Víkurfréttir - 15.12.2005, Qupperneq 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Íbúum Voga fjölgar jafnt og þétt:
Vatnsleysustrandarhreppur heiðraði á mánudag sinn þúsundasta íbúa, en það er hin mánaðargamla Alexandra Líf Ing-
þórsdóttir.
Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri, kom færandi
hendi og afhenti foreldrum Alexöndru, þeim
Rósu Sigurjónsdóttur og Ingþóri Guðmundssyni
góðar gjafir, m.a. körfu með jólamat og drykk.
Rósa og Ingþór fluttu til bæjarins úr Hafnarfirði í
haust og segjast una sér afar vel í rólegheitunum í
Vogum.
Jóhanna sagði við þetta tækifæri að átakið Vogar
færast í vöxt væri enn að skila fleiri og fleiri íbúum
og nú væru hreppsyfirvöld búin að senda umsókn
um bæjarréttindi. Þegar erindið fær afgreiðslu í
félagsmálaráðuneyti mun bærinn hér eftir heita
Sveitarfélagið Vogar.
„Það væri óneitanlega góð jólagjöf ef ráðuneytið
klárar okkar mál fyrir hátíðarnar,” sagði Jóhanna
í samtali við Víkurfréttir. „Við búumst við að bæj-
arbúum fjölgi enn frekar á næstu árum þannig að
við munum halda áfram á sömu braut.”
Jóhanna sveitarstjóri ásamt þeim Rósu og Ingþóri og börnum þeirra, Alexöndru Líf og Andra Má.
1000 Í VOGUM
Verslunin Bling Bling hefur notið töluverða v in sælda hjá kven-
mönn um hér á Suð ur nesj-
unum, síðan hún opnaði fyrir
ekki svo löngu. Verslunin selur
skart, töskur og fleiri fylgihluti
fyrir konur á öllum aldri og er
staðsett á Brekkustíg í Njarð-
vík, fyrir ofan Besta.
,,Fólk hefur tekið okkur rosa-
lega vel og þetta hefur gengið
vonum framar,” sagði Björk Þor-
steinsdóttir, annar eigandi Bling
Bling, en hún rekur búðina
ásamt Eygló Jensdóttur. ,,Mér
fannst vanta svona búð hérna á
Suðurnesjunum, þar sem hægt
er að fá flott og ódýrt skart.
Allt skartið kemur frá Miami í
Bandaríkjunum en töskurnar
eru einnig þaðan og frá Flórída.
Við reynum að hafa allt í mjög
takmörkuðu magni, það eru
í mesta lagi til tvær tegundir í
hverjum lit af hverjum hlut. Svo
er ég að fá nýjar vörur sendar,
en þær verða líklega komnar á
föstudaginn.” Björk segir konur
á öllum aldri kíki í búðina, en
einnig eitthvað af karlmönnum
sem kaupa þá jólagjafir. ,,Það
eina sem er slæmt er staðsetn-
ingin, en búðin verður bara
staðsett hér til áramóta, en þá
ætlum við að reyna færa okkur
á Hafnargötuna,”
Á fimmtudaginn lengist opnun-
artími Bling Bling, en þá verður
opið til kl. 22, og einnig á föstu-
dag og laugardag. Á sunnudag-
inn verður svo opið til kl. 18.
,,Eina vandamálið er staðsetningin,“ segir
Björk Þorsteinsdóttir meðeigandi.
Bling Bling fær
góðar viðtökur