Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.12.2004, Side 16

Víkurfréttir - 02.12.2004, Side 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 8 Skartgripasýning félags íslenskra gullsmiða: Að al fund ur FFHS var haldinn fimmtudaginn 25. nóvember síðast- liðinn á sal Heiðarskóla. Góð mæting var frá foreldrum og stjórnendum skólans. Auk hefð- bundinna aðalfundarstarfa flutti Jóhannes Kristbjörnsson lögreglumaður sem starfar að forvörnum hjá Lögreglunni í Reykjanesbæ fyrirlestur. Sagði hann m.a. frá athyglisverðu verkefni innan lögreglunnar sem felst í því að úthluta hverri vakt lög regl unn ar ákveð ið skólasvæði til eftirlits í samráði við foreldra. Munu foreldrar á skólasvæðinu vera í nánu sam- starfi við sína vakt og taka þátt í eftirliti og veita upplýsingar um allt það sem kann að nýtast lögreglunni í baráttunni við af- brot og fíkniefni. Ný stjórn og formaður voru kjörinn á fundinum. Viktor B. Kjartansson var kjörinn for- maður og aðrir í stjórn Gísli V. Harðarson, Ingibjörg Frederik- sen, Helena Guðjónsdóttir og Kristján F. Geirsson. Í varastjórn voru kjörnir Júlíus Steinþórsson og Smári Helgason. Ný stjórn Foreldra- félags Heiðarskóla Ók upp á hringtorg og hafnaði á ljósastaur Skömmu fyrir hádegi á laugardag var lögreglunni í Keflavík tilkynnt að bifreið hefði verið ekið á ljósastaur við gatnamót Hafnargötu og Faxabrautar í Reykjanesbæ. Bifreiðin hafnaði uppi á hringtorgi og endaði ferð sína á ljósastaurnum. Ökumaðurinn, sem var vankaður eftir atburðinn, var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til læknisskoðunar. Reyndist hann ómeiddur en bifreiðin var flutt af vettvangi með kranabifreið. Skömmu síðar var tilkynnt um árekstur milli bifreiða á gatnamótum Hafnargötu og Tjarnargötu í Reykjanesbæ. Slys urðu ekki á fólki. Um þessar mundir er Félag ís-lenskra gullsmiða 80 ára og er félagið meðal elstu starfandi fé- laga á Íslandi í dag. Í tilefni afmælisins er haldin skartgripasýning í Gerðasafni í Kópavogi þar sem um 30 gullsmiðir sýna skartgripi sína. Fjóla Þorkellsdóttir gullsmiður í Reykja- nesbæ sýnir skartgripi á sýningunni, en verk eftir hana prýðir boðskort sem sent var út í tilefni sýningarinnar. „Ég fékk þann heiður að skartgripur frá mér prýddi boðskortið og það var náttúrulega mjög gaman. Á sýningunni eru nokkrir gripir eftir mig og ég vil bara hvetja alla sem áhuga hafa á skartgripum að skoða sýning- una,” sagði Fjóla gullsmiður í samtali við Víkurfréttir. Sýningin stendur yfir til 19. desember. VERK EFTIR FJÓLU Á BOÐSKORTINU

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.