Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2005, Page 2

Víkurfréttir - 21.12.2005, Page 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Íþróttasvæðið í Njarðvík: -örugglega ódýrt! Kefl avík • Breiðholt • Húsavík • Reyðarfjörður • www.kasko.is • verð birt með fyrirvara um prentvillur • Gildir 21. - 24. desember Allt til alls í Kasko Nóa Síríus konfektkassi og geisladiskur Ljúfi r jólatónar og himneskt konfekt Allt jólanammið er til í Kasko besta verðið! Geisladiskur með 10 jólalögum sem gefi nn er út af Sigríði Beinteinsdóttur í samstarfi við Nóa Síríus Nói Síríus á 85 ára afmæli í ár og heldur m.a. upp á það með þessum hætti Diskurinn inniheldur eitt nýtt jólalag eftir Þorvald Bjarna sem sungið er af Sigríði Beinteinsdóttur – 3 lög sem ekki hafa verið sungin áður á íslensku og 6 þekkt jólalög með þekktum fl ytjendum og endurútsett Þekktir fl ytjendur fyrir utan Sigríði Beinteinsdóttur eru Björgvin Halldórsson, Páll Rósinkrans, Andrea Gylfadóttir, Matthías Matthíasson, Helgi Björnsson, Jóhanna Vigdís og Jónsi Aðeins er hægt að eignast geisladiskinn með því að kaupa sérstakan hátíðarkonfektkassa frá Nóa Síríus sem er 550gr. Reykjanesbær skrifaði í gær und ir lóð ar-samningi við Nesvelli ehf. um uppbyggingu á nýju þjónustusvæði eldri borgara í Reykjanesbæ. Nesvellir, sem er sameiginlegt félag Klasa hf. og Húsaness hf., mun annast skipulag svæðisins og standa að uppbyggingu í samstarfi við Reykjanesbæ og Dvalarheimili aldraðra á Suður- nesjum. Á svæðinu sem er í heild um 60 þúsund fermetrar að stærð er fyrirhugað að rísi hjúkrunar- heimili, öryggisíbúðir fyrir aldr- aða, félags- og þjónustumiðstöð þar sem m.a. miðstöð heima- þjónustu verður staðsett, auk almennra íbúða fyrir aldraða á svæðinu. Fyrstu 30 hjúkrunaríbúðirnar verða teknar í notkun á miðju ári 2007 og þá er einnig gert ráð fyrir að félags- og þjónustumið- stöðin verði risin, auk a.m.k. 20 öryggisíbúða. Gert er ráð fyrir að deiliskipu- lagsvinnu verði lokið snemma næsta vor og að framkvæmdir hefjist í beinu framhaldi. Samhliða verkefninu taka Nes- vellir að sér að hefja nú þegar gerð nýs knattspyrnuæfinga- svæðis fyrir UMFN í stað þeirra valla sem félagið hafði á um- ræddu svæði. Auk nýju vallanna reisir Reykjanesbær vallarhús og félagsaðstöðu á nýja íþróttasvæð- inu fyrir UMFN. Gert er ráð fyrir að nýja íþróttasvæðið verði tekið í notkun næsta sumar. Samkomulag um uppbyggingu þjónustu fyrir eldri borgara Hressir af lokinni undirskrift, forráðamenn UMFN, Reykjanesbæjar og nýstofnað félags, Nesvalla. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 verður lítil sem engin breyting gerð á gjaldskrá Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins. Gjaldskrá Tónlistarskóla hækkar um 4% en aðrar hækkanir verða ekki á gjaldskrá. Álagningarpró- senta útsvars verður óbreytt 12,7%. Greiðslur til yngstu barna hækka Í fjárhagsáætluninni eru gerðar tillögur um að hækka stuðning til foreldra sem nýta þjónustu dagmæðra um 127%, þ.e. í 25 þúsund krónur á mánuði fyrir fulla vistun. Greiðslur bæjarins koma inn þegar barnið er 9 mán- aða gamalt og þar til barnið fer í leikskóla. Álagningarhlutföll fasteigna