Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.09.2005, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 15.09.2005, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Kosið um sameiningu Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs Það er þá gott að menn séu sammála um eitt... MUNDI Mundi Fljótlega verður gengið frá kaupum Smáratorgs ehf., eiganda Rúmfatalagers- ins, á lóðinni þar sem Reisbílar hafa verið með GoKart-braut undanfarin ár. Núverandi eig- andi lóðarinnar, fyrirtæki að nafni Toppurinn, og Smára- torg hafa undirritað bind- andi kauptilboð sem verður gengið frá eftir u.þ.b. mánuð, sagði Agnes Geirsdóttir, fram- kvæmdastjóri Smáratorgs í samtali við Víkurfréttir. Smáratorg hyggst reisa stórt verslunarhúsnæði á lóðinni þar sem framtíðarmöguleikar svæð- isins séu miklir. „Þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir okkur enda bendir margt til þess að umsvifin á þessum stað verði blómleg í framtíðinni,” sagði Agnes og bætti því við að enn væri ekki ljóst hversu stórt hús- næði yrði byggt á lóðinni né heldur hvaða starfsemi yrði þar. „Það er margt á döf inni hjá okkur og það skýrist á næstu 3-4 mánuðum hvaða fyrirtæki koma til með að vera með rekstur í húsnæðinu. Eftir það er hægt að spá í hversu stórt verður byggt, en við gerum ráð fyrir því að húsið verði á bilinu 10.000 til 20.000 fermetrar að stærð.” Til samanburðar má geta þess að Rammahúsið sem stendur ekki langt frá er um 3000 fermetrar að flatarmáli. Víkurfréttir sögðu af forsögu þessa máls fyrr í sumar, en þá hermdu heimildir blaðsins að auk Rúmfatalagersins hefðu Byko og Hagkaup áhuga á að opna verslanir í húsinu, en ekk- ert hefur verið staðfest í þessum málum. Stef án Guð munds son, sem hefur rekið Reisbíla við Reykja- nesbraut frá árinu 2000, sagði í samtali við Víkurfréttir að þeir væru síður en svo að leggja árar í bát, heldur myndu þeir að öllum líkindum fá landsvæði hinum megin við Reykjanes- brautina. Þar fyrirhuguðu þeir að koma upp enn glæsilegri aðstöðu en var, en nánari út- færslur verða kynntar innan skamms. 10.000 til 20.000 fermetra verslunarmiðstöð byggð við Innri Njarðvík Smáratorg fær lóð Reisbíla undir verslunarmiðstöð SAMMÁLA UM AÐ VERA ÓSAMMÁLA Kosið verður um sameiningu sveitarfelaganna Garðs, Sand-gerðis og Reykjanesbæjar þann 8. október. Deildar skoðanir hafa verið um málið og er óhætt að segja að sitt sýnist hverjrum. Á meðan bæjarstjórn Garðs og meirihlut- inn í Sandgerði hafa ályktað um að þeim finnist sameining lítt fýsilegur kostur hafa bæjarstjórnarmenn í Reykjanesbæ verið á öndverðum meiði. Engu að síður hafa menn náð samkomulagi um eitt... Að vera ósammála. Ekki hefur mikið verið rætt um skoðun hins almenna borgara í sveitarfélög- unum, en á næstu dögum og vikum munu verða haldnir fundir þar sem íbúum verða kynntar niðustöður ParX, Viðskiptarráðgjafar IBM, sem tók saman hlutlaust mat á áhrifum sameiningar fyrir Samstarfsnefnd um undirbúning kosninga um sameiningu Reykjanes- bæjar, Sandgerðisbæjar og sveitarfélags- ins Garðs. Almenningur getur nálgast skýrsluna í heild sinni inni á heimasíðum sveitarfélaganna. Skýrslan miðaði að því að að draga upp mynd af núverandi stöðu mála í sveitar- félögunum, málaflokk fyrir málaflokk, til að leggja grunn að samanburði. Dregin er upp mynd af fjárhagslegri stöðu sveit- arfélaganna þriggja og líklegri þróun. Tilgangurinn er að bæta upplýsingar til íbúa um þjónustu og stöðu sveitarfélag- anna og líkleg áhrif sameiningar. Einnig til að bæta forsendur kjósenda í sveitarfé- lögunum til að meta ahrif sameiningar á eigin hag og svæðisins í heild til að taka afstöðu í komandi kosningum. Yrði úr að Garður, Sandgerði og Reykja- nesbær sameinuðust yrði til um 15.000 manna byggðalag. Samkvæmt helstu kenningum um sveitarstjórnarstigið er gert ráð fyrir að stærri sveitarfélög, upp að 50.000 íbúum, séu hagkvæmari í rekstri, en á móti kemur að kostir minni sveitarfélaga liggja í þeirri nálægð sem er milli íbúanna og þeirra sem þeim þjóna, hvort sem um er að ræða kjörna fulltrúa eða embættismenn. Íbú- arnir hafa betri aðgang að ákvörðunar- tökum. Þjónustan í minni sveitarfélögum einkennist því af lausnum sem sniðnar eru að þjónustuþörf íbúanna á hverjum tíma og oft sértækum lausnum. Skýrsluhöfundar hafa skipt málefnum niður í níu hluta. Yfirstjórn og rekstur, Fjármál, Starfsmannamál, Félagsmál, Fræðslu- menningar- og íþróttamál, Umhverfis-, skipulags-, bygginga-, tækni og heilbrigðismál, Samgöngur, atvinnu- þróun og hafnamál auk þess sem fjallað