Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.2005, Síða 29

Víkurfréttir - 16.06.2005, Síða 29
VÍKURFRÉTTIR I 24. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 16. JÚNÍ 2005 I 29 Háskólasetur fær afhent húsnæði í Sandgerði: Sandgerðisbær afhenti Háskóla-setri Suðurnesja húsnæði til notk-unar nú í vikunni. Húsið, sem Sandgerðisbær gerði upp og innrétt- aði, er hluti af Garðvegi 1 en það hýsir einnig Rannsóknastöðina í Sandgerði, Náttúrustofu Reykjaness og Fræða- setrið. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar, afhenti Páli Skúlasyni, rektor Háskóla Íslands, lykilinn að nýja húsnæðinu en samstarf á milli Háskólaseturs Suðurnesja og Há- skóla Íslands hófst árið 1992. Háskólasetrið, sem stofnað var í fyrra, er vettvangur kennslu og rannsókna á Suð- urnesjum en á vegum Háskólans hafa einkum farið fram rannsóknir á áhrifum mengandi efna á sjávarlífverur og verk- efni tengd fisksjúkdómum. „Við höfum stefnt að þessu Háskólasetri lengi og lögðum mikið til svo þetta gæti orðið að veruleika,” sagði Sigurður Valur. Fyrr um daginn var haldin ársfundur og málþing Stofnunnar fræðasetra Há- skóla Íslands en þar var fjallað um svæð- isbundnar áherslur í rannsóknum og þróunarstarfi. Valgerður Sverrirsdóttir, iðnaðarráðherra, ávarpaði fundinn en á honum voru kynntar niðurstöður vinnu- hópa um rannsóknartækifæri á Íslandi. Brúðkaup: atli@vf.is Elsku Anna María og Ronnie. Innilegar hamingjuóskir með brúðkaupsdaginn 14. maí. Ástarkveðjur, fjölskyldan. Háskólasetur opnar í Sandgerði Margt góðra gesta var í Sandgerði á þriðjudag, s.s. háskólarektor og einnig Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, sem ávarpaði samkomuna.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.