Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.07.2005, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 07.07.2005, Qupperneq 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT898 2222 Málefni hælisleitenda: Það er allt svo frítt þetta fimmtuga fólk. MUNDI Mundi Tekið var á móti 56 einstaklingum í hælis-leit á árinu 2004, 38 körlum, 10 konum og 8 börnum. Kemur þetta fram í ár- skýrslu fjölskyldu- og félagsþjónustunnar fyrir síðasta ár. Meðalaldur fullorðinna var um 27 ár. Börnin voru á aldrinum 6 vikna til 8 ára. Eitt barn var í grunnskóla í Reykjanesbæ, en dvalartími einstak- linga og fjölskyldna var mjög misjafn eða frá sóla- hring upp í níu mánuði. Í febrúar 2004 skrifuðu Reykjanesbær og Útlend- ingastofnun undir samning þess efnis að Fjöl- skyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar skyldi sjá um ummönnun við hælisleitendur á Íslandi á meðan mál þeirra eru til afgreiðslu hjá íslenskum stjórnvöldum. Kemur það fram í skýrslunni að þessi málaflokkur falli vel að störfum félagsþjónustunnar. Fjöl- skyldu- og félagsþjónusta gerði sömuleiðis samn- ing við gistiheimili í Reykjanesbæ um húsnæði og fæði fyrir þá einstaklinga sem leita hælis á Íslandi. Þeir sem leituðu hælis á árinu 2004 komu frá ýmsum þjóðlöndum eins og: Angóla, Congó, Eþíópíu, Mauritaníu, Nigeríu, Nýju-Guineu, Sierra Leone, Súdan, Alsír, Búlgaríu, Armeníu, Rússlandi, Hvíta Rússlandi, Rúmeníu, Moldavíu, Albaníu, Tjetseníu, Afganistan, Irak, Íran, Ísrael, Tadjikistan, Sri-Lanka og Víetnam. Fæð ing ar deild Heil-brigðisstofnunar Suð-urnesja lokar ekki í sumar. Deildin hefur alltaf haft opið yfir sumartímann að undanskildum tveimur sumrum. Þó mun deild in færa sig nokkuð um set þetta árið og fer yfir á D - deild frá og með 1. júlí til 15. ágúst. Er þessi flutningur gerður til hægð- arauka en fæðingardeildin mun notast við sólskálann og fjórar innstu stofurnar. Þjónustan verður með sama hætti og venjulega þrátt fyrir þessa til færslu, jafnframt helst símanúmer deildarinnar óbreytt. Þó mun þurfa að sækja ein- hverja þjónustu til Reykja- víkur þar sem skurðstofan verður lokuð í sumar. Hægt verður að koma til baka í sængurlegu ef þess er óskað. margret@vf.is Aðgerðin fer fram í Sví-þjóð 1. ágúst næstkom-andi og mun hann fara út nokkrum dögum fyrr, ásamt foreldrum sínum og ömmu. Undirbúningurinn fyrir kuð- ungsígræðsluna er þegar haf- inn og hef ur Óðinn farið í margskonar rannsóknir hér á landi sökum þessa. Kuðungur verður græddur í annað eyrað hans og er áætlað að Óðinn Freyr og fjölskylda verði úti í um viku. Ef allt gengur að óskum mun hann fara aftur til Svíþjóðar eftir sex mánuði og þá yrði gerð sams- konar aðgerð á hinu eyranu. Leikskólinn Gefnarborg sem Óð- inn Freyr er á, hélt meðal ann- ars kökubasar og málverkasýn- ingu fyrir nokkru, þar sem allur ágóði rennur til styrktar honum og fjölskyldu hans. Fjáröflunin hefur gengið mjög vel og þegar hafa safnast 350 þúsund krónur. En betur má ef duga skal og reikningurinn er því enn opinn, reikningsnúm- erið er 1192- 05- 300522 og kt: 210103-2280. Starfsfólk leikskólans vill koma á framfæri þökkum til allra sem lögðu söfnuninni lið og óskar Óðni Frey góðs gengis í aðgerð- inni. margret@vf.is Fæðingardeild HSS opin í sumar Reykjanesbær tók á móti 56 einstaklingum í hælisleit ÓÐINN FREYR FER UTAN Í AÐGERÐ EFTIR MÁNUÐ

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.