginn snúning þegar þær komast á beinu brautina í leikjum. KR-liðið er auðvitað sterkt líka og hefur góða einstaklinga innan sinna raða sem eru eflaust meira en tilbúnar til að hefna fyrir ófarirnar gegn Keflvíkingum í bikarúrslitun- um um daginn. Anna María Sveinsdóttir, reyndasti leikmaður Keflavíkurliðsins, segir ekkert anað en sigur koma til greina því þær ætli sér að tryggja sér toppsætið í deildinni. „Við ætlum okkur að spila betur en síðast þegar liðin mættust og sýna okkar rétta andlit. Við höfum yfirleitt ekki verið að spila eins vel og við getum í vetur þannig að við eigum enn mikið inni og við vonumst bara til þess að við séum að fara að toppa á réttum tíma.“ ÍR-NJARÐVÍK Njarðvíkurstúlkur þurfa aldeilis að fara að herða róðurinn ef þær ætla að komast í úrslitakeppnina en hvorki hefur rekið né gengið hjá þeim að und- anförnu. ÍR er líka í ákveðinni krísu og eru næsta öruggar um að falla niður um deild á ný, en Njarðvíkingar verða að mæta til leiks tilbúnar að klára dæmið og vonast eftir hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum. Jón Júlíus Árnason, þjálfari Njarðvíkinga, er sig- urviss fyrir leikinn, en segir þennan leik munu markast af úrslitunum í leik Grindvíkinga og Njarðvíkinga sem fór fram í gær, eftir að þetta blað fór í prent. „Ef við töpum gegn Grindavík mun þessi leikur í sjálfu sér ekki skipta máli þar sem við munum ekki eiga séns á fjórða sætinu og ÍR eru fallnar hvort sem er. En það er alveg pott- þétt að við vinnum þennan leik.“ ■ INTERSPORT-DEILDIN Í KÖRFUKNATTLEIK ■ 1. DEILD KVENNA Í KÖRFUKNATTLEIK FANNAR GEGN GRINDAVÍK? Magnús Hauksson kenn-ir júdó í Vogum áVatnsleysuströnd og eru tæplega 30 manns sem æfa. Magnús er með svart belti í júdó og hefur þjálfað frá ár- inu 1996. Að sögn Magnúsar leggur hann áherslu á að kenna júdó sem keppnisíþrótt. „Júdóið byggist á að læra brögð, fléttur og lesa andstæð- inginn. Ég hef aldrei lagt áherslu á sjálfsvarnarhlutann, en hann er að sjálfsögðu til staðar,“ segir Haukur. Dóttir Magnúsar, Katrín æfir hjá honum en hún er tvöfaldur Ís- landsmeistari unglinga í júdó. Það var tilkomumikið að sjá feðginin takast aðeins á í æf- ingasalnum í Vogum og það er greinilegt að iðkendurnir kunna að detta því Magnús skellti dóttur sinni í gólfið. Í framhaldinu náði hún að skella pabba sínum. Hrafn Helgason er einn þeirra sem æfir júdó hjá Magnúsi, en hann hefur æft síðustu 7 ár. Í samtali við blaðamann sagði Magnús að hann ætlaði sér að gera Hrafn að Íslandsmeistara í júdó og var Hrafn ánægður með það markmið. „Ég æfi með það í huga,“ sagði Hrafn, en næsta stórmót er í apríl næstkomandi. Það er svo sannarlega tilefni til að fylgjast með þessum vösku júdóiðkendum í Vogunum. Feðgin takast á í Júdó í Vogum VF-MYND: JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON 8. tbl. 2004 umbrot hbb 18.2.2004 14:03 Page 22

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.