Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.2005, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 09.06.2005, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR I 23. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 9. JÚNÍ 2005 I 11 Olíufélagið ESSO er kraftmikið þjónustufyrirtæki. Hlutverk þess er að sjá fólki og fyrirtækjum fyrir orku, rekstrarvörum og þægindum með ánægju viðskiptavina að leiðarljósi. Samstarfssamningur Olíufélagsins við EXXONMobil veitir því einkarétt á notkun vörumerkis ESSO á Íslandi, án þess að um eignaraðild sé að ræða. Höfuðstöðvar Olíufélagsins eru að Suðurlandsbraut 18 í Reykjavík en félagið rekur um 100 bensín-og þjónustustöð- var víða um land. Hjá fyrirtækinu starfa um 400 manns. Velkomin í Lyf og heilsu í dag fimmtudag og á morgun föstudag. Ráðgjafi frá Dior á staðnum frá kl: 14:00 til 18:00 Kynnum meðal annars: -Capture R60/80 kremið -með nýrri formúlu. Flottar nýjungar í förðunarlínu Dior. Fullt af nýjum tilboðum. Þær sem versla vörur frá Dior þessa daga fá óvæntan glaðning Brunavarnir Suðurnesja gáfu út nýverið bæk-ling sem dreift var í öll heimahús á Suðurnesjunum en markmið bæklingsins er að upplýsa það helsta um starf- semi og rekstur Brunavarna Suðurnesja. Sigmundur Eyþórsson, slökkvi- liðsstjóri, sagði í samtali við Víkurfréttir að bæklingurinn sé gefinn út í forvarnarskyni og sýni fram á gildi og mikilvægi starfseminnar. Ýmsar upplýsingar má finna í bæklinginum um t.d. hreyf- ingar slökkviliðsins og kemur þar með al ann ars fram að Brunavarnir Suðurnesja fara í u.þ.b. 1500 útköll á ári. Ef bera á saman útköll á milli ára þá kemur í ljós að útköllum hefur fjölgað með árunum en það má rekja til fólksfjölgunar á svæð- inu. Á árinu 2004 voru eldar í byggingum á svæði Brunavarna Suðurnesja 25 og voru umferðar- slys, þar sem Brunavarnir Suður- nesja komu við sögu, 12. Viðvör- unarkerfi eru einnig stór hluti út- kalla hjá slökkviliðinu en fjöldi útkalla vegna þeirra voru um 61. Brunavarnir Suðurnesja sáu um og skipulögðu 13 rýminga- æfingar hjá skólastofnunum í Reykjanesbæ, Garði og Vogum. Flestar eru hreyfingar eða útköll slökkviliðsins á milli 12:00 og 17:00. Sjúkraflutningar eru umfangs- mesti þáttur starfseminnar en flutningar voru 1231 á síðasta ári. 138 flutningar voru á milli stofnanna en 47 útköll vegna sjúkraflutninga voru afgreidd á staðnum. Flestir sjúkraflutningar eiga sér stað á milli 12:00 og 17:00. Brunavarnir Suðurnesja: Um 1500 útköll á ári FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.