Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.2005, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 09.06.2005, Blaðsíða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is, postur@vf.is Þorgils Jónsson, sími 421 0003, gilsi@vf.is, sport8vf.is Margrét Engilberts, sími 421 0004, margret@vf.is Atli Már Gylfason, sími 421 0014, atli@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0001, jbo@vf.is Víkurfréttir ehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Anita Hafdís Björnsdóttir, s: 421 0013, anita@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og vikurfrettir.is Stefanía Jónsdóttir, sími 421 0012, stebba@vf.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 1010, aldis@vf.is 8 RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15 Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222 - sjá vef Víkurfrétta, www.vf.is 8 Kallinn á kassanum FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222 Vals fimmtud ags EFTIR VAL KETILSSON Kiwanis klúbb ur inn Keil ir af henti fyrir helgi Frið riki Guð- mundssyni Dell fartölvu og tösku að gjöf. Tölvan kemur sérstaklega vel að notum þar sem Friðrik ætlar sér að hefja nám í Fjölbrautaskóla Suður- nesja næstkomandi haust. Bræðurnir Sigurður og Friðrik hafa verið skjólstæðingar Keilis í gegnum árin en sá fyrrnefndi hefur fengið nokkrar tölvur að gjöf frá Kiwanisklúbbnum. Nú var því komið að því að styrkja yngri bróðurinn. Næsta mál á dagskrá samkvæmt þeim Ragnari Erni Péturssyni og Erlingi Hannessyni Kiwan- ismönnum verður að endurnýja húsgögn í eldhúsinu. Kiwanisklúbburinn Keilir kom færandi hendi Keilir afhenti Friðriki fartölvu Breytingum háð Hvar annarsstaðar en hér rignir haglélum á stærð við tyggjókúlur? Ég meina nú svona á miðju sumri, í sól og blíðu? Kannski í Ameríku þar sem allt er stórt og mikið? Öfgarnar hér hafa alltaf verið til staðar og eru ef eitt- hvað, að aukast. Ef við lítum bara á veðurfarið, þá hafa veturnir undanfarin ár hafa verið mildir og snjóléttir og sumrin afskap- lega hlý og þurr. Þessar gusur sem komu um helgina og í byrjun vikunnar, eru bara lausleg dæmi um breytingar í umhverfinu. Ég upplifði þó litlar breytingar á umhverfinu í síðustu viku þegar ég var staddur á Spáni, í litlu kósí sumarhúsahverfi nálægt Alicante. Ég hafði reyndar ekki komið til þangað í heil fimm ár og hélt því að margt hefði breyst á þeim tíma. Merkilegt nokk en þá var nánast allt á sama stað, sömu kallarnir á veitingastöðunum, sömu kerlingarnar á básunum á ströndinni, hitastigið og sólin söm við sig að ógleymdri síestunni. Yndislegt! Fannst ég vera kominn heim. Það eina sem verulega hafði breyst var að húsin sem eitt sinn höfðu verið fá, höfðu margfaldast að tölu og íbúarnir sem kjósa að dvelja þar, voru afskaplega breskir í útliti og hegðun en þjóðverjarnir voru flestir á bak og burt og farnir til hagstæðari landa, þar sem evran hefur enn ekki haldið innreið sína. Já, það gerðist það sama á Spáni og þegar núllin voru klippt aftan af krónunni á Íslandi fyrir aldarfjórðungi síðan, verðlagið snarhækkaði með lægri einingum af evru í stað peseta. Grazias! Það sem ég átti þó erfiðast með að skilja í þessu spænska umhverfi, var að þeim er ekkert sérlega kært um umhverf-ismálin í veraldlegum skilningi. Ruslið í ruslatunnunni út við götuhorn var nánast eins og skólabókardæmi um hvernig ekki á að flokka. Afklippur úr garðinum, steypuklumpar, timbur, stál og heimilissorp, lá allt í sömu tunnunni og ég var kominn að því að standa upp á veiklulegum trékassa, sem lá þarna í hrúgunni og halda fyrirlestur um hvernig við flokkum heima í Kölku. Það reyndist þó allt of seint því einhver Spán- verjinn var búinn að hirða hann áður en ég lét til skarar skríða. Jæja, ekki alslæmt en mig grunar þó að þeir viti svo sannarlega ekki að staðardagskrá 21 er komin á koppinn. Mestu viðbrigðin eða öllu heldur vonbrigðin voru samt þau, að það ætlar að reynast þessari þjóð erfitt að temja sér mannasiði í reykingamálum. Á meðan landinn hýrist undir húsvegg og nærist á nikótínnöglum, í nær öllum veðrum og veðravítum á Íslandi, þá leyfa Spánverjarnir sér ennþá að reykja þar sem þá listir og ég meina, hvar sem er. Þú ferð út í búð og þar er reykt, út í banka og þar er reykt, á veitingastað og þar er allsstaðar reykt, á skrifstofu og þar er reykt, jafnvel í kirkju er reykt. Ég nánast missti allt álit á þessum sólbrúnu saltfiskunnendum sem hafa tekið mér opnum örmum frá fyrstu tíð og hleypt mér í menningarheim þeirra á undan- förnum áratugum. En sumt bara breytist ekki, að minnsta kosti ekki strax enda þjóðin alvön því að segja; manjana senior, manj- ana (á morgun)!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.