Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.12.2004, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 02.12.2004, Blaðsíða 25
VÍKURFRÉTTIR I 49. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 2. DESEMBER 2004 I 25 boðstólum líkt og tíðkast t.d. hjá Body Shop og öðrum. Þessar áætlanir hafa raunar gengið svo langt að þegar hefur verið sótt um verslunarrými í Leifsstöð, en ekki hefur verið tekin ákvörðun í því máli enn. Í lok yfirferðarinnar hitti for- seti starfsfólk lónsins og hlýddi á stutta tölu um framtíðaráætl- anir fyrir Bláa lónið sem eru glæsilegar svo ekki sé meira sagt. Stefnt er að því að stækka aðstöðuna við Lónið sjálft í allar áttir og er ráðgert að þeim fram- kvæmdum ljúki árið 2006. Þá hefur Blue Lagoon Iceland uppi áform um byggingu hótels með 200 herbergjum. Er gert ráð fyrir að byggingin muni kosta um 3 milljarða króna í byggingu og muni framkvæmdum ljúka árið 2008. Bláa lón ið hef ur vax ið af miklum móð að undanförnu þar sem að þetta ár er þriðja árið í röð sem skilar hagnaði. Velta ársins í ár er um 840 millj- ónir króna og virðast möguleik- arnir fyrir þetta framsækna fyrir- tæki vera miklir. Myndarlegur hópur starfsfólks Bláa lónsins ásamt forseta lýðveldisins.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.