Víkurfréttir - 29.12.2005, Page 19
VÍKURFRÉTTIR I 52. TÖLUBLAÐ • ÁRAMÓTABLAÐ I FIMMTUDAGURINN 29. DESEMBER 2005 I 19
Sendi viðskiptavinum bestu
nýárskveðjur með þökk fyrir
viðskiptin á árinu sem er að líða.
Köfunarþjónusta Sigurðar
Sími 899 6345
FRÉTTASÍMINN
SÓLARHRINGSVAKT
898 2222
Garð ar Magn ús s on hefur að undanförnu þróað framleiðslu á
harðfiski og nýjasta afurð hans
eru harðfisk-skífur, alvöru ís-
lenskt „snakk“. Hann mætti
fyrir jól á leikskólann Gimli í
Njarðvík og gaf þar börnunum
hollt og gott harðfisk-snakk.
Það kom síðan í hlut jólasvein-
anna að færa börnunum harð-
fiskflögurnar sem var pakkað í
litla snotra poka.
En aðeins um harðfisk-snakkið:
Hver skífa er um 2 grömm og
mjög svipuð dæmigerðu nasli
eða snakki. Garðar notar ein-
göngu þorsk eða ýsu og hefur
hann þróað framleiðsluferli sem
gerir honum kleift að útbúa
góðan harðfisk í snakkformi.
Garðar er með hreinan fisk í
þessari framleiðslu og það eina
sem hann bætir við er Reykja-
nes-salt sem er mjög hollt.
„Þetta er mjög hollt snakk og
gott, gerist ekki miklu betra“,
sagði Garðar.
Þunnar harðfiskskífur - hollt og gott njarð-
vískt snakk
Gaf leikskól-
anum harðfisk