Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.02.2005, Page 15

Víkurfréttir - 03.02.2005, Page 15
VÍKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 3. FEBRÚAR 2005 I 15 �������������� �������������������������������������� �������������������� �������������������������� ������ ���������������������� ����������������������������������� Renault Megane II kr. 1.150.000,- Aðeins 17.000 á mán. Hyundai Getz kr. 920.000,- Aðeins 13.000 á mán. 10% útborgun Bílasamningur Lýsingar í 72 mán.. Mikið úrval af notuðum bílum með 100% láni Þjónustu- og ábyrgðaraðili fyrir OPTICAL STUDIO DUTY FREE STORE – LEIFSSTÖÐ HAFNARGÖTU 45 • SÍMI 421 3811 HAGSTÆÐ GLERAUGNAKAUP Sérvalin gleraugu, umgjörð og gler* á aðeins kr. 13.980.- SJÓNMÆLINGAR tímapantanir í síma 421 3811 *gler með hertri húð og afspeglun Það eru ýmsir staðir sem menn hitt ast á til að ræða heims mál in og er einn slíkur staður höfuð- stöðvar Olís í Grindavík eða Olískaffi. Þar koma saman iðnaðarmenn, sjómenn verka- menn, útgerðarmenn,gárungar og allir þeir sem gaman hafa af líflegum umræðum og kemur stundum fyrir að Olískaffi fyllist nánast út úr dyrum. Þegar blaðamaður VF átti leið í Olís einn morguninn voru fjör- legar umræður eins og oft ger- ist þegar margir koma saman. “Voru þeir að fá hann í gær” var einn sjómaðurinn spurður. “ Þetta var nú púra víti” full- yrti einn knattspyrnusérfræð- ingurinn. “Þeir stóðu sig nú ágætlega á leiknum í gær” sagði einn körfuboltaáhugamað- urinn. “Blessaður fáðu þér í nefið” sagði einn gárungurinn og rétti fram tóbakshornið. Það fljúga margar sögur þegar svo fjölbreyttur hópur kemur saman og lenda sumir í því að vera kveðnir í kútinn á meðan aðrir geta alltaf svarað fyrir sig. Eitt er það þó sem hrjáir þá Olís kaffikarla og það er kvenn- manns leys ið því ein hverra hluta vegna leggur kvenfólk ekki leið sína í miklum mæli í Olískaffi. Það er gott að vita af slíkum stað þegar maður vill taka þátt í skemmtilegri umræðu eða fá nýjustu fréttir af bæj ar mál un um og ekki skemmir fyrir að fá gott kaffi. Fyrirhugað er að opna hótel með heilsu-tengdu ívafi í Grindavík þar sem Félags-heimilið Festi stendur nú. Hótelið mun fyrst um sinn hafa 40 herbergi og heita Hótel Festi og kom fram á kynningarfundi sem hald- inn var í Saltfisksetrinu í síðustu viku að ráðgert er að taka fyrstu skóflustunguna þann 1. mars nk. og taka á móti fyrstu gestunum í maí 2006. Áætlanir eru komnar langt á veg og kemur fram í fréttatilkynningu frá aðstandendum Hótelsins að hlutafjársöfnun hafi gengið framar vonum og fjár- mögnun sé vel á veg komin. Á fundinum var samankominn fjöldi manns, þar á meðal Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, sem undirritaði viljayfirlýsingu um samstarf við uppbyggingu hótelsins. Auk hans skrifuðu undir viljayfirlýsingu þau Sigurbjörn Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Hótels Festi, Ólafur Örn Ólafs- son, bæjarstjóri, Brynjar Pétursson frá Nuddstofu Brynjars og Sjöfn Ágústsdóttir fyrir hönd Heilsu- hópsins. Heilsuhópurinn er skipaður þremur sál- fræðingum og fer fyrir hugmyndum um heilsu- þorp í Grindavík. Grunnhugmynd Heilsuhópsins byggir á heilsu- tengdri ferðaþjónustu og er markmiðið að skil- greina Grindavík sem heilsuþorp með sérstökum Green globe staðli í samvinnu við Hótel Festi og aðra aðila á svæðinu. Leitast verður við að skapa umhverfi í Grindavík til að taka á móti erlendum og innlendum heilsuferðalöngum. Þar munu sér- fræðingar verða fengnir til að veita gæðaþjónustu á hinum ýmsu sviðum er lúta að sálrænni og lík- amlegri vellíðan. Gert er ráð fyrir víðtækum samlegðar- og marg- feldisáhrifum með þessum verkefnum, en talið er að það muni taka um 5 ár að byggja upp skilvirkt og öflugt heilsuþorp. Með því verður kominn grundvöllur fyrir mikla starfsemi í bæjarfélaginu hvað varðar gistingu, fæðu, námskeiðahald og ýmis konar þjónustu. Aðstandendur eru afar bjartsýnir með fram- haldið og lýkur fréttatilkynningunni með þesum orðum: „Ávinningur fyrir sveitarfélagið byggir á fjölbreyttum atvinnutækifærum sem skapa aukin lífsgæði fyrir íbúa og byggir á þjónustu til betra lífs öllum gestum til hagsbóta.” Heilsuhótel í Festi Skortur á konum hrjáir kaffi- brúsakarla hjá Olís

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.