Víkurfréttir - 15.09.2005, Blaðsíða 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Kvartett Sigurðar Flosasonar leikur á tónleikum víðsvegar um landið þessa dagana. Tónleikar í Reykjanesbæ, verða á
morgun, föstudaginn 16. sept. kl. 20:30 í Listasal
í DUUS-húsum. Tónleikarnir eru síðbúnir
útgáfutónleikar vegna geisladisksins „Leiðin
heim” en hann kom út í hér á landi í maí síðast-
liðnum og í Japan í júlí. Ekki hefur unnist tími
til útgáfutónleika fyrr en nú, en þess má geta
að kvartettinn lék á heimssýningunni í Japan
og þrennum vel heppnuðum tónleikum í Tokyo
í sumar. „Leiðin heim” hefur fengið afbragðs-
góðar viðtökur. Vernharður Linnet, jazzgagn-
rýnandi Morgunblaðsins, kallaði diskinn m.a.
„meistaraverk!” í afar lofsamlegum dómi.
Sigurður Flosason hefur gert víðreist með tónlist
sína. Hann hefur tvisvar hlotið íslensku tónlistar-
verðlauning og tvívegis verið tilnefndur til Tónlist-
arverðlauna Norðurlandaráðs. Sigurður er bæjar-
listamaður Garðabæjar í ár.
Kvartettinn skipa, auk Sigurðar sem leikur á sax-
ófón, þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Valdimar
K. Sigurjónsson á kontrabassa og Pétur Östlund
á trommur.
Kvartett Sigurðar Flosasonar
með útgáfutónleika í Reykjanesbæ
Listasalur DUUS-húsa
Týnd kisa - 10.000 kr.
fundarlaun
Þetta er Garfield hann hvarf frá
heimili sínu 6 sept.
Hann var með bláa ól.
Þeir sem hafa orðið varir við
hann eða séð til ferðar hans
eru vinsamlegast beðnir um
að láta okkur vita í s.4213665
eða 8973665.Fundarlaun upp á
10.000 krónur í boði.
SRFS
Skúli Lorentsson starfar
hjá Sálarrannsóknarfélagi
Suðurnesja miðvikudaginn 21.
sept. Guðrún Hjörleifsdóttir
starfar hjá félaginu 22. sept
og Lára Halla Snæfells verður
hjá félaginu 20. til 21. sept.
Tímapantanir í síma 421 3348