Víkurfréttir - 12.05.2005, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR I 19. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 12. MAÍ 2005 I 15
Landsbankadeildir
karla og kvenna
Boltasumarið 2005
-Blaðauki Víkurfrétta
Á mánudag rennur upp langþráður dagur fyrir mikinn fjölda Íslendinga þar sem
keppni hest að nýju í efstu deildum knattspyrnunnar.
Suðurnesjaliðin hafa sinn sess á meðal þeirra bestu sem endranær, en þetta árið
tefla Keflavíkurstúlkur fram liði í efstu deild í fyrsta skiptið í mörg ár.
Þær tefla fram ungum og efnilegum stúlkum í bland við eldri og reyndari leikmenn
og er þeim spáð að enda um miðja deild. Stemmningin er mikil og góð í kringum
liðið og er stuðningsfólk þessa dagana að búa sig undir skemmtileg fótboltasumar.
Karlaliðin hafa gengist undir miklar mannabreytingar þar sem Keflavík missti flesta
sína bestu menn í atvinnumennsku eða í önnur lið og Grindavík missti framherja
sína þá Grétar Hjartarson, sem fór til KR og Orra Frey Hjaltalín, sem meiddist illa
og verður ekki með í sumar.
Þeim er spáð misjöfnu gengi, Grindavík er talið líklegt til að falla, en þeir láta slíkt
sem vind um eyru þjóta þar sem þeir hafa áður komið á óvart. Keflvíkingar eru
nú með nýjan mann í brúnni, Guðjón nokkurn Þórðarson sem hefur náð góðum
árangri með öllum þeim liðum sem hann hefur þjálfað. Sama hvernig fer verður
deildin eflaust spennandi fram á síðustu stundu.
Skemmtilegt fótboltasumar framundan