Víkurfréttir - 07.07.2005, Síða 13
VÍKURFRÉTTIR I 27. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 7. JÚLÍ 2005 I 13
����������������������������
����������������
safnsstjóri, hóf að safna gömlum
munum, sem flestir tengdust sjó-
sókn. Í kjölfar sýningar í Gerða-
skóla í tilefni 120 ára afmælis
skólans árið 1992 komst hreyf-
ing á safnamálin og framhaldið
þekkja flestir Garðmenn. Fengin
voru útihús við Garðskagavita
og þar var safninu komið fyrir.
Það hefur síðan hlaðið utan á
sig og í dag er safnið í glæsilegu
sýningarhúsi. Það var Björn G.
Björnsson, sýningahönnuður
sem skipulagði sýninguna. Sjó-
minjar, bátar og vélarnar eru í
nýja sýningarsalnum, áhöld til
landbúnaðar eru í gömlu hlöð-
unni og ýmsar sérsýningar eru
á efri hæð hlöðunnar. Þar er
einnig fyrirhugað að koma upp
mynda- og skjalasafni. Í gamla
fjósinu er sýnt gamalt heimili;
búr, eldhús og stofa.
Eins og fyrr segir er byggða-
safnið opið alla daga kl. 13-
17. Kaffiterían á Garðskaga,
Útsýnis- og veitingastaðurinn
Flösin, er hins vegar opin frá
kl. 13-24 alla daga. Þar er hægt
að fá keyptar léttar veitingar og
njóta útsýnis yfir Faxaflóann.
Síðustu daga hafa hvalavöður
verið uppi í landsteinum og
alla daga er fólk að sjá sjaldséða
fugla á vappi í fjörunni. Hægt
er að setjast niður inni á veit-
ingastaðnum eða fara út á rúm-
góðar svalir og njóta veitinga
þar á fallegum degi. Næsta verk
er að koma upp útsýnisskífu á
svölunum og að bjóða fólki að-
gang að sjónaukum. Þá hefur
það einnig verið nefnt að setja
upp ratsjá á Garðskaga og bjóða
fólki þannig að fylgjast með
skipaumferð.
Á jarð hæð und ir veit inga-
staðnum er síðan sýningarað-
staða þar sem listafólki stendur
til boða að setja upp listsýn-
ingar. Sýningum verður skipt
ört út, þannig að sem flestir lista-
menn fái tækifæri til að sýna
og selja list sína á Garðskaga.
Þá gera menn sér vonir um að
hægt sé að nýta aðstöðuna á
Garðskaga fyrir minni fundi og
veislur utan hins hefðbundna
ferðamannatíma.
Aðalverktakar að byggingu
Byggðasafnsins á Garðskaga
voru þeir Bragi Guðmundsson
byggingaverktaki og Tryggvi
Einarsson jarðvinnuverktaki.
Kostnaður við byggingu safns-
ins og frágangs á umhverfi á
Garðskaga er um 100 milljónir
króna.
Garðmenn opna nýtt safnahús
Guðni Ingimundarson
klippir á borða við opnun
safnsins og nýtur aðstoðar
Ásgeirs Hjálmarssonar og
Sigurðar Jónssonar.
Guðni Ingimundarson var ánægður með nýja
safnið á Garðskaga og gleðin skein úr andliti hans
og tengdasonar hans, Ásgeirs Hjálmarssonar,
safnsstjóra. Að neðan er Guðni með Tómasi
Knútssyni, sem er að feta í fótspor Guðna og ekur
um svæðið á GMC trukk með bómu í anda Guðna.
Sigurður Guðjónsson úr Sandgerði skoðar sexæring
með Engeyjarlagi á safninu á Garðskaga.
Sexæringur með Engeyjarlagi
sem prýðir safnið í Garði.
Talið er að báturinn hafi verið
byggður árið 1879.
Þorvaldur Halldórsson, Valdi í Vörum, og Ellert Eiríksson fyrrum
bæjarstjóri í Reykjanesbæ og sveitarstjóri í Garði við líkan af
Gunnari Hámundarsyni GK sem gerður hefur verið út frá Garði í 51
ár. Útgerð Gunnars Hámundarsonar er sú elsta á Íslandi.