Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.12.2004, Side 31

Víkurfréttir - 02.12.2004, Side 31
VÍKURFRÉTTIR I 48. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 25. NÓVEMBER 2004 I 31 Keflvíkingar vörðu titil sinn í Hóp-bílabikarkeppni kvenna með 76 stigum gegn 65 á laugardag. Leikurinn var spennandi og jafn framan af þar sem Keflavík hafði nauma forystu eftir fyrsta leikhluta, 21-19. Stúdínur komust yfir snemma í öðrum leikhluta og leiddu með mest sex stigum þar til að Keflvíkingar tóku sig á í vörninni. Þær náðu nokkrum góðum hraðaupphlaupskörfum og náðu tveggja stiga forskoti, 39-37, áður en flautað var til hálfleiks. Frammistaða Keflvíkinga í hálfleiknum var ekki í takt við leik þeirra í vetur og var það sérstaklega vörninni sem var áfátt. Þegar stúlkurnar komu til leiks í seinni hálf- leikinn hafði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari þeirra, greinilega átt við þær vel valin orð því þær skelltu öllu í lás. Stúdínur skoruðu einungis sex stig í þriðja leikhluta þar sem Keflavík náði þægilegu for- skoti, 56-43, fyrir lokasprettinn. Fjör færðist í leikinn í síðasta leikhlutanum þar sem Stúdínur létu aftur finna fyrir sér. Nokkrar góðar körfur frá ÍS breyttu stöð- unni í 65-60 þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Meistaralið Keflavíkur hélt þó út og tryggði sér titilinn í þriðja árið í röð. „Við þurftum að hafa fyrir þessum sigri, en ég bjóst heldur ekki við öðru,” sagði Sverrir Þór að loknum fagnaðarlátunum. „Við vorum ekki að leika nógu vel í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik gíruðum við okkur upp. Þegar hugarfarið og einbeitningin lagaðist fór þetta að ganga upp.” Þar með er enn einn titillinn í húsi hjá liði Keflvíkur og óska Víkurfréttir þeim til ham- ingju með árangurinn. Keflavík Hópbílabikarmeistari 2004 Keflavíkurstúlkna sigrar enn Meistaralið Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði, hampar sigur- laununum. VF-mynd/Þorgils Dreg ið var í 16-liða úr- slitum í bikarkeppni KKÍ í körfuknattleik karla í gær. Suðurnesjaliðin fjögur sem eftir eru mætast ekki inn- byrðis. Ljónin mæta Skallagrími í Ljónagryfjunni, Grindavík mætir KFÍ á Ísafirði, Kefla- vík fékk heima leik gegn Haukum og Njarðvík sækir Stjörnuna heim. Leikirnir: Keflavík-Haukar KFÍ-Grindavík Hamar/Selfoss - Tindastóll Fjölnir - Þór Akureyri Stjarnan-Njarðvík Ármann/Þróttur-Breiðablik Valur-B - Höttur Leikirnir fara fram 11. og 12. desember. Bikarkeppni KKÍ: 16-liða úrslit Njarðvíkingar mæta í Krókódíla- síkið svokallaða í kvöld þar sem þeir leika gegn Tindastóli í Inter- sport-deildinni. Njarðvíkingar eru á toppi deildarinnar með eitt tap á meðan Tindastóll er í einu af neðstu sætunum í spennandi keppni í neðri hlutanum. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, býst við hörkuleik. „Þetta verður erfiður leikur. Það er klárt mál. En við ætlum okkur sigur og að halda toppsætinu fram að jólum.“

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.