Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.2005, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 09.06.2005, Blaðsíða 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Laugardaginn 4. júní sl. voru 16 nem end ur í staðbundnu leiðsögu- námi útskrifaðir hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Námið hófst í febrúar 2004 og lauk í maí 2005. Námið var 192 kennslustundir að lengd og veitir 16 einingar. Í náminu var m.a. farið í jarðfræði, gróður- og dýralíf, ferðaþjónustu, vett- vangsnám, leiðsögutækni og svæðalýsingar. Farnar voru fjöl- margar ferðir um svæðið þar sem nemendur nutu fróðleiks bæði heimamanna og leiðsögu- manna. Útskriftin fór fram í húsnæði Miðstöðvarinnar að Skólavegi 1. Guðjónína Sæmundsdóttir forstöðumaður MSS sagði frá tildrögum námsins en einn aðal- hvatinn fyrir því að koma nám- inu á var lélegt atvinnuástand sem ríkti á Suðurnesjum fyrir 2 árum. Þegar hafinn var undir- búningur við námið kom í ljós að það væri kostnaðarsamt og hófst þá vinna við að leita eftir styrkjum. Nokkrir aðilar styrktu námið og var þeim þakkað sérstaklega fyrir. Þessir aðilar voru at vinnu ráð SSS, SBK, Sparisjóðurinn, Íslandsbanki, Hitaveitan og Starfsmenntaráð. Einnig voru nokkrir aðilar sem styrktu námið með kennslu s.s. Fræðasetrið í Sandgerði, starfsmenn Reykjanesbæjar, Garðs og Grindavíkur. Í máli Guðjónínu Sæmundsdóttur, for- stöðumanns MSS, kom fram að áætlað væri að fara af stað með annað leiðsögunám í byrjun árs 2006. Því ættu allir sem hafa áhuga, að skrá sig hjá MSS sem fyrst. Staðbundið leiðsögunám hefur einungis einu sinni verið haldið á Suðurnesjum áður og eru um 20 ár síðan. Helga Ingi- mundardóttir, sem var ein af þeim sem útskrifuðust þá, sagð- ist í tilefni útskriftarinnar vera mjög glöð þar sem hún þyrfti ekki að vera eins einmana í þessu starfi hér eftir. Nú kæmu fleiri félagar í stéttina. Árni Sig- fússon, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar, sagði m.a. að væntingar til hópsins væru miklar og að þau muni ýta enn frekar undir aukna ferðamennsku á svæð- inu. Stefán Helgi Valsson, einn af kennurum námsins, sagði að mikið hefði verið rætt um það í náminu að Suðurnesin væri fallegasti staður á landinu. Hans hlutverk að kenna leiðsögu- tækni og tungumálanotkun en lærði hann ótrúlega margt um svæðið af nemendum. Hann heillaðist af sögu og náttúru Reykjaness og í dag væri hann sammála því að það væri eitt af fallegustu svæðunum á landinu og hlaut hann mikið lófaklapp viðstaddra fyrir þessi orð. Að sögn Guðjónínu Sæmunds- dóttur, er um að ræða mjög öfl- ugan hóp leiðsögumanna sem var að útskrifast og er mikils að vænta frá þeim í framtíðinni. Eftir útskrift stofnuðu þau sjálfs- eignastofnunina sem ber nafnið Leiðsögumenn ses. Tilgangur stofnunarinnar er að stuðla að aukinni kynningu á svæðinu á meðal fagfólks í ferðaþjónustu, íbúa, almennings og ferða- manna. Efla jákvæða ímynd svæðisins sem ferðamanna- staðar fyrir erlenda og innlenda ferðamenn. Miðla sögu svæðis- ins til íbúa, almennings og ferða- manna. Selja ferðir um Reykja- nes með faglegri leiðsögn út- skrifaðra leiðsögumanna. Ljóst er að þessi hópur mun fjölga ferðamönnum á svæðinu, sem leiðir til tekjuaukningar í ferða- þjónustu á Suðurnesjum. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum: Útskrift 16 staðbundinna leiðsögunema frá MSS Stjórn Leiðsögumanna ses. Útskriftarhópurinn. Ljósmyndir: Oddgeir Karlsson.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.