Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.02.2005, Qupperneq 1

Víkurfréttir - 03.02.2005, Qupperneq 1
Að sögn Sigmundar voru sjúkraflutningar á vegum Brunavarna Suðurnesja á síðasta ári tæplega 1300 talsins og um 700 sjúkraflutningar af þeim voru til Reykjavíkur. Fjöldi sjúkraflutninga í janúar á þessu ári voru 154 á svæði Brunavarna Suðurnesja. Þrír sjúkrabílar eru staðsettir í Keflavík og oft eru annir þeirra það miklar að í níu tilfellum á síðasta ári voru allir bílarnir í útkalli á sama tíma. Einn sjúkrabíll er staðsettur í Grindavík. Sigmundur segir útköllin vera misalvarleg en allmörg tilfelli séu bráðatilfelli. „Góður útkallstími til Reykja- víkur er í kringum 30 mínútur. Þá er miðað við þann tíma frá því hringt er í neyðarlínuna og útkallið greint og þar til sjúkrabíllinn tilkynnir sig við Land- spítalann í Reykjavík. Menn geta ímyndað sér það að vera með sjúkling í þessum ofsagangi sem verður til í sjúkrabíl á þessum hraða. Og einnig hvernig það sé að hjúkra og veita aðhlynningu og lífsbjargandi aðgerðir á 160 km hraða í sjúkrabíl í bráðaakstri til Reykja- víkur. Oft er þetta við erfið veðurskilyrði og mikla umferð á Reykjanesbraut, þannig að líf og limir allra í sjúkrabílnum og í umferðinni eru í hættu,” segir Sig- mundur en í sumum tilfellum þarf aðstoð lögreglu við að rýma umferðarleiðir sjúkrabíla til Reykjavíkur. „Við erum í góðu samstarfi við lögregluembættin í Keflavík, Hafnarfirði og Reykjavík og notum við Tetra samskiptakerfið við að skipuleggja aðgerðir til að rýma gatnamót. Samvinna HSS og Brunavarna Suðurnesja hefur verið með eindæmum góð og mik- ill styrkur í því fyrir stjúkraflutningamenn að eiga þann möguleika að læknir og annað hjúkrunarfólk styrki starfsemina í erfiðum útköllum sem þessum.” 8 Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, um skurðstofumálið: HEKLA_Vikurfrettir021104.FH11 Tue Nov 02 12:47:23 2004 Page 1 Composite C M Y CM MY CY CMY K ������������������������ ��������������� �������������� ������������������ ������������������ ��������������������� 5. tölublað • 2 6. árgangur Fimmtudaguri nn 3. febrúar 2 005 Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum AÐSETUR: GRUNDARVEGUR 23 • 2. HÆÐ • 260 REYKJANESBÆR • SÍMI 421 0000 • WWW.VF.IS • FRÉTTAVAKT: 898 2222 Borgarafundur um fram-hald fr amkvæmda v ið t v ö f ö l d u n Re y k j a n e s - brautar verður haldinn í Stapa nk. mánudagskvöld, 7. febrúar, kl. 20. Þegar borgarafundur um sama málefni var haldinn fyrir fáeinum árum mættu um 1000 manns á fundinn og nú er það markmið áhugasamtaka um örugga Reykajnesbraut að fylla Stapann og sýna þannig í verki að Suðurnesjamönnum er alvara með kröfum sínum um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnar- firði að Fitjum. Fjör u tíu millj ón ir vantar til að Heilbrigð-isstofnun Suðurnesja geti haldið úti sólarhrings- vöktum á skurðstofu stofn- unarinnar alla daga ársins. Í dag er skurðstofan opin á daginn alla virka daga en óreglulegar vaktir eru utan þess tíma. Sigríður Snæbjörnsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigð- isstofnunar Suðurnesja segir það forgangsverkefni að bæta vaktakerfið þannig að á stofn- uninni séu vaktir á skurð- stofu allan sólarhringinn. „Í okkar framtíðarsýn viljum við veita alla almenna sjúkra- húsþjónustu og til að mæta kröfum almennings og okkar um fullt öryggi þá þýðír það að á skurðstofunni sé sólar- hringsvakt,” sagði Sigríður í samtali við Víkurfréttir. Sólarhringsvakt á skurðstofu: 40 milljónir kr. vantar „Ef það væri sólarhringsvakt á skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þá myndi það minnka álagið í bráðatilfellum sjúkraflutninga. Hið eina rétta í stöðunni til að tryggja öryggi heimamanna er að koma á sólarhringsvöktum og fullnægjandi bráðaþjónustu á stofnuninni,” segir Sigmundur Eyþórsson slökkviliðs- stjóri Brunavarna Suðurnesja í samtali við Víkurfréttir. Sólarhringsvakt það eina rétta Borgarafundur um Brautina á mánudaginn Einar Árnason og Karen Hilmarsdóttir, foreldrar Birgittu Hrannar, sem lést aðfaranótt 21. janúar eru í viðtali við Víkurfréttir í dag. Þau hafa ákveðið að berjast fyrir þjónusta skurðstofu HSS verði aukin. Sjá bls. 16-18

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.