Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.02.2005, Side 10

Víkurfréttir - 03.02.2005, Side 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Jóhannes Kr. Kristjánsson (fréttir), sími 421 0004, johannes@vf.is Þorgils Jónsson (fréttir og íþróttir), sími 421 0003, sport@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0014, jbo@vf.is Víkurfréttir ehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Anita Hafdís Björnsdóttir, s: 421 0013, anita@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0011, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og vikurfrettir.is Stefanía Jónsdóttir, sími 421 0012, stebba@vf.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 1010, aldis@vf.is 8 RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15 Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222 ©RITSTJÓRNAR BRÉFJóhannes Kr. KristjánssonB L A Ð A M A Ð U R S K R I F A R Í Víkurfréttum í dag er viðtal við hjónin Karen Hilmarsdóttur og Einar Árnason sem misstu dóttur sína fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Dóttir þeirra, sem var nefnd Birgitta Hrönn var látin þegar hún var tekin með bráðakeisaraskurði á Landspítalanum aðfaranótt 21. janúar. Karen hafði verið ekið frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Reykjanesbæ til Reykjavíkur þar sem ekki er vakt á skurðstorfu HSS allan sólarhringinn. Krafa almennings á jafn stóru svæði og Suðurnes eru hlýtur að vera sú að hægt sé að bregðast við í tilfellum eins og hjá Karen og Einari. Það er alls ekki hægt að útiloka að Birgitta Hrönn væri á lífi hefði vakt verið á skurð- stofunni. Það er heldur ekki hægt að fullyrða að Birgitta væri á meðal okkar þó skurðstofan hefði verið opin. En íbúar á Suðurnesjum eiga ekki að þurfa að spyrja sig þessara spurninga. Hér þarf að vera aðstaða til að bregðast við bráðatilfellum sem þessum. Aðstoðarlandlæknir sagði í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld að faglegt mat lægi á bakvið ákvörðun um það hvar sólarhrings- vaktir yrðu á sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Hann kallaði HSS kragasjúkrahús. Sagði að Kefla- vík væri tiltölulega fámennt svæði þar sem stutt væri til Reykjavíkur. Á Suðurnesjum eru íbúar yfir 20 þúsund talsins ef íbúar Keflavíkurflugvallar eru taldir með. Á sama tíma og aðstoðarlandlæknir lýsir því yfir að stutt sé til Reykjavíkur að fara með bráðveika sjúklinga héðan af Suður- nesjum, heldur samgönguráðherra því fram að vegalengdin frá Reykjavík til Keflavíkur sé alltof löng sé litið til færslu innanlandsflugsins til Kefla- víkur. Það sé alltof langt fyrir landsbyggðarfólk að fara til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli. Mót- sögnin er hrópandi og ætti fólk að íhuga þessar staðhæfingar aðeins. Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er komin í gott horf eftir áralanga niðursveiflu. Stjórnendur og starfsfólk stofnunarinnar er hæfileikaríkt og það vill geta veitt bestu mögulegu þjónustu sem hægt er að veita. Til að missa ekki þetta góða starfsfólk sem veitir góða og persónu- lega þjónustu þarf að bæta aðstöðuna og koma á föstum vöktum á skurðstofunni. Sumum kann að bregða við að sjá myndir af Birgittu með viðtalinu við foreldra hennar. Búið er að fjarlægja dauðann úr íslenskum veruleika eins eðlilegur og hversdagslegur og hann er. En í þetta sinn svo skelfilega ótímabær. Það er ekkert ljótt við þessar myndir; þær eru fyrst og fremst sorglegar en fátítt er að slíkar myndir séu sýndar. Þó hefur þótt í lagi að sýna myndir erlendis frá þar sem blóðslettur og sundurtætt lík liggja á strætum