Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.2005, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 17.03.2005, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 8 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra á ferð um Reykjanesbæ:stuttar F R É T T I R „Suðurnesjamenn hafa enga ástæðu til að vera svartsýnir hvað atvinnumálin hér á Reykjanesi varðar,” sagði Halldór Ás- grímsson, forsætisráðherra í heimsókn sinni á Víkurfréttum sl. fimmtudag. Halldór var í heimsókn í Reykjanesbæ í tengslum við opinn fund sem hann hélt í DUUS-húsum. Halldór heimsótti mörg fyrirtæki og stofnanir, fór m.a. í skóla, Heilbrigðisstofnun, Kaffitár og Samkaup. Hann mætti í fríðu föruneyti þeirra Hjálmars Árnasonar þingmanns, Eysteins Jónssonar aðstoðarmanns land- búnaðarráðherra, Steingríms Ólafssonar fjölmiðlafulltrúa, Kjartans Más Kjart- anssonar bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar og Ingva Þórs Hákonarsonar formanns ungra Framsóknarmanna á skrifstofu Víkurfrétta og skoðaði starfsemi fyrirtæk- isins en blaðið verður 25 ára síðar á árinu. Forsætisráðherra ræddi við Pál Ketilsson, ritstjóra Víkurfrétta, um starfsemi fyr- irtækisins og var hann hrifinn af vinnu- staðnum, og ánægður með heimsóknina. Ráðherra ræddi við starfsmenn Víkur- frétta og spurði um ýmislegt varðandi svæðið. Atvinnumálin, herinn og fleira komu upp í umræðunni og eins og fyrr greinir telur hann enga ástæðu til svart- sýni hér, síður en svo. Íþróttaminjasafn Reykja-nesbæjar hefur fengið til varðveislu upptökur af 29 íþróttaviðburðum á árinu 2004. Íþróttaminjasafnið var stofnað 5. júní 1998 en eitt af mark- miðum þess er að safna mynd- böndum og filmum af íþrótta- við burð um til þess að þær glatist ekki. Varðveisla íþrótta- viðburða er samkvæmt samn- ingi sem gerður var við Viðar Oddgeirsson sjónvarpsmann og hefur verið endurnýjaður árlega frá árinu 1998. Frumeintök eru geymd í Byggða- safni Reykjanesbæjar en hægt er að taka afrit af þeim til útláns. Margir einstaklingar nýttu sér þann möguleika á árinu auk fé- laga, m.a. notaði knattspyrnu- deild Keflavíkur efni úr safninu við gerð kynningarmyndbands vegna Reykjaneshallarinnar. Íþróttaminjasafn Reykjanes- bæjar samanstendur af ljós- myndum, blaðaúrklippum, 8mm kvik mynd um, mynd- böndum, verðlaunapeningum og ýmiss konar íþróttaáhöldum. Þessu til viðbótar var hrundið af stað verkefninu „Þeir gerðu garðinn frægan” þar sem tekin eru viðtöl við gamla íþrótta- kappa. Einnig er verið er að kanna kostnað við yfirfærslu á 8mm filmum sem Páll Jónsson fyrr- verandi Sparisjóðsstjóri hefur afhent Byggðasafninu til varð- veislu en hann tók m.a. nokkuð af myndum á filmu sem tengd- ust íþróttum á Suðurnesjum. Forsætisráðherra heimsótti Víkurfréttir VF -L JÓ SM YN D IR : Þ O RG IL S JÓ N SS O N 8 Reykjanesbær: Íþróttaviðburðir varðveittir á Íþróttaminjasafni Settir hafa verið upp nýir vegvísar við Reykjanes-brautina á síðustu dögum við mislæg gatnamót þar sem brautin hefur verið tvöfölduð. Athugull vegfarandi hafði sam- band við Víkurfréttir og benti á að á vegvísunum er umferð beint til Keflavíkur en ekki Reykjanesbæjar, þó svo Reykja- nesbær hafi verið til í áratug og á það lögð sérstök áhersla hjá bænum að fyrirtæki skrifi sig í Reykjanesbæ en ekki í Keflavík, Njarðvík eða Höfnum. Vegagerðin heldur sig hins vegar við Keflavík og smellir reyndar fyrir aftan nafnið tákni fyrir flugvöllinn, þar sem það er jú löngum vitað að erlendis fljúga menn til Reykjavíkur þegar þeir fara til Íslands, en ekki Kefla- víkur. Hvar er Reykjanesbær? Einn af vegvísunum góðu. VF -L JÓ SM YN D IR : H IL M AR B RA G I VF -L JÓ SM YN D IR : H IL M AR B RA G I

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.