Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.2005, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 17.03.2005, Blaðsíða 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 8 Aðalfundur Sparisjóðsins í Keflavík haldinn sl. þriðjudag: Ánægja með sparisjóðina meðal viðskiptavina þeirra er meiri en ánægja viðskiptavina annarra fjár- málafyrirtækja, samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar 2004. Niður- staðan á við um viðskiptavini samtals 23 sparisjóða um land allt sem starfa undir vörumerkinu SPARISJÓÐURINN. Íslenska ánægjuvogin er viðamikil könnun á viðhorfum landsmanna til 25 fyrirtækja í mismunandi atvinnugreinum sem IMG Gallup hefur framkvæmt árlega frá 1999. Sparisjóðirnir hafa frá upphafi, sex ár í röð, komið áberandi best út í sínum flokki. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu júlí til október 2004 og náði til 11.000 manna slembiúrtaks úr þjóðskrá á aldrinum 15-75 ára. Svarhlutfall var ríflega 56%. Munurinn á útkomu sparisjóðanna og annarra fjár- málafyrirtækja liggur utan skekkjumarka og telst því marktækur. Aðstandendur Íslensku ánægjuvogarinnar eru Stjórnvísi, Samtök iðnaðarins og IMG Gallup. Könnunin er hluti evrópsks sam- starfsverkefnis sem nefnist EPSI Rating, þar sem EPSI stendur fyrir European Perfor- mance Satisfaction Index. Hitaveita Suðurnesja hlaut við ur kenn-ingu í flokki veitufyr- irtækja hjá Íslensku Ánægju- voginni þriðja árið í röð. Við- urkenningar voru afhentar og niðurstöður Íslensku Ánægju vog ar inn ar voru kynntar 10. mars. HS hf tók fyrst þátt í könnuninni árið 2002 og hefur síðan skipað fyrsta sæti í sínum flokki. Ölgerðin Egill Skallagrímsson varð efst í heildina og flokki framleiðslufyrirtækja, í flokki fjármálafyr ir tækja urðu Sparisjóðirnir hlutskarpastir, Hitaveita Suðurnesja hf í flokki veitufyrirtækja og Olís í flokki smásölufyrirtækja. Eru þessi fyrirtæki því vinsæl- ustu fyrirtæki landsins sam- kvæmt mælingum Íslensku Ánægjuvogarinnar. Íslenska ánægjuvogin er fé- lag, sem Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Gallup, standa sameiginlega að um þátttöku í evrópsku ánægjuvoginni. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té sam- ræmdar mælingar á ánægju við skipta vina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð við- skiptavina. Mæling sem þessi er talin mjög mikilvæg þar sem rann- sóknir hafa sýnt fram á að því ánægðari sem viðskipta- vinir fyrirtækis eru því betri af komu getur fyrirtækið gert sér vonir um. Um er að ræða könnun á viðhorfum íslenskra viðskiptavina, þ.e. neytenda vöru eða þjón- ustu, til fyrirtækja í ýmsum greinum atvinnulífsins. Þetta er í fimmta sinn sem ánægja viðskiptavina er mæld með þessum hætti. Heildarúrtakið í könnuninni var um 11.000 manns úr þjóðskrá á aldrinum 15-75 ára. Viðskiptavinir Hitaveitu Suð- urnesja eru ánægðastir Viðskiptavinir sparisjóðanna ánægðastir sjötta árið í röð 8 Ánægjuvogin - fjármálafyrirtæki: 8 Veitufyrirtæki: Aðalfundur Sparisjóðsins í Keflavík var haldinn í Stapanum á þriðjudag. Geir mund ur Krist ins son, sparisjóðsstjóri kom víða við í ræðu sinni og fjallaði um sam- starf sparisjóðanna, efnahagsá- standið, fjármagnsmarkaðinn og hið ytra umhverfi sem Spari- sjóðurinn starfar í. Um efnahagsumhverfið hafði Geirmundur m.a. þetta að segja: „Í efnahagslegu tilliti einkendist árið 2004 af bjartsýni og þrótti. Hagvöxtur jókst annað árið í röð sem orsakast af aukinni einkaneyslu, auknum fjárfest- ingum og almennri bjartsýni neytenda. Ýmsar blikur eru þó á lofti um hækkandi verð- lag.” Geirmundur fjallaði einnig um sterkt gengi íslensku krón- unnar og þau áhrif sem það hefur á þjóðarbúið. Lántaka erlendis hefur aukist til muna sem leitt hefur til lægri vaxta- byrði en gengisáhætta hefur í staðinn aukist. Með tilkomu íbúðalána banka og sparisjóða hefur hlutur bankanna aukist í einstaklingslánum. Á árinu 2004 jukust útlán bankakerfis- ins alls um 47%, þar af jukust útlán til einstaklinga um 73% og útlán til lögaðila um 40%. Það sem einkenndi þó íslenskan verðbréfamarkað árið 2004 var þó líklegast útrás, eða sókn fyrir- tækja á erlenda markaði. Þvínæst fjallaði Geirmundur um málefni sparisjóðanna þ.