úti. Víkurfréttir tóku hinsvegar ákvörðun um að birta myndir af Birgittu þar sem um íslenska stúlku af Suðurnesjum er að ræða. Birgitta heitin er íslenskt barn. Lát hennar er ís- lenskur veruleiki. Við eigum ekki að vera feimin við að horfa á þann veruleika sem við búum við. Foreldrar Birgittu hafa ákveðið að láta dauða hennar ekki verða tilgangslausan og ætla að berjast fyrir því að vöktum verði komið á á skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Von- andi skilar sú barátta árangri því um mikilvægt mál er að ræða fyrir komandi kynslóðir. Myndbirting af íslenskum veruleika Vals fimmtud ags EFTIR VAL KETILSSON Við dauðans dyr Tónlistin í tækinu ómaði blítt og ljúft í bílnum sl. laug-ardagskvöld og sá sem söng af mikilli innlifun var Ronan Keating, írskættaður söngvari sem kyrjaði ,,If tomorrow never comes’’. Verð að viðurkenna að mig dauð- langaði að hlusta á diskóið á Bylgjunni en þar sem frúin hafði keypt diskinn á útsölu í Smáralind, kunni ég ekki við að suða í henni. Sat enda undir stýri á frúarbílnum, sem fenginn hafði verið hjá Kjartani í Heklu árinu áður. Fjöl- skyldan var á heimleið úr bænum og allir pakksaddir og glaðir úr þorrablóti ömmu ,,dreka’’ í Reykjavík. Brautin var blaut og hál eftir mikla rigningu fyrr um daginn og dimmir blettir voru hér og þar, enda nokkrar perur í ljósastaurunum hans Stjána Páls farnar yfir móðuna miklu. Það er ekki of- sögum sagt að við sunnanmenn höfum mátt búa við óttann af umferðarslysum á Reykjanesbraut sl. 40 ár og alltof mörg slys hafa orðið sveitungum okkar að fjörtjóni, valdið líkams- meiðslum eða varanlegri örorku. Á beina kaflanum til Fitja, rétt eftir Grindavíkuraf-leggjarann, tekur bíllinn á undan okkur til við að tvista á veginum, bremsuljósin verða blóðrauð og síðan tekur hann flugið út fyrir veg og út í móa. Bílljósin tvö, sem orsökuðu flugferð samferðamannsins á undan okkur, komu nú á sekúndubroti æðandi á móti okkur á sömu hrað- ferð og djöfulsreið og það var ekki um annað að ræða en gera slíkt hið sama og ,,móamaðurinn’’. Adrenalínið í líkam- anum spýttist af sama krafti og bremsuvökvinn í hjólabún- aðinn og naglarnir í dekkjunum ýlfruðu eins og neglur á krítartöflu. Polo-inn dansaði diskó í öfuga átt við taktfastar hreyfingar stýrishjólanna enda ökumaðurinn með líf fjöl- skyldunnar í lúkunum. Til allrar guðs blessunar tókst mér að halda bílnum í vegkantinum og sleppa við árekstur við ,,engil dauðans’’ sem lét sér fátt um finnast og hélt ótrauður ferð sinni áfram. Hann var ekki einu sinni að taka fram úr öðrum! Ákvað bara að vera á öfugum vegarhelmingi! Þetta var svo sem ekki í fyrsta skipti á 25 ára ökuferli mínum á brautinni, sem lífi mínu hafði verið stofnað í hættu. Verð þó að viðurkenna að í þetta skiptið hefur aldrei munað eins litlu. Ég þakkaði himnaföðurnum og mínum nánustu á hans heimaslóðum lífgjöfina og bað lögregluna í 112 að leita uppi þann sem vissi ekki að hægri umferð var komið á árið 1968. Ég er líka harðákveðinn í því að senda samgönguráðherra hugskeyti og boð um að hann taki okkur fagnandi á næsta fundi, svo hægt verði að fækka tilvikum sem þessum úr bókum lögreglunnar og helst ,,for gúdd’’. Þeir sem misst hafa ástvini á þessari fjölförnu leið, eiga skilið að á þá sé hlustað og að tvöfölduninni verði lokið hið snarasta. Og það helst áður en ökuþórar af áður nefndri tegund, ná einhverju okkar á einfaldri braut og sendi okkur yfir móðuna miklu. öKASSINNPÓST Hefur þú ábendingu um neytendamál, vilt koma á framfæri hrósi eða skömmum? Sendu okkur línu á: postur@vf.is

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.