lækka Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis verða lækkuð um næstu ára- mót til samræmis við áætlaðar hækkanir á fasteigamati á ár- inu. Þannig mun bærinn skila til íbúðareigenda sambærilegri lækkun og hækkun fasteigamats- ins kann að verða. Lóð ar mat fast eigna hef ur hækkað mikið á undanförnum árum. Því verður veittur 25% af- sláttur af lóðarleigu allra þeirra sem greiða 2% lóðarleigu af lóðarmati. Þannig er dregið úr mismun sem verið hefur á milli þeirra sem greiða lóðarleigu sem hlutfall af fasteignamati lóðar og þeirra sem greiða sam- kvæmt hlutfalli af verkamanna- kaupi. Stál pípu f yr ir tæk ið International pipe and tubing mun ekki fá þá lóð í Helguvík sem þeir sótt- ust eftir og er vafasamt með framhaldið í þeim efnum. Lóðin sem þeim hafði verið úthlutað mun verða notuð í öðru skyni, m.a. vegna fyrir- hugaðs álvers Centuri Alum- inum. Frestur IPT, sem hefur um þriggja ára skeið reynt að ljúka fjármögnun verksmiðjunnar, hjá fjárfestingafyrirtækinu sem þeir voru í samstarfi við rann út um síðustu mánaðarmót. Þar með þótti fulltrúum í at- vinnu- og hafnarráði Reykja- nesbæjar fullreynt að IPT nái ekki að ljúka fjármögnun og þótti því rétt að afturkalla lóða- úthlutun, enda hafi aðrir aðilar sýnt lóðinni mikinn áhuga. Pétur Jóhannson, hafnarstjóri, staðfesti þetta í samtali við Vík- urfréttir. „Þeir hafa endanlega misst af þessari lóð. Það er þó ekki útilokað að ef IPT finna peninga á næstunni að þeir fái aðra lóð í Helguvík.” Pétur bætir því við að vissu- lega sé leiðinlegt að málinu ljúki svona, en þær lyktir setji ekki stórt strik í reikninginn í framtíðaráformum í Helgu- vík. „Þetta svæði mun nýtast í framtíðinni, enda veitir ekki af lóðinni vegna umsvifanna sem munu verða í Helguvík í framtíðinni. Þar mun t.d. verða uppskipunarsvæði fyrir væntanlegt álver og birgða- og gámasvæði.” Það er annars að frétta af mál- efnum álversins að fulltrúar Cent uri Alu m inum ásamt ráðgjöfum þeirra funduðu með fulltrúum bæjarins fyrir skemmstu og hyggja á annan fund á janúar. Unnið verður áfram að afmörkun lóðar og frumskýrslu um umhverfis- mat. Stjórn Atvinnu- og hafnarráðs samþykkti að fela hafnarstjóra að óska eftir að Helguvíkur- höfn fari í líkantilraun hjá Siglingastofnun í tengslum við fyrirhugaða framtíðarviðlegu- kanta í Helguvík í tengslum við álver. Engin hækkun á gjaldskrá utan gjöld fyrir tónlistarskóla Reykjanesbær: Stálpípuverksmiðja slegin af? Elsku Aníta okkar. Hjartanlega til hamingju með 16 ára afmælið þann 26. des. Kær kveðja, mamma og Jónsi. Þriðjudaginn 27. desember n.k. verður Andrés K. Hjaltason fimmtugur. Hann og eiginkona hans, Jóhanna M. Einarsdóttir, taka á móti gestum frá kl. 19.30 á afmælisdaginn í sal frímúrara að Bakkastíg 16. Frá skötuhlaðborðinu í Garði sl. föstudag. Unglingaráð Víðis í Garði stóð fyrir skötuhlaðborði í Garði sl. föstudag. Matargestir skiptu hundruðum. Að ofan eru þeir Árni Johnsen, Hafsteinn Guðnason og Sigurjón Kristinsson, sem hefur séð um skötuveisluna síðustu ár. Á Þorláksmessu verða Stapinn og Matarlyst með skötuveislu í Stapa. Sjá nánar í auglýsingu í blaðinu. SKÖTUVEISLUR Í AÐDRAGANDA JÓLA

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.