Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.02.2005, Side 28

Víkurfréttir - 03.02.2005, Side 28
28 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! öKASSINNPÓST Tækifærin fjölmörg 8 Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, skrifar: Ný starfsnámsbraut Nú í byrjun nýs árs hóf Fjöl- brautaskóli Suðurnesja rekstur nýrrar starfsnáms brautar; flug- þjónustubrautar, í samstarfi við Flug- þjónustuna Kefla- víkurflugvelli ehf. Nám á brautinni miðar að því, eins og nafnið gefur til kynna, að und- irbúa fólk á einni önn til starfa við innritun og ýmis konar þjón- ustu við flugfarþega á leið til og frá landinu. Þessi nýja braut er kærkomin viðbót við annars fjölbreytt framboð Fjölbrauta- skólans og ætti að henta atvinnu- lífinu á Keflavíkurflugvelli mjög vel en þar starfa 3 fyrirtæki á þessu sviði. Meiri möguleikar á ráðningu Grundvallaratriði í undirbún- ingi og stofnsetningu svona námsbrautar er samstarf skól- ans við atvinnulífið. Þegar nem- endur hafa lokið ákveðnum bóklegum áföngum munu þeir fá mjög ítarlega og hnitmiðaða starfsþjálfun á vegum Flugþjón- ustunnar í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Þegar síðan líður á vorið, og ráðningar í störf af þessu tagi hefjast, ættu þessir nemendur að standa öðrum umsækjendum framar og eiga meiri möguleika á að hljóta ráðningu hjá ein- hverju flugafgreiðslufyrirtækj anna þ.e. Flugþjónustunni Kefla- víkurflugvelli ehf., Vallarvinum og Suðurflugi. Fjölmörg önnur tækifæri til starfsmenntunar. Und ir rit að ur sér fjöl mörg önnur tækifæri til stofnunar og rekstrar slíkra starfsnámsbrauta, bæði í tengslum við millilanda- flugið og aðra atvinnustarfsemi. Það gerist þó ekki nema í góðu samstarfi við atvinnulífið. Má þar nefna starfsnám fyrir starfs- fólk í hlaðdeild, fraktmiðstöð, hleðslueftirliti, veitingadeild, flugeldhúsi og verslun og þjón- ustu í Flugstöðinni. Einnig í ýmsum öðrum störfum s.s. ör- yggisvörslu, vegabréfaeftirliti, sprengjuleit o.fl. Bætt grunn- menntun starfsmanna í þessum mikilvægu störfum ætti að leiða til enn betri frammistöðu þeirra í starfi, aukinnar framleiðni og betri afkomu fyrirtækja og stofn- anna. Betri afkoma ætti síðan að styrkja atvinnulífið sem er mikilvægt hagsmunamál allra íbúa á svæðinu. Til hamingju Undirritaður vill óska Fjöl- brautaskólanum og Flugþjón- ustunni til hamingju með þessa nýju starfsbraut. Um leið vil ég hvetja alla áhugamenn um bætta starfsmenntun á Suður- nesjum til þess að sýna þessum málum áhuga því með betri grunnmenntun tekst okkur von- andi að styrkja og efla atvinnu- lífið á svæðinu enn frekar. Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins í Reykjanesbæ kjartanmar@hotmail.com Í Fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar stendur: Að Félagsþjónusta sé ávallt skipulögð með þarfir fjölskyldunnar að leiðarljósi , að boðið sé upp á fjölskylduráðgjöf jafnt sem einstaklings- ráðgjöf til foreldra og barna. Einnig að boðið sé upp á nauðsynlega sálfræði- þjónustu, félagsráðgjöf og áfallahjálp fyrir fjöl- skyldur eða einstaklinga innan hennar. Þess vegna skil ég ekki og spyr hvernig stendur á því að hægt er að segja upp sálfræðingum þvert á þessa stefnu ? Ég hef notið góðs af félagsþjónustu Reykjanes- bæjar. Hef verið í hugrænni atferlismeðferð hjá sálfræðingi á vegum hennar sem hefur byggt mig upp og gert mér kleift að sjá sjálf um börnin mín, fara í nám og út á vinnumarkað. En fyrir ári síðan lá ég í rúminu mjög veik af þunglyndi og ég þurfti utanaðkomandi aðstoð sem ég fékk hjá félagsþjón- ustunni. Í dag hef ég lært í meðferðinni að stjórna þunglyndinu en þunglyndið ekki mér. Þess vegna spyr ég: Á einstaklingur sem núna liggur þungt haldinn af þunglyndi ekki sömu möguleika og ég að standa upp? Það hlýtur að vera samfélaginu til góða bæði fjár- hagslega og samfélagslega að byggja þessa einstak- linga upp? Það hlýtur að vera betra að byggja upp fólk heldur en grjót út um alla móa ! Ég kýs að skrifa undir nafnleynd vegna fordóma í garð þunglyndra sem því miður virðast enn þríf- ast í Reykjanesbæ. Opið bréf til Árna Sigfússonar, bæjarstjóra 8 Skjólstæðingur Reykjanesbæjar skrifar:

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.