Víkurfréttir - 07.09.2006, Side 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 36. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR
ný tækifæri – nýr lífsstíll
www.nesvellir.is
sími 414 6400
Almennur kynningarfundur
í safnaðarheimilinu Kirkjulundi við Keflavíkurkirkju
fimmtudaginn 7. september kl. 19:30.
Allir velkomnir – Kaffi og léttar veitingar
Ný hugsun og spennandi íbúðakostur í hverfi fyrir eldri íbúa í hjarta Reykjanesbæjar
Fyrstu íbúðir
verða afhentar
í júlí 2007
Víkurfréttir 122x200 mm
Um 200 gestir voru við-staddir opnun nýrrar Blue Lagoon verslunar
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Í versluninni er hægt að festa
kaup á Blue Lagoon húðvörum
og þá er þetta fyrsta spa þjón-
ustan sem er í boði í flugstöð-
inni en spa svæði er að finna í
mörgum helstu flugstöðvum
heims.
Orkumeðferðir fyrir hendur og
fætur eru í boði á spa svæði versl-
unarinnar. Meðferðirnar byggja
á hreinum Blue Lagoon jarðsjó
og Blue Lagoon húðvörum. Þær
hreinsa og næra húðina og veita
vellíðan og slökun.
Anna G. Sverrisdóttir, fram-
kvæmdastjóri Bláa Lónsins hf.,
segir opnun verslunarinnar
vera ánægjulegt skref fyrir Bláa
Lónið hf. „Í starfsemi okkar
leggjum við áherslu á nýsköpun
og þróun. Verslunin og spa með-
ferðir í flugstöðinni er þjónusta
sem okkur þykir sérstaklega
ánægjulegt að geta veitt bæði ís-
lenskum og erlendum farþegum
sem eiga leið um flugstöðina.“
Hönnun verslunarinnar er í
höndum ítalska hönnunarfyrir-
tækisins Design Group Italia. Í
veggjum verslunarinnar rennur
vatn sem er táknrænt fyrir Bláa
lónið.
Á laugardaginn stendur Rauði kross Ís lands f y r ir lands s öfn un
undir kjörorðunum ,,Göngum
til góðs“. Þúsundir sjálfboða-
liða munu ganga í öll hús á
landinu og safna framlögum.
Söfnunin er tileinkuð börnum
í sunnanverðri Afríku sem
eiga um sárt að binda vegna al-
næmis. Söfnunarfé verður nýtt
óskert til að bæta líf þeirra.
Hvert skref sem tekið er til að
leggja þessu málefni lið skiptir
máli, og viljum við því biðja
Suðurnesjamenn að ganga
með okkur til góðs á söfnun-
ardaginn. Skráning er hafin
á sudredcross@sudredcross.is
eða í síma 420-4700 og 865-
1346.
Rauði kross Íslands
Suðurnesjadeild
Landssöfnun RKÍ
9. september 2006
Nú er tækifærið fyrir söngfugla:
Nýstofnaður Gospelkór Suð ur nesja hef ur aftur starfsemi sína
af fullum krafti næstkomandi
miðvikudag þann 13. ágúst og
æfir sem fyrr í Akurskóla kl.
20:00 á miðvikudagskvöldum.
Kórinn hefur fest sig í sessi á
þeim fáu mánuðum sem hann
hefur starfað og hefur komið
víða fram í Reykja nes bæ,
jafnt í kirkjum, hátíðarsam-
komum og einkasamkvæmum.
Framundan eru spennandi verk-
efni, tónleikar og fleira. Kórinn
getur bætt við sig einhverjum
röddum en vantar aðallega fleiri
karlaraddir. Stofnandi og stjórn-
andi kórsins Elín Halldórsdóttir
er nýkomin frá Þýskalandi þar
sem hún raddþjálfaði 6 þekkta
gospelkóra meðal annars verð-
launa kór inn Gospel ster ne,
sem var kosinