Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.2005, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 17.03.2005, Blaðsíða 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 15% afsláttur af öllum veitingum 15-50% afsláttur af töskum 15% afsláttur af öllum snyrtivörum 15% afsláttur af allri vöru frá Sand 20% afsláttur af Gucci og Dior sólgleraugum fia› er vor í lofti í Flugstö› Leifs Eiríkssonar. Dagana frá 15. til 28. mars ver›a verslanir á svæ›inu me› spennandi tilbo› á ‡msum vörum. Allir farflegar, sem mæta í innritun fyrir kl. 6 a› morgni, fá páskagjöf og njóta sértilbo›a í verslunum flugstö›varinnar. – sérstakur gla›ningur fyrir árrisula tilbo›sdagarí Leifsstö› 30% afsláttur af herrayfirhöfnum 15% afsláttur af Baguette m/skinku og osti, kaffi Latte og ferskum appelsínusafa 20% afsláttur af Cintamani flíspeysum og Teva sandölum fieim sem mæta á einkabílum fyrir kl. 6 b‡›st a› geyma bílinn frítt í tvo sólarhringa á bílastæ›i Securitas. fieir sem taka rútu Kynnisfer›a kl. 5.00 fá 15% afslátt. Páskagjöfin er afhent í innritunarsal og í afgrei›slu Securitas á bílastæ›um. Athugi› a› innritun hefst kl. 5.00. FRÍHÖFNIN Hall dór Ás gríms son, forsætisráðherra, seg-ist nokkuð viss um að ef kaupmenn ætli sér að tapa fleiri hund ruð millj ón um króna á mánuði í verðstríði lágvöruverðsverslana, þá reyni þeir að ná kostnaðinum af neyt- endum, þó síðar verði. „Ég botna nú bara ekkert í því hvernig menn geta selt mjólk- ina á eina krónu eða gefið hana. Þetta er fínt fyrir neytendur og fínt fyrir vísitöluna. Býst ekki við að þetta verði til langframa. Það er mín reynsla að það komi nú alltaf að því að neytendur borga þetta með einum eða öðrum hætti,” sagði forsætisráð- herra í viðtali við Víkurfréttir í gærkvöldi. Halldór Ásgrímsson kynnti sér verðstríð lágvöruverðsverslana á föstudag og skoðaði vöruúrval og verð í verslun Kasko í Reykja- nesbæ. Þar mátti fá mjólkurlítra á eina krónu og ýmsa ávexti á 6- 7 krónur kílóið. Íslensk agúrka kostaði 12 krónur og gosdrykkir seldust fyrir nokkra tugi króna í 2ja lítra umbúðum. Forsætisráðherra komst að því að kjötvara væri ennþá á eðli- legu verði og slagurinn væri ekki byrjaður um páskaeggin. Halldór hafði það á orði að hann hafi hugleitt það að fresta stjórnmálafundi sem hann hélt í Reykjanesbæ þá um kvöldið og fara frekar að versla til heim- ilisins. 8 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra í samtali við Víkurfréttir: Tapa hundruðum milljóna á verð- stríði lágvöruverðsverslana Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, skoðar vöruúrval og verð í Kasko í Keflavík ásamt þeim Hjálmari Árnasyni, alþingismanni, Skúla Þ. Skúlasyni, starfsmannastjóra Samkaupa hf. og Guðjóni Stefánssyni, framkvæmdastjóra Samkaupa. FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222 Banda ríski tón list-ar mað ur inn Phil Elvrum, sem flestir þekkja sem The Microph- o nes, mun heiðra okk ur S u ð u r n e s j a m e n n m e ð nær ver u sinni og koma fram á tón leik um und ir n a f n i n u Mo u n t E e r i e í kvöld í Frumleikhúsinu við Vesturbraut í Keflavík. Mun hann, ásamt konunni sinni sem kemur fram undir nafn- inu Woelv, leika á nokkrum tónleikum á Íslandi og þeir fyrstu fara fram í Frumleik- húsinu, Keflavík. Hann mun síðan í framhaldi af þeim koma tvisvar fram í höfuð- borginni. Fyrir þá sem ekki vita er El- vrum einn virtasti tónlistar- maður jaðargeirans í tónlist í dag og til marks um það valdi Pitchforkmedia meistara- verkið The Glow pt. 2 plötu ársins 2001. Reyndar voru mun fleiri sammála en of langt mál væri að telja upp allt það lof sem Elvrum hefur fengið fyrir verk sín. Fyrir þá sem vilja kynna sér þau má benda á http://www.kpunk. com/ en þar má m.a. heyra tóndæmi. Allir sem hafa gaman af að kynna sér nýja tónlist ættu að mæta í Frumleikhús ið á fimmtudagskvöld og sjá þennan einstaka tónlistar- mann. Ásamt honum mun Þórir koma fram. Húsið opnar kl. 20:00 og kostar kr. 500,- inn og ekkert aldurstakmark. 8 Frumleikhúsið í Keflavík: VF -L JÓ SM YN D IR : H IL M AR B RA G I B ÁR Ð AR SO N Mount Eerie í kvöld Víkurfréttir koma út á miðvikudag í næstu viku! Auglýsingasíminn er 421 0000

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.