Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.02.2005, Page 16

Víkurfréttir - 03.02.2005, Page 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Karen og Ein ar höfðu reynt að eignast barn í tæp þrjú ár áður en Karen varð ólétt með glasameð- ferð. Meðganga Karenar gekk mjög vel og var áætl að að barnið kæmi í heiminn þann 14. febrúar. En svo fór ekki og Karen missti legvatnið eftir miðnætti aðfaranótt föstudags- ins 21. janúar - þremur vikum fyrir tímann. Þegar legvatnið fór gekk naflastrengurinn fram og við það klemmdi höf uð barnsins naflastrenginn og stífl- aði allt flæði í gegnum hann. Lífæð barnsins stíflaðist. Flytja þurfti Karen á Landspítalann í Reykjavík þar sem skurðstofur á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja voru ekki opnar. Ekki er hægt að fullyrða að Birgitta Hrönn hefði lifað þó skurðstof- urnar hefðu verið opnar en for- eldrar hennar hafa ákveðið að berjast fyrir því að vakt verði á skurðstofunni allan sólarhring- inn. Allt var gert sem hægt var í stöðunni Þessa afdrifaríku nótt kallaði Karen á Einar og sagði honum að hún hefði misst vatn ið. Hann hringdi strax á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja og var þeim sagt að fara á stofnunina en samt ekki með neinum asa. „Þegar við komum niðureftir þá var Karen sett í mónitor og þá kom strax í ljós að eitt- hvað var að. Ljósmóðirin fann að nafla streng ur inn hafði fallið fram og hún byrjaði að gera allar þær aðgerðir sem í hennar valdi stóð að gera miðað við að stæð ur. Hún hringdi strax á sjúkrabíl sem var fljótur á staðinn og þá áttaði maður sig fyrst á því að eitthvað væri að. Það var allt gert á þessum tímapunkti sem hægt var að gera, en það var ekki til staðar það sem við þurftum. Þegar við komum til Reykjavíkur var Karen strax skorin og þá kom í ljós að barnið var látið,” segir Einar og tekur í hönd Karenar eiginkonu sinnar. Hann segir að allt hafi verið gert sem hægt hafi verið. „Eftir því sem mér skilst þá hefur þessi tími sem tekur að keyra til Reykjavíkur og allt hnjaskið sem á sér stað við flutninginn, ekki hjálpað til. En eins og ég hef svo oft sagt þá var allt gert sem hægt var að gera í þessari stöðu. Ljósmóð- irin stóð sig mjög vel og gerði allt sem í hennar valdi stóð. Ef skurðstofan hefði verið opin þá væri möguleiki á að dóttir okkar væri á lífi. Sú þjónusta er bara ekki til staðar og við vonumst til að það lagist eftir þetta,” segir Einar. Fann að það var eitthvað mikið að Karen segir að hennar upplifun af atburðarrásinni hafi verið sú að hún hafi verið á leiðinni á fæðingardeildina til að fæða barnið sitt. Hún var full tilhlökk- unar og þau hjónin voru bæði brosandi út að eyrum þegar þau komu á spítalann. Karen segir að greinilegt hafi verið að dóttir þeirra hafi viljað koma fyrr í heiminn. „Um leið og ljósmóð- Erfiðasta lífsreynsla sem nokkur manneskja getur gengið í gegnum er að missa barn sitt. Sá eða sú sem stendur í fjarlægð getur ekki með neinu móti gert sér í hugarlund þær tilfinningar sem koma fram við slíkar aðstæður. Engin manneskja stendur hjá ósnortin, yfir slíkum harmleik. Aðfaranótt 21. janúar lést dóttir hjónanna Karenar Hilmarsdóttur og Einars Árnasonar í Keflavík. Litla stúlkan sem nefnd var Birgitta Hrönn fæddist andvana á Landspítalanum í Reykjavík. For- eldrar Birgittu Hrannar ákváðu að segja sögu sína til að berjast fyrir því að auknu fjármagni verði veitt til Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja svo skurðstofa stofnunarinnar verði til taks allan sólarhringinn. Lífsreynsla Birgitta Hrönn vildi flýta sér í heiminn Lokuð skurðstofa - Látið barn - foreldrar vilja að fjármagni verði veitt til að hafa skurðstofu til taks allan sólarhringinn

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.