Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.12.2004, Qupperneq 15

Víkurfréttir - 02.12.2004, Qupperneq 15
VÍKURFRÉTTIR I 49. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 2. DESEMBER 2004 I 15 stuttar F R É T T I R VF -L JÓ SM YN D IR : Þ O RS TE IN N G U N N AR K RI ST JÁ N SS O N Fimm fiskikörum fullum af allskyns rusli var hent á urðunarstað fyrir líf- rænan úrgang við Fitjabakka í Njarðvík á dögunum. Urðun- arstaðurinn er einungis fyrir jarðveg og hefur verið töluvert notaður fyrir mold. Á skilti við urðunarstaðinn er skýrt tekið fram að ekki megi henda öðru en lífrænum úrgangi á svæðið. Að sögn Hólmars Magn ús- sonar starfsmanns í þjónustu- deild Reykjanesbæjar er þetta litið alvarlegum augum. „Málið snýst um það að okkar mati að sum fyrirtæki eru að reyna að komast hjá því að greiða fyrir úrgang til Kölku með því að henda rusl inu á þetta svæði,” segir Hólmar. Að- spurður segir hann það ekki hafa oft komið fyrir að rusli hafi verið hent á svæðið. „Það kemur einstaka sinnum fyrir. Um daginn gómuðum við einn og skikkuðum hann til að taka ruslið aftur.” Hólmar segir að reynt hafi verið að finna sökudólginn með því að skoða ruslið, en engin um- merki hafi fundist um hver hafi verið að verki. „Þetta svæði er eingöngu fyrir jarðveg, en ekk- ert sorp. Við þurfum að hreinsa svæðið og koma rusl inu til Kölku,” sagði Hólmar í samtali við Víkurfréttir. Rusli hent á urðunarstað fyrir lífrænan úrgang Fimm fiskikörum fullum af rusli hefur verið hent á svæðinu. Greinargóðar merkingar eru um að ekki megi henda öðru en lífrænum úrgangi. 8 Óprúttnir aðilar henda fullum fiskikörum af rusli í Njarðvík: - Sum fyrirtæki eru að reyna að komast hjá því að greiða fyrir úrgang til Kölku Félagar í Ættfræðifélag-inu ætla að hittast á Bókasafni Reykjanes- bæjar þriðjudagskvöldið 7. desember n.k. kl. 20. Allir áhugamenn um ættfræði vel- komnir. Nánari upplýsingar gefur Einar Ingimundarson í síma 421 1407. Ættfræðifélagið með fund Fréttavaktin í síma 898 2222 allan sólarhringinn Efni til fréttadeildar berist á tölvupósti á netfangið: hilmar@vf.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.