Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.09.2005, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 15.09.2005, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR I 37. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 15. SEPTEMBER 2005 I 9 Auglýsingasíminn er 421 0000 90,1% LESTUR VÍKURFRÉTTA Á SUÐURNESJUM Þóra sýnir á Garðskaga Myndlistarkonan Þóra Jónsdóttir sýnir um þessar mundir verk sín í sýningarsal Byggðasafnsins á Garðskaga. Þóra hefur málað með Bað- stofunni undir leiðsögn fjölmargra nafnkunnra listamanna. Myndirnar á sýningunni í Garði eru fjölbreyttar en þær eru málaðar á þessu ári. Sýningin í Garði stendur til 21. þessa mánaðar. Hermann Árnason opn-aði sýn ingu á Café Milanó í Skeif unni í Reykjavík um síðustu helgi. Þar sýnir hann ný verk sem listamaðurinn kallar svart og hvítt ásamt öðru í bland. Á sýn- ingunni eru átta verk í einu og mun Hermann koma til með að skipta út verkum reglulega en sýningartíminn er einn og hálfur mánuður. Hermann er einnig með stóran hluta sýningar sinnar hjá Eigna- miðlun Suðurnesja, þar sem fólk getur komið á opnunartíma fasteignasölunnar og skoðað myndirnar. Hermann sýnir á Café Milanó Myndlistarsýningar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.