Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.09.2005, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 15.09.2005, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! „Reykjanesið rokkar“ að mati þátttakenda á íbúaþingi sem haldið var í Reykjanesbæ laug- ardaginn 10. september, í þeim skilningi að jákvæður árangur hafi náðst á und an förn um árum í sveitarfélaginu. Áhersla á skólamál, íþróttir og tóm- stundir og önnur samfélagsleg málefni, umhverfisumbætur og uppbyggingu, hafi skilað betri ímynd og sterkari sjálfs- mynd samfélagsins. Ungt fólk setti mjög mikinn svip á þingið, en samtals tóku um 150 manns þátt í þinginu. Þátttakendur lögðu áherslu á að samfélagsleg málefni verði áfram framarlega í forgangs- röðun verkefna hjá Reykja- nesbæ en töldu samvinnu allra aðila vera forsendu þess að tak- ist að hafa heilbrigð fjölskyldu- gildi í öndvegi í samfélaginu. Liður í því er að tryggja góða þjónustu fyrir alla aldurshópa, t.d. metnaðarfullt skólastarf og tómstundir. Fram kom að fyr- irhuguð uppbygging húsnæðis og þjónustu fyrir aldraða á nú- verandi íþróttavelli muni koma til móts við þá þörf sem nú er til staðar. Þátttakendur töldu að með áherslu á aðlaðandi um- hverfi og góðar aðstæður til úti- vistar aukist enn frekar lífsgæði í Reykjanesbæ og það muni laða fleiri íbúa að til búsetu. Í umræðu um skipulagsmál bar hæst það einstaka tækifæri sem er á núverandi athafna- og iðn- aðarsvæði á Vatnsnesi, til upp- byggingar nýs blandaðs hverfis. Nálægð við miðbæ, stærð svæð- isins og strandlengjan skapa að- stæður fyrir aðlaðandi og lifandi byggð í þungamiðju Reykjanes- bæjar. Auk þess að styrkja núver- andi miðbæjarkjarna getur slík uppbygging aukið aðdráttarafl Reykjanesbæjar í heild til búsetu og ferðaþjónustu. Ræddar voru ýmsar hugmyndir um skipulag svæðisins og mikilvægi þess að mótuð verði sýn fyrir svæðið í heild áður en lengra er haldið. Íbúum í Reykjanesbæ er um- hugað um að tryggð verði fjöl- breytni og gæði menntunar á öllum skólastigum og að mennt- unarstig hækki. Þátttakendur tjáðu áhuga á því að við bæt- ist annar framhaldsskóli og að hægt verði að bjóða upp á nám á háskólastigi, á fleiri sviðum en sinnt verður í Íþróttaakademí- unni. Einnig fái menningarstarf að blómstra enn frekar, m.a. með góðri aðstöðu og víðtæku samstarfi. Í umræðu um atvinnumál kom fram að þó svo að minnkandi starfsemi á varnarsvæði Banda- ríkjahers sé nokkur ógnun, þá felist jafnframt í því tækifæri. Gert er ráð fyrir að starfsemi flugvallarins í Keflavík muni aukast mjög á næstu árum og lögðu þátttakendur áherslu á að þau tækifæri verði nýtt til hins ítrasta. Í því skyni þurfi að bæta tengingar milli Reykjanes- bæjar og flugvallarins, sérstak- lega með bættum almennings- samgöngum og stígum. Helgu- vík bar nokkuð á góma og var kallað eftir því að eitthvað af þeim hugmyndum um uppbygg- ingu sem verið hafa til umræðu, verði að veruleika sem fyrst. Ná- lægð atvinnulífs við alþjóðlegan flugvöll og stóra höfn í Helguvík skapar aðstöðu sem hvergi er að finna annarsstaðar á landinu. Óskir komu fram um að innan- landsflugið flytjist til Keflavíkur. Sá hópur ungs fólks sem sótti þingið vildi almennt búa áfram í Reykjanesbæ, en þau bentu jafnframt á ýmislegt sem betur mætti fara, til að koma til móts við þarfir þeirra og lífsstíl, m.a. að þau gætu hitt jafnaldrana á kaffihúsi eða einhverjum slíkum vettvangi sem ekki væri stýrt af foreldrum, kennurum eða tóm- stundastarfsfólki. Fram kom áhersla á mikilvægi þess að Reykjanesið í heild vinni saman að sameiginlegum hags- munum og að sameining sveit- arfélaga væri af hinu góða. Til framtíðar gæti því Reykjanesið orðið í hópi stærstu sveitarfélaga landsins og eftirsóttasta úthverfi stór - Reykjavíkursvæðisins. Umfram allt vildu þátttakendur sjá Reykjanesbæ halda áfram að vaxa og styrkja stöðu sína með því að halda áfram á sömu braut. Íbúaþingið í Reykjanesbæ tókst vel ��������������� ����������������������� �������� ��������������������� �������������������� ������ �������� ����� �������������� �������������������� ������������� ���������������������������������� ��������������� ������������ ������������� ������������� ����������������������������� ������������������������� Haldið verði áfram á sömu braut

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.