Víkurfréttir - 27.01.2005, Qupperneq 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Útgefandi:
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar:
Ritstjóri og ábm.:
Fréttastjóri:
Blaðamenn:
Auglýsingadeild:
Útlit, umbrot og prentvistun:
Hönnunardeild Víkurfrétta:
Prentvinnsla:
Dagleg stafræn útgáfa:
Skrifstofa Víkurfrétta:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020
Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
Jóhannes Kr. Kristjánsson (fréttir), sími 421 0004, johannes@vf.is
Þorgils Jónsson (fréttir og íþróttir), sími 421 0003, sport@vf.is
Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is
Jón Björn Ólafsson, sími 421 0014, jbo@vf.is
Víkurfréttir ehf.
Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is
Anita Hafdís Björnsdóttir, s: 421 0013, anita@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0011, steini@vf.is
Prentsmiðjan Oddi hf.
www.vf.is og vikurfrettir.is
Stefanía Jónsdóttir, sími 421 0012, stebba@vf.is
Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is
Aldís Jónsdóttir, sími 421 1010, aldis@vf.is
8 RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA
Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17.
Athugið að föstudaga er opið til kl. 15
Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband
við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild.
Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222
©RITSTJÓRNAR BRÉF Þorgils JónssonB L A Ð A M A Ð U R S K R I F A R
Körfuknattleikslið Keflavíkur lauk þátttöku sinni í Bikarkeppni Evrópu á dögunum, en þessir vösku piltar höfðu vakið verð-
skuldaða athygli fyrir árangur sinn. Sæti í 8-liða
úrslitum keppninnar var í boði, en andstæðing-
arnir mættu tilbúnir til leiks og unnu verðskuld-
aðan sigur. Ef litið er til íbúafjölda, eins og orðið
er þjóðaríþrótt hér á landi, verður þessi árangur
enn merkilegri, en hann einskorðast alls ekki við
Keflavík eða körfuknattleik.
Á Suðurnesjum er íþróttalíf ið í miklum blóma og hafa lið héðan staðið í fremstu röð á flestum sviðum allt frá 7. áratug síð-
ustu aldar þegar Gullaldarliðið lék listir sínar á
sparkvöllum hér heima og erlendis. Það sem ein-
kenndi liðið í þá tíð er það sama og má sjá í hverju
íþróttafélagi suður með sjó í dag. Dugnaður, metn-
aður og góður liðsandi. Árangurinn lætur ekki á
sér standa og enda ótal titlar og viðurkenningar á
Suðurnesjum ár hvert.
Sérstaka athygli verður þó að vekja á fram-gangi unga fólksins en það er næstum sama hvar drepið er niður. Alls staðar má finna að
minnsta kosti eitt af Suðurnesjaliðunum í fremstu
röð. Hvort sem er í knattspyrnu, körfuknattleik,
júdó, sundi, hestaíþróttum og öllu þar á milli. Fé-
lögin hafa unnið mikið og gott starf sem skilar sér
í því að óvíða er iðkendafjöldinn meiri og lætur
árangurinn því ekki á sér standa.
Sá sem þetta skrifar er hvorki fæddur né upp-alinn á svæðinu en hefur fylgst grannt með íþróttum á svæðinu undanfarið og hrifist
af allri umgjörð um þær. Íþróttafólkið vinnur í
samstarfi við foreldra, styrktaraðila, bæjarfélög og
fleiri, enda er allra hagur í því að stunda íþróttir.
Sérstaklega að því leyti að löngu er sannað að
íþróttir eru besta forvörnin gegn vímuefnum og
áfengismisnotkun.
Þá er enn ógetið framlags stuðningsmanna liðanna sem mæta á leiki og styðja sitt lið með ráðum og dáð í blíðu og stríðu. Öll
eiga liðin sinn fasta kjarna stuðningsmanna, en
ekki er á neinn hallað þegar trommusveit Kefla-
víkur er skipað þar fremst í flokk. Jafnt í körfu
sem fótbolta mæta þessir kappar á völlinn með
trommur og lúðra og halda uppi stemmningunni
á pöllunum og hafa vakið verðskuldaða athygli á
landsvísu. Ættu allir að taka sér þá til fyrirmyndar
og mæta á völlinn.
