Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.2005, Qupperneq 26

Víkurfréttir - 17.03.2005, Qupperneq 26
26 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 8 Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í víking: 8 Menningin: Lúðrasveit Tónlistarskólans í Keflavík fer í tónleikaferð til Bandaríkjanna um páskana. Í tilefni ferðarinnar mun Lúðra- sveitin halda tónleika í Kirkjulundi næstkom- andi föstudag. Kjarninn úr Lúðrasveitinni hefur lengi spilað saman og meðal annars unnið til verðlauna fyrir leik sinn. Síðastliðið ár hafa nýir krakkar verið að stíga sín fyrstu skref með Lúðra- sveitinni og hafa þau æft saman í um ár. Karen Sturlaugsson, stjórnandi Lúðrasveitarinnar, segir það eftirtektarvert hversu vel nemendur vinna saman þrátt fyrir aldursmun á sumum þeirra. Spilað verður mjög blandað efni á tón- leikunum, allt frá frumsömdu efni frá Lúðra- sveitinni í söngleikjalög og jazz ásamt íslenskum lögum. 38 meðlimir Lúðrasveitarinnar ásamt fararstjórum og Karen Sturlaugsson, stjórnanda og Eyþórs Kol- beinssonar, aðstoðar stjórnanda, halda út til Was- hington í Bandaríkjunum um páskana og munu þar spila meðal annars á stórhátíð, í skemmtigarði og í skólum Bandaríkjanna. Þá munu þau nota ferðina og fara á tónleika og í skoðunarferðir um Bandaríkin. Dag ný Þ. Jóns dótt ir sópran, Rósalind Gísla-dóttir mezzó-sópran og Frank Kristinn Herlufsen píanóleikari flytja helgitónlist um páskana, nánar tiltekið á fimmtudaginn, 24. mars, skír- dag, í Kefla vík ur kirkju kl. 16:00 og í Grindavíkurkirkju, 2. í páskum, 28. mars kl. 14:00. Tónlistin sem þau flytja er; Stabat Mater eftir Pergolesi og aríur úr óratoríum eftir Bach. Tónleikarnir eru í boði menn- ingarnefnda Reykjanesbæjar og Grindavíkurbæjar og er því frítt inn á þá báða. Flytjendurnir búa á Suðurnesj- unum og sinna þar fjölbreyttum tónlistarstörfum. Tónleikar í Kirkjulundi á föstudag - Ameríka um páskana Helgitónlist um páskana Til sölu Scott snjóbretti, lítið notað og vel með farið. Festingar og gleraugu fylgja. Verð kr. 15.000,- Einnig til sölu Icerace's hokkí skautar. Stærð 41. Veð með farnir og lítið notaðir, svartir að lit. Verð kr. 5000,- Upplýsingar í síma 846 4471 Þórunn Maggý mun starfa hjá Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja þann 21. mars nk. Skúli Lórantzson mun starfa hjá félaginu þann 30. mars. Tímapantanir í símum 421 3348 og 866 0621

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.