er um mál Sambands Sveitarfélaga á Suð- urnesjum. Ekki gefst rými í þessu blaði til að taka út alla þá þætti sem farið er yfir, en frekari útlistana er von á vefsvæði Víkurfrétta, www.vf.is á næstu dögum. Skemmst er frá að segja að skýrsluhöf- undar taka til kosti og galla sameiningar og lúta þeir flestir að því að vega og meta hagræði stærðarinnar á móti nálægð íbúa við ákvarðanatöku á sveitarsjtórnarstigi. Meðal helstu niðurstaðna má þó nefna að niðurskurður yri á yfirstjórn samein- aðs sveitarf´lags þar sem kjörnum full- trúum fækkar úr 25 í 11 að öllum lík- indum og nefndarfólki fækkar einnig. Annars er ekki gert rað fyrir að starfs- mönnum fækki verulega þar sem aukin þjónustugeta hefur yfirleitt í för með sér fjölgun og aukna þjónustuþörf. Varðandi framlög úr jöfnunarsjóði sveit- arfélaga er ljóst að sameinað sveitarfélag fengi lægri framlög, en þó hefur Sjóð- urinn lýst því yfir að hann muni leggja 2.4 milljarða til sameinaðs sveitarfélags til að samræma rekstur grunnskóla og leikskóla og til að fjármagna breytingar á stjórnsýslu. Hvað varðar þjónustugjöld er talið lík- legt að þau þurfi að samræma uppávið fyrst um sinn, þannig að nokkrir liðir, sér- staklega hjá Sandgerði muni hækka að einhverju ráði, en slíkt yrði endurskoðað þegar reynsla kæmi á samstarfið. Skýrslan var kynnt í húsakynnum SSS í vikunni að vistöddum nefndarmönnum og fulltrúum fjölmiðla og tóku Víkur- fréttir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar, er talsmaður sameiningar. „Ég held að það sé mikilvægt að við hugsum um byggðarlögin atvinnusvæði og að við segjum að hér sé eitt atvinnusvæði og þá þarf einnig að vera eitt tekjusvæði, þannig að við getum skipt tekjunum af þessari atvinnu á milli sveitarfélaganna og þeirra verkefna sem þar er verið að vinna. Það eru svo mörg verkefni fyrir okkur sameiginlega á þessu frábæra svæði að við megum ekki við því að vera í samkeppni sem smærri einingar, heldur keppa við önnur svæði sem ein stór ein- ing,” sagði Árni, í viðtali við Víkurfréttir Aðspurður um þá tilfinningu sem hann hefði fyrir komandi sameiningarkosn- ingum, sagði hann: „Ég held að íbúar bíði eftir upplýsingum og ég held að íbúar telji skynsamlegt að sameinast. Árið 1994 sameinuðust þrjú sveitarfé- lög af því að menn sáu ákveðna fram- tíð og ég held að það megi fullyrða að sú sýn reyndist okkur vel. Nú er að sjá hvort íbúar Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs horfi lengra framávið og séu sama sinnis”. Reynir Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerði sagði í samtali við Víkurfréttir að niðurstaða skýrslunnar væru tölulegar upplýsingar og hlutlaust mat sérfræð- inga. Hann sagði að meirihluti bæjar- stjórnar í Sandgerði væri andvígur sam- einingu og hefði frekar vilja sjá kosningu um sameiningu allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum fara fram. Af hverju vill Reykjanesbær samein- ingu? „Þetta er erfið spurning. Reykjanesbær er stór. Við verðum að horfa á það eitt að Sandgerðisbær er tekjuhæsta bæjar- félagið á landinu m.v. íbúa. Við teljum okkur vera reka gott sveitarfélag og hafa alla burði til að gera það áfram. En hvernig sér Reynir Sandgerðisbæ í sameinuðu sveitarfélagi? „Við verðum í útjaðri í stóra sveitarfélag- inu og ákvarðanataka verður erfiðari og uppbygging verður ekki sú sama í sam- einuðu sveitarfélagi eða eins og hún er í dag hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig”. Ingimundur Þ. Guðnason, forseti bæj- arstjórnar Garðs, er ekki sammála því að sameina eigi sveitarfélögin þrjú í eitt. Bæjarstjórnin í Garði hefur ályktað gegn sameiningu. Var það rétt hjá sveitarfélag- inu að gera það áður en kostir og gallar sameiningar væru kynntir bæjarbúum? „Okkur í Garði fannst í lagi að álykta um það að bæjarstjórnin væri á móti samein- ingu. Umræðan er rétt að fara í gang og fólk var farið að óska eftir svörum og ég treysti mínum íbúum að þeir taki rétta ákvörðun”. Hvaða ókosti sérðu við sameininguna? „Hin svokallaða nærþjónusta verður lé- legri. Það er alltaf verið að tala um það að þjónustan verði betri og ódýrari. Ég spyr: fyrir hverja? Hún getur orðið ódýr- ari fyrir suma en dýrari fyrir aðra”. Er Sveitarfélagið Garður í stakk búið að takast á við auknar skyldur sem lagðar eru á stærri sveitarfélög? „Það kemur fram í skýrslunni að rekstr- arlega stendur sveitarfélagið sig vel. Upp- bygging er mikil og með fleiri íbúum getum við staðið undir þeim kostnaði,” sagði Ingimundur Þ. Guðnason.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.