Aðstaða er víðast með betra móti á Suður-nesjum og mun enn batna næsta haust þegar Íþróttaakademían í Reykjanesbæ
verður að veruleika. Mun hún einungis auka á
sóknarfæri þar sem nýtt fólk með ferskar hug-
myndir kemur til bæjarins til kennslu og þjálfunar
ásamt því að hið góða fólk sem þegar starfar að
félögunum mun eiga hægara um vik að sækja sér
enn meiri menntun.
Framtíðin er afar björt í íþróttalífi Suður-nesja þar sem leiðin virðist einungis liggja upp á við. Skiptir þó öllu máli að almenn-
ingur láti sig þessi mál varða og styðji við íþrótta-
félögin hvort sem er með beinni þátttöku í starfi
eða fjárhagslegum stuðningi.
Framtíðin er björt í
íþróttalífi Suðurnesja
Ágætu Keflvíkingar.
Íþróttir eru viðurkennd forvörn
og er því mikilvægt að halda
börnum og unglingum sem
lengst í iðk un
þeirra. Ég sem
þetta skrifa er
í 2. flokks ráði
Knat t spy r nu-
deild ar Kefla-
víkur drengja en
það eru drengir á
aldrinum 16-19
ára en á þeim árum er mikið
brottfall úr íþróttum. Það er
ætlun ráðsins að halda vel utan
um þennan hóp og reyna að
stuðla að því að þessir drengir
verði sem lengst í íþróttum og
auðvitað er það ekki síður mark-
mið að þessir drengir fari alla
leið upp í meistaraflokk.
Eitt af því sem ákveðið hefur
verið er að fara með þá til út-
landa þar sem ætlunin er að
keppa og æfa. Þetta verkefni
kostar mikla peninga og þeim
verður að safna. Það er ætlun
okkar að ganga í hús í Kefla-
vík og selja klósettpappír og
verður farið í hvert hús í Kefla-
vík og vonandi verður tekið vel
á móti drengjunum. Áætlað
er að drengirnir fari næstu 3-
4 fimmtu daga (við byrj um
fimmtudaginn 03.feb) til að
selja og verður Keflavík skipt
upp í hverfi. Það er ætlunin að
kynna í Víkurfréttum hvaða
hverfi verð ur far ið í hvern
fimmtudag til að fólk viti hvar
við verðum í það og það skiptið.
Ekki verð ur það þannig að
drengirnir séu með pakkning-
arnar með sér heldur getur fólk
skráð sig fyrir pakkningum t.d
1 strax og 1 um miðjan mars
þar sem áætlunin hljóðar upp á
tvær söluferðir fyrir vorið. Það
er ætlun okkar að skrifa um
hvernig gengur að safna til að
fólk geti séð fyrsta keppni flokks-
ins gengur því auðvitað er þetta
keppi þó hún sé ekki háð á vell-
inum. Við verðum með ýmislegt
fleira á okkar könnu varðandi
þessa ferð þó svo að það verði
ekki eins umfangsmikið og þessi
söluherferð en all verður það
kynnt í Víkurfréttum sem fyrst
fyrirtækja styrkir flokkinn.
Ekki verður sagt skilið við íbúa
Keflavíkur eftir að við höfum
safnað fyrir ferðinni. Það munu
koma fréttir í Víkurfréttum um
gengi flokksins því auðvitað
vill fólk fá að fylgjast með þeim
flokk sem það styrkti.
Ágætu Keflvíkingar, það er von
mín að þið takið vel á móti
drengjunum og látið þá finna
að þeir eigi ykkar stuðning.
Einar H Aðalbjörnsson
Átak til að sporna gegn
brottfalli úr íþróttum
- safnað fyrir 2. flokk Keflavíkur
Leikskólabörnin í leik-skólanum Holti upp-lifðu skemmti leg an
atburð nú á dögunum þegar
sex litlir hænuungar brutust
út úr eggjum sem leikskólinn
fékk frá kjúklingabúi fyrir
nokkru.
Börn in voru að von um
spennt, en þau hafa fylgst með
allt frá upphafi og gátu ekki
leynt hrifningu sinni þegar
ungarnir litu út og sáu um-
hverfið í fyrsta sinn. Nú eru
ungarnir allir sprækir, borða
vel og tísta hátt, en þegar þeir
stækka munu þeir eignast gott
heimili í sveitinni.
Hænuungar í leik-
skólanum Holti