Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2005, Page 6

Víkurfréttir - 15.12.2005, Page 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! C M Y CM MY CY CMY K Jolakort VF.ai 12/7/05 10:28:06 AM Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is, postur@vf.is Þorgils Jónsson, sími 421 0003, gilsi@vf.is, sport@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0001, jbo@vf.is Víkurfréttir ehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og www.vikurfrettir.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15 Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222 RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA Vals fimmtud ags Fyrir tveimur áratugum síðan hljómuðu auglýs-ingar í fjölmiðlum lands- ins, þar sem almenningur var hvattur til þess að kaupa ríkis- skuldabréf. Tilgangurinn með auglýsingunum var að vekja almenning til umhugsunar um aukinn lífeyrissparnað, umfram lögboðin iðgjöld og mótframlag atvinnurekanda. Notað var dæmi um par, sem hétu að mig minnir Þór og Björg, sem keyptu ríkis- skuldabréf fyrir fimm þúsund krónur á mánuði og síðan var reiknað út hversu mikið þau ættu, þegar ellikerling legðist yfir parið og almennar lífeyr- isgreiðslur tækju við. ,,Eftir fjörtíu ár eiga þau tuttugu milljónir aukalega til ráðstöf- unar!’’ Ég, eins og eflaust fleiri, gleypti við þessari hugmynd og keypti nokkur bréf. Þegar síðan börnin urðu fleiri en upp- hafleg áætlun gerði ráð fyrir, varð ég að selja þessi bréf og eyða sparnaðinum í bleiur og aðrar nauðsynjavörur. Ég geng hins vegar glaður til móts við ellina, svo lengi sem líf mitt og heilsulán verður mér hliðhollt. Nú er ég blessunarlega hálfn- aður með verkefnið, ef mið er tekið af áætluðum lífaldri Íslendinga í síðustu manneld- isrannsókn. Og meira að segja farinn að spara aftur enda búinn að venja púkana mína af bleiunum. Í þetta skiptið ákvað ég að leggja í séreignasjóð og mótframlagið hef ég greitt með góðri samvisku og án nokk- urra málalenginga undanfarin misseri. Atvinnurekandinn hefur lagt fram sömu upphæð eða heil tvö prósent af heildar- tekjum en það kýs ég að kalla ,,meðlagið.’’ Saman leggjum við síðan aurana inn á spari- reikning hjá lífeyrissjóðnum, sem ber fulla ábyrgð á því að ávöxtunin verði í samræmi við það sem eðlilegt getur talist. Stundum í mínus en oftast í plús. Og millurnar vaxa! Þetta kallast víst í aug-lýsingum gærdagsins ,,að koma þér í sam- band við mótframlagið þitt.’’ Skattmann ætlar að vísu að skattleggja okkur þegar við tökum aurana út eftir sextugt, en mig grunar þó að Þorgerður Katrín, forsætisráðherra fram- tíðarinnar, verður eflaust búin að fella þetta ákvæði niður um það leyti sem ég næ ellismell- inum. Enda dóttir Gunnars Eyjólfssonar, bæjarlistamanns í Keflavík, ættuðum af Klappar- stígnum. Ég finn það á mér að lífeyrisaldurinn verður einnig kominn niður undir sextugt og því verður það leikur einn að stimpla sig út úr flugstöðinni með alla þessa aura á bakinu. Ég hlakka mikið til. Nú er bara að ákveða sig hvar maður eyðir efri árunum á hnatt- kúlunni. Ég er búinn að ákveða að vera hálft árið í útlöndum og hálft árið hérna heima. Nú bíður mín að ákveða hvort ég dvelji hjá ástkærum og elskulegum bandaríkjaforseta á Florida skaganum, með appelsínur í annarri hendi og pútter í hinni, eða dvelji í Evrópu, annað hvort á Spáni eða það sem heillar mig mest, í fjallaþorpi á Ítalíu innan um magamiklar ,,mömmu míur’’ og gargandi guðfeður. Nýjasta nýtt er hins vegar að kaupa sér fasteign í Tyrklandi eða Dubai og því er úr vöndu að ráða. Ég ætla að liggja á meltunni fram yfir hátíðarnar og ákveða síðan framtíðina, um leið og ég fæ yf- irlitið frá lífeyrissjóðnum. Mótframlagið þitt Valur Ketilsson skrifar:

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.