Víkurfréttir - 06.10.2005, Blaðsíða 1
�������������������������������� ��������������������������
40. tölublað •
26. árgangur
Fimmtudaguri
nn 6. október
2005
90,1% Suðurnesjamanna lesa Víkurfréttir vikulega
AÐSETUR: GRUNDARVEGUR 23 • 2. HÆÐ • 260 REYKJANESBÆR • SÍMI 421 0000 • WWW.VF.IS • FRÉTTAVAKT: 898 2222
Vikurfrettir_HEKLU_borði_fin2.FH11 Tue Apr 05 14:42:09 2005 Page 1
Composite
C M Y CM MY CY CMY K
Stofnfundur áhugafélags um flutning innanlandsflugs-ins til Keflavíkurflugvallar
„með þjóðarsátt” verður haldinn
á veitingahúsinu Ránni í Kefla-
vík í kvöld. Fundurinn hefst kl.
20:00 og eru allir velkomnir.
Áhugafélagið eru þverpólitísk
samtök en í forsvari fyrir fé-
lagið eru formenn þeirra flokka
sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn
Reykjanesbæjar. Það eru þeir Ey-
steinn Eyjólfsson, formaður Sam-
fylkingarinnar í Reykjanesbæ,
Eysteinn Jónsson, formaður full-
trúaráðs Framsóknarfélaganna
í Reykjanesbæ og Viktor Borgar
Kjartansson, formaður Full-
trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna
í Reykjanesbæ. Þá á Páll Ketils-
son, ritstjóri Víkurfrétta, sæti í
undirbúningsstjórn félagsins, en
hann er fulltrúi óháðra.
Því hefur verið lýst því yfir að mið-
stöð innanlandsflugs verði að víkja
fyrir annarri byggð í Vatnsmýr-
inni í Reykjavík. Það blasir því við
að nýr meirihluti í borginni og er
þá nánast sama hverjir að honum
standa, munu hafa það sem for-
gangsverkefni sitt að hraða brott-
flutningi miðstöðvar innanlands-
flugs úr Vatnsmýrinni. Margar
hugmyndir hafa komið fram um
staðsetningu nýs flugvallar, en að
mati áhugafélagsins og margra
annarra er „Keflavíkurvalkostur-
inn“ eina raunhæfa lausnin. Það er
því afar mikilvægt að samgönguyf-
irvöld móti sér sem fyrst raunhæfa
stefnu í málinu sem snúi einkum
að því að stytta ferðatíma frá Kefla-
vík til Höfuðborgarsvæðisins.
Það markmið samtakanna að
skapa þjóðarsátt um „Keflavíkur-
valkostinn“. Hann verður meðal
annars umræðuefni á fundinum í
kvöld, en aðstandendur hans lofa
fróðlegum fundi og búast við fjöl-
menni á Ránna í kvöld kl. 20.
- sjá nánar í fylgiriti í miðopnu
Víkurfrétta í dag!
Áhugafélag um innanlandsflug
til Keflavíkur stofnað í kvöld
- stofnfundurinn á veitingahúsinu Ránni kl. 20
Innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar „með þjóðarsátt“