Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.2005, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 17.03.2005, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 8 Góðir gestir heimsóttu Gjána og Bláa lónið: Hið nýja skosk-íslenska flugfélag, Citystar Air-lines, fór í sitt fyrsta flug frá Íslandi fyrir sl. helgi. Ferðinni var heitið til Glasgow í Skotlandi með fulla vél af mótorhjólaáhugamönnum á vegum SBK í Keflavík. Citystar Airlines flýgur Dorn- ier 328 turbo prop vél, sem er vel búin 32 leðursætum og þykir öll hin glæsilegasta. Mun flugfélagið hefja áætlun sína í Aberdeen í Skotlandi þann 28. mars n.k. og verður þá flogið til Osló. Þess á milli mun það vera í leiguflugum, m.a. milli Íslands og Skotlands. Citystar Airlines munu fljúga undir íslensku flugrekstarleyfi í samstarfi við Landsflug á Ís- landi. Þessar myndir voru teknar af vélinni þegar hún var nýlent á Keflavíkurflugvelli fyrir réttri viku. stuttar F R É T T I R Stórsöngvarinn Placido Domingo og kona hans höfðu við-dvöl í Bláa lóninu á mánudag áður en hann hélt af landi brott. Domingo, sem hélt vel heppnaða tónleika í Egilshöll á sunnudags- kvöld, fór í stutta kynnisferð um Bláa lónið ásamt forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og konu hans Dorrit Moussaieff. Einnig kom hann við í Gjánni, sýningarsal Hitaveitu Suðurnesja. Sagðist hann afar hrifinn af staðnum þó hann skellti sér ekki í sundskýl- una en kalt var í veðri og er kvef víst það síðasta sem einn vinsæl- asti óperusöngvari heims þarf á að halda á þéttskipaðri dagskrá. Á nýafstöðnum aðalfundi Fulltrúaráðs sjálfstæð-isfélaganna í Reykja- n e s b æ t ó k Viktor Kjart- ans son v ið formennsku af Árna Inga Stef áns syni s e m g e g n t hef ur emb- æ t t i n u u m árabil. Mjög góð mæting var á fundinn og var Viktor kjörinn samhljóða. Í máli nýkjörins formanns á aðal- fundinum kom fram að Reykja- nesbær sé stærsta sveitarfélagið í nýju Suðurkjördæmi og því sé mikilvægt að fulltrúaráðið hér gegni forystuhlutverkinu í flokksstarfinu sem órjúfanleg heild. Ný stjórn fulltrúaráðsins leggi því á það áherslu að efla samvinnu sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ en þau eru Sjálf- stæðisfélagið í Keflavík, Njarð- víkingur og Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna ásamt því að sækja fram í kjördæminu. Aðrir í stjórn og varastjórn voru kjörnir Guðmundur Pétursson, Margrét Sanders, Ríkharður Ib- sen, Jóhann Friðriksson, Helga Oddsdóttir, Ottó Jörgenssen, Sigurgestur Guðlaugsson, Sig- ríður Hvanndal, Karvel Gränz, Guðbjartur Greipsson og Hildur Bæringsdóttir. Sjálfkjörnir eru formenn sjálfstæðisfélaganna Halldór Björnsson, Valþór Sör- ing og Árni Árnason. Domingo heillaðist af Bláa lóninu Citystar Airlines hefur sig á flug Jón Ingi Jónsson og Vala Rún Vilhjálmsdóttir hjá Citystar Airlines við nýju flugvélina á Keflavíkurflugvelli. Viktor tekur við af Árna Inga 8 Lögreglan: Tvær ölvaðar stúlkur neit uðu að greiða fargjald fyrir leigu- b í l s e m þ æ r höfðu fengið til að aka sér að skemmtistað í Reykja nes bæ á d ö g u n u m . Var lögreglan í Keflavík kölluð til að því er fram kemur í vefdagbók lög- reglunnar. Lög regl an í Kefla vík var einnig kölluð út vegna ölv- aðrar konu sem hafði skorið sig á handlegg. Var hún flutt á Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja þar sem gert var að sárum hennar og henni síðan ekið heim. Afskipti af ölv- uðu kvenfólki VF -L JÓ SM YN D IR : Þ O RG IL S JÓ N SS O N VF -L JÓ SM YN D IR : P ÁL L K ET IL SS O N

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.