Víkurfréttir - 03.02.2005, Page 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Nem enda fé lag Fjöl-brauta skóla Suð ur-nesja setur upp söng-
leikinn „Er tilgangur?” en það
var Júlíus Guðmundsson sonur
Rúnars Júlíussonar sem skrif-
aði handritið að verkinu. Söng-
leikurinn var settur upp í Fé-
lagsbíói fyrir um 10 árum við
góðar undirtektir en Júlli var
í hljómsveitinni Pandóru sem
var á þeim tíma á barmi heims-
frægðar og tónlistin í verkinu
var frumsamin.
Um 40 nemendur taka þátt í
sýningunni og leikstjóri er Jón
Marinó Jónsson en hann var að-
stoðarleikstjóri söngleiksins um
Hljóma sem nemendafélagið
setti upp í fyrra.
Leikhópurinn hefur komið upp
æfinga- og leikaðstöðu í vöru-
skemmu 88 hússins þar sem
komin er risavaxin leikmynd.
Þar hefur einnig verið komið
fyrir áhorfendapöllum sem taka
meira en 100 manns í sæti. Söng-
leikurinn verður frumsýndur
11. febrúar og verður miðasala
auglýst síðar.
Söngleikur FS í 88 húsinu
Undanfarna daga hefur verið gestkvæmt við Fjölbrautaskóla Suðurnesja en Þor-gerður Katrín Gunnarsdóttir, mennta-
málaráðherra, heimsótti skólann nýverið. Í
fylgd Þorgerðar voru þau Karl Kristjánsson,
deildarstjóri skóla- og símenntunardeildar ráðu-
neytisins, Þorbjörg Helga Valdimarsdóttir, ráð-
gjafi ráðherra í skólamálum og Oddný Hafberg,
verkefnisstjóri.
Tilgangur heimsóknarinnar var meðal annars að
kynna skýrsluna „Breytt námsskipan til stúdents-
prófs-aukin samfella í skólastarfi.” Ráðherra ræddi
við stjórnendur, kennara og stjórn nemendafélags-
ins. Auk þess skoðuðu gestirnir nýbygginguna og
þá sérstaklega raungreinaaðstöðu skólans og fór
ráðherra fögrum orðum um skólann og þann
anda sem henni fannst í honum ríkja.
Einnig komu Framsóknarþingmennirnir Hjálmar
Árnason, Dagný Jónsdóttir og Birkir J. Jónsson
í heimsókn á dögunum ásamt Suðurnesjamann-
inum Eysteini Jónssyni en hann er aðstoðarmaður
landbúnaðarráðherra. Þau kynntu sér aðstöðu
skólans og ræddu meðal annars við talsmenn nem-
endafélagsins.
Gestkvæmt í FS að undanförnu
VF
-m
yn
d/
A
xe
l S
ig
ur
bj
ör
ns
so
n
•
Fj
öl
br
au
ta
sk
ól
i S
uð
ur
ne
sj
a
8 Fjölbrautaskóli Suðurnesja:
8 Kallinn á kassanum
BORGARAFUNDUR um mál-
efni Reykjanesbrautar verður
haldinn næsta mánudag,
þann 7. febrúar í Stapanum.
Kallinn telur það gríðarlega
mikilvægt fyrir íbúa á Suður-
nesjum að mæta á fundinn og
sýna sömu samstöðu og var á
borgarafundinum árið 2000.
Samstaða íbúanna skiptir
öllu máli - Kallinn ætlar að
mæta og hvetur aðra til þess.
KRAFA SUÐURNESJA-
MANNA er að aftur verði hafist
handa við tvöföldun Reykjanes-
brautar á þessu ári. Það er nátt-
úrulega bara grátlegt að brautin
verði hálfkláruð í fleiri mánuði.
Það hefur komið fram í máli
þingmanna að þeir telji að fjár-
magnið sé til staðar - vandinn
sé bara að ná því. Kallinn kemur
þeim skilaboðum áleiðis til
Hjálmars og Jóns G. að halda
því áfram og berjast saman sem
bræður - þá tekst ætlunarverkið.
Á VEFSÍÐU vf.is er hægt að
skrá þátttöku á fundinum
og hvetur Kallinn alla til að
gera slíkt. Það skiptir máli.
KALLINN vottar Karen Hilm-
arsdóttur og Einari Hafsteini
Árnasyni samúð sína vegna
andláts dóttur þeirra, Birgittu
Hrannar. Viðtalið við foreld-
rana á Stöð 2 er eitt það eftir-
minnilegasta og erfiðasta sem
Kallinn og fjölskylda hans hafa
horft á. Myndirnar af Birgittu
Hrönn voru fallegar og yfir
þeim einhverskonar innri ró og
friður. Kallinn styður foreldrana
svo sannarlega í þeirra baráttu.
OG NÚ FER Kallinn að panta
vorið. Febrúar er runninn upp
og stutt í að sólin láti finna
fyrir sér. Kallinn hlakkar mikið
til sumarsins og með vorinu
má vel vera að Kallinn skrifi
garðyrkju- og veiðipistla í
Víkurfréttir þar sem hann er
mikill áhugamaður um bæði.
MUNIÐ EFTIR BORG-
ARAFUNDINU!
Kveðja, kallinn@vf.is
Samstaða skiptir öllu máli
Glerbrot á
Hafnargötunni
Kona hringdi:
Mér finnst til skammar að sjá
glerbrot víða um Hafnargöt-
una og nágrenni sl. sunnudags-
morgun. Þetta er beinlínis hættu-
legt og ég hitti unga foreldra
með börn á göngu og það er
ekki sæmandi að þurfa að þola
svona ástand á nýrri Hafnrgöt-
unni. Vonandi tekur bærinn
þetta til athugunar og reynir
að huga að þessu að hreinsa á
sunnudagsmorgun þegar margt
fólk fer í göngu. Það væri hægt
að sleppa því í staðinn á mánu-
dagsmorgni.
Íb ú a r í H ö f n u m h a f a kvartað til lögreglunnar í Keflavík vegna hraðaksturs
vörubifreiða í gegnum Hafn-
irnar. Mikil umferð vörubíla
er í gegnum Hafnirnar og út að
Reykjanesvirkjun vegna virkj-
unarframkvæmda.
Hámarkshraði á Hafnavegi í
gegnum Hafnir er 30 km klukku-
stund. Einn vörubifreiðastjóri
var kærður fyrir of hraðan akst-
urs en hann var mældur á 50
km klukkustund. Tveir vöru-
bifreiðastjórar voru áminntir
fyrir að aka of hratt. Lögregla
mun fylgjast áfram með akstri í
gegnum Hafnirnar.
LÖGREGLA FYLGIST
MEÐ HRAÐAKSTRI
Í GEGNUM HAFNIR
Ragnheiður Ólafsdóttir miðill og áruteiknari
starfar hjá Sálarrannsóknafélagi Suðurnesja
þriðjudaginn 8. febrúar. Skúli Lorentsson
miðill verður hjá félaginu 9. febrúar.
Tímapantanir í símum 421 3348 og 866 0621