á.m. stofnfjárbréfamarkað SPRON, samruna SPRON og SPV sem ekkert varð af og ný dótturfélög sparisjóðanna, en það er Fjárfest- ingafélag Sparisjóðanna og Verð- bréfaþjónusta Sparisjóðsins. Eitt stærsta mál síðasta árs var framboð banka og sparisjóða á íbúðalánum á lægri vöxtum en áður þekktist. Í desember gengu Sparisjóðirnir síðan til samstarfs við Íbúðarlánasjóð um nýja leið við fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Þetta aukna framboð hefur skilað sér í lægri greiðslubyrði, hærra veðhlutfalli og hærra fasteignaverði. Á árinu var gerður samningur við Lífeyrissjóð Suðurnesja um eignastýringu á hluta af eignum lífeyrissjóðsins. Með framan- greindum samningi er verið að auka samstarf aðilanna og um leið verið að auka umsvif Viðskiptastofu Sparisjóðsins og treysta enn frekar þá starfsemi sem þar fer fram. Enn og aftur kemur í ljós að við- skiptavinir Sparisjóðanna eru þeir ánægðustu í íslenska banka- kerfinu, því nú fyrir nokkrum dögum kom í ljós að í sjötta skipti koma Sparisjóðirnir út sem sig ur veg ar ar ís lensku ánægjuvogarinnar, en þessi viðamikla könnun á ánægju við- skiptavina íslenskra fyrirtækja var fyrst gerð árið 1999. Geirmundur fór yfir ársreikning- inn þar sem kom fram að hagn- aður Sparisjóðsins árið 2004 er 408 millj. kr. og þar vegur geng- ismunur einna þyngst. Að lokum sagði Geirmundur þetta: „Nú á tímum harðnandi sam- keppni hefur verið enn meiri ástæða en áður fyrir sparisjóð- ina í landinu til að snúa bökum saman og efla samstarf á þeim sviðum þar sem það er hag- kvæmt. Samstarfið á vettvangi Sambands íslenskra sparisjóða og Sparisjóðabankans hefur verið mjög mikilvægt í gegnum tíðina - sérstaklega fyrir hina minni sparisjóði - og gert spari- sjóðina að því sterka afli sem þeir eru í samkeppni við fjár- hagslega öflugri banka. Þróunin síðustu misseri hefur orðið sú í þessu samstarfi að stærsti sparisjóðurinn - SPRON - hefur að mestu dregið sig út úr samstarfi um markaðsmál o.fl. Þetta er mjög bagalegt vegna þess að kostnaður eykst þá mjög mikið en SPRON nýtur auð- vitað góðs af hinu sameiginlega markaðsstarfi. Ég tek það fram að ég hef að mörgu leyti skiln- ing á ástæðum SPRON fyrir því að draga sig út úr sambandinu, reyndar má segja að þeim hafi hálfpartinn verið vísað á dyr. Þetta er óá sætt an leg staða að mínu mati, sundr ung á þessum tímum, er óskynsam- leg og óskiljanleg í raun. Við hjá Sparisjóðnum í Keflavík höfum jafnan talað máli sátta í þessu samstarfi og reynt að leiða deilandi aðila saman. Ég lít svo á að á næstunni muni reyna frekar á þessi mál og þá jafnframt sameiginlega stefnu- mótun á vettvangi sparisjóð- anna. Fyrir mitt leyti tel ég að Sparisjóðurinn í Keflavík eigi að halda öllum leiðum opnum í þessu sambandi, þ.e.a.s. hvað varðar samstarf við aðra spari- sjóði og önnur fyrirtæki. Þess má m.a. geta í því sam- bandi að við höfum nú t.d. und- irritað viljayfirlýsingu við VÍS um sölu trygginga fyrir þá og Sparisjóðurinn hefur nýverið samið við Lífeyrissjóð Suður- nesja um stórfellda þjónustu á sviði eignastýringar eins og ég nefndi áður. Önnur mál hafa verið til skoðunar hjá stjórn sparisjóðsins, sem öll miða að því að styrkja stöðu sjóðsins sem sjálfstæðrar einingar. Þetta er ekki gert í þeim tilgangi að brjótast út úr sparisjóðafjöl- skyldunni heldur að efla spari- sjóðinn, sem er á okkar svæði í því hlutverki að vera leiðandi aðili, og þarf því að geta boðið alla þjónustu við bæði fólk og fyrirtæki. Á næsta starfsári getur þurft að taka afstöðu til stórra mála s.s. frekari útvíkkunar á starfsem- inni, samstarfs sparisjóðanna og tækifæra í samstarfi við aðra að- ila. Mikilvægt er að mínu mati að við séum á þessum tímum opin fyrir öllum góðum málum og þá er mikilvægt að stofnfjár- eigendur veiti stjórn sjóðsins umboð til slíkra verka. Að lokum vil ég þakka stofnfjár- eigendum, starfsfólki og stjórn sjóðsins fyrir gott og ánægjulegt samstarf á liðnu starfsári.” Sparisjóðir snúi bökum saman

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.