Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.09.2005, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 15.09.2005, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Hjálmar Árnason, alþingismaður hefur boðað til opins fundar á Ránni í kvöld, kl. 20. Tilefnið er umræða um innan- landsflugið og Landhelgisgæzluna. En hvers vegna núna? „Eins og mál hafa skipast í umræðunni hafa Suð- urnesin aldrei átt jafn mikla möguleika á að ná innanlandsfluginu hingað sem og Gæslunni. Um getur verið að ræða nærri 500 störfum þegar allt er talið þannig að ég tel þetta eitt mesta hagsmuna- mál svæðisins í langa tíð og hvet alla Suðurnesja- búa til að sýna áhuga á þessu mikilvæga máli. Margir munu leggjast gegn þessum flutningi”. - Hvað hefur breyst? „Ég tel þrjú atriði skipta sköpum. Nú er öll borg- arstjórn Reykjavíkur orðinn sammála um að völl- urinn fari úr Vatnsmýri í stað þess að áður voru menn ekki á einu máli. Í öðru lagi eru nágranna- sveitarfélögin ekki hrifin af hugmyndinni um Löngusker, auk þess sem þar er talin flóðahætta. Í þriðja lagi gera Bandaríkjamenn nú þá kröfu að við tökum meiri þátt í rekstri Keflavíkurflug- vallar þannig að hagkvæmnisjónarmið mæla með einum flugvelli á sv-horninu. Þá má nefna að Bessastaðahjáleið styttir tímann af Suðurnesjum inn í miðbæ niður í um 25 mínútur”. - Hverjir kynna málið á fundinum í kvöld? „Ég hef boðið samgönguráðherra, framkvæmda- stjóra Flugfélags Íslands, bæjarstjóranum í Reykja- nesbæ, forstjóra Landhelgisgæzlunnar, forstjóra FLE, flugvallarstjóra og talsmönnum áhugahóps um flutning innanlandsflugs til Suðurnesja. Mér finnst skipta máli að reifa sjónarmið um þetta stóra mál og trúi ekki öðru en íbúar svæðis- ins sýni í verki áhuga sinn með því að mæta. Við náðum árangri með tvöföldun Reykjanesbrautar, m.a. vegna órofa samstöðu íbúanna. Fylgjum því eftir í þessu mikla hagsmunamáli Suðurnesja”, segir Hjálmar Árnason alþingismaður. Björn Vífill, veitingamaður á Ránni, býður Ránna endurgjaldslaust undir fundinn og vill Hjálmar koma á framfæri þökkum til hans fyrir stuðning við mikilvægan málstað. Lögreglan á Keflavíkur-flugvelli hefur starfs-aðstöðu sína við Leifs- stöð í gámaeiningum, þar til stjórnsýsluhús verður byggt á svæðinu. Nú er svo komið að byggja þarf við norðurbygg- ingu Leifsstöðvar og því varð lögreglan að fara annað með aðsetur sitt. Þar sem það þótti of mikið rask að taka gámaeiningarnar eða byggingaeiningarnar 12 í sundur og flytja þær þannig, var brugðið á það ráð að fá öfluga krana og 28 hjóla flutn- ingavagn til að færa lögreglu- stöðina á nýjan stað. Það var gert nú í vikunni og tókst flutningurinn vel. Reyndar stóð tæpt í undirbúningi og munaði litlu að krani myndi leggjast á lögreglustöðina. Það fór allt vel og nú er unnið að því að leggja þær lagnir sem þarf svo starfsemi geti hafist aftur í löggustöðinni. Til gamans má geta þess að einingarnar 12 vigtuðu um 50 tonn með öllu því sem þar er innandyra. Ekki liggur enn fyrir hvenær stjórnsýsluhús verður byggt á Keflavíkurflug- velli og fram að því notast lög- reglan við byggingaeiningar eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. VF-mynd: Hilmar Bragi Fengu 10.000 manns á sýningu Systurnar Gunnhildur og Brynhildur Þórðardætur voru með sýn- ingu á myndlist og hönnun í Gömlu Búð á Ljósanótt og má með sanni segja að sýningin hafi dregið að gesti. Eftir helgina tóku þær saman tölur um gesti sem höfðu skrifað sig í gestabókina sem lá fyrir við inngang og komust að því að alls höfðu 10.000 manns skrifað nafn sitt í bókina. Það er að sjálfsögðu óhemju fjöldi á eina sýningu en það sýnir ef til vill best hve margir voru á hátíðinni og hversu góð þátttaka var á uppákomunum. Opinn fundur um innanlandsflug og Landhelgisgæzlu á Ránni 50 tonna löggustöð á rúntinum Á fundi Framsóknarfélag-anna í Reykja nes bæ, sem haldinn var á sunnu- dagskvöld, lýsti Kjartan Már Kjartansson, leiðtogi og bæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ, því yfir að hann væri tilbúinn til þess að halda áfram í hlutverki leiðtoga Fram- sóknarmanna í sveitarstjórnar- kosningunum 2006, fengi hann til þess stuðning. Á fundinum var einnig rætt um hvernig staðið skuli að vali á list- ann en ekkert ákveðið. Kjartan Már hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknarmanna frá 1998 og varabæjarfulltrúi 1994-1998. Kjartan stefnir á fyrsta sætið Hjálmar Árnason býður til fundar í kvöld:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.