Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.2005, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 09.06.2005, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I 23. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 9. JÚNÍ 2005 I 21 Af reks braut íþrótta-manna er ný af nálinni á Íslandi en þar er ungu fólki gefið einstakt tækifæri til þess að stunda íþróttir af kappi undir handleiðslu fær- ustu þjálfara meðfram góðu og traustu námi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sigurður Ingimundarsson er um- sjónarmaður afreksbrautarinnar en hann er fær á báða vígvelli þ.e.a.s. námið og íþróttirnar. Námið er samstarfsverkefni hjá Íþróttaakademíunni og Fjölbrautaskóla Suðurnesja en boðið verður upp á fjórar íþróttagreinar. Þær eru golf, körfu bolti, knatt spyrna og sund. „Við erum með mjög færa þjálf- ara í öllum greinum. Guðni Kjartansson verður með knatt- spyrnuna, Brynjar Eldon Geirs- son með golfið, ég með körfu- boltann og Ingi Þór Einarsson með sundið,” sagði Sigurður í samtali við Víkurfréttir. Nem- endum verður leyft að velja um þrjár stúdentsbrautir en þær eru náttúrufræði, málabraut og fé- lagsfræðibraut. „Þetta tækifæri hefur ekki bðið áður en hún á eftir að reynast dýrmæt reynsla fyrir alla sem nýta sér það. Kennsl an og þjálfunin verður einstaklings- bundin þannig að hver og einn bætir mjög mikið við sig í sinni íþrótt,” bætti Sigurður við. Hluti af starfi Sigurðar felst í því að hafa samband við félags- lið þeirra nemenda sem munu stunda nám á afreksbrautinni. „Ég mun verða í sambandi við liðin og fylgjast náið með æf- ingaálagi og öðru svo þau séu að fá sem mest út úr þjálfuninni frá okkur.” Sigurður hlakkar til að takast á við þetta nýja verkefni enda reynsla hans töluverð á bæði sviðum. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og líka frábært að svona nám sé komið til lands- ins hvað þá til Reykjanesbæjar,” sagði Sigurður. Gert er ráð fyrir því að um 30 nemendur stundi nám á afreks- mannabrautinni til að byrja með en þó er ekki búið að ákveða það endanlega. „Ég held að það stefni í góða aðsókn og gæti jafnvel séð það fyrir mér að krakkar af landsbyggðinni sæki í þetta nám.” Sigurður telur að fyrsti árgangur- inn sem útskrifast af brautinni verði fullur af afreksmönnum sem við eigum eftir að sjá tölu- vert af í framtíðinni. „Stefnan er að útskrifa af þessari braut mikið afreksfólk í íþróttum.” Sigurður mun láta af störfum sem aðstoðarskólastjóri í Myllu- bakkaskóla eftir að hafa starfað hjá skólanum frá 1990. Sigurður hefur í ýmis horn að líta en hann er þjálfari Íslands- meistara Keflavíkur í körfubolta og einnig þjálfari íslenska lands- liðsins en aðalverkefni liðsins eru í september. „Eftir þau verk- efni þá sé ég til hver framtíðin verður en samningur minn mun þá renna út,” sagði Sigurður að lokum. Sigurður Ingimundarson stýrir afreksbraut FS Ef hug mynd ir Stef áns Jóns Haf stein. borgarfulltrúa í Reykjavík, um framtíðarskipulag Reykjavíkurborgar verða að veruleika geta Suður- nesjamenn stytt leið sína frá miðborg Reykjavíkur til Reykjanesbæjar um allt að 20 mínútur. Hugmyndir Stef- áns fela það í sér að lengja Suðurgöt- una í Reykjavík yfir á Álftanes og grafa þaðan jarðgöng sem kæmu upp sunnan við álverið í Straumsvík. Þessar hugmyndir Stefáns eru þó ekki nýjar af nálinni því Eysteinn Jónsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra og framsóknarmaður úr Reykjanesbæ, viðraði slíkar hugmyndir í grein sem hann skrifaði í Víkurfréttir 18. nóvem- ber í fyrra. Hugmyndin er áhugaverð og miðar í raun að því að flytja innanlandsflug til Keflavíkur. Jarðgöng Eysteins til umræðu í borgarstjórn Sigurður og sonur hans, Nói. Sigurður er nýorðinn pabbi að nýju en hann og Halldís kona hans eignuðust annan son fyrir nokkrum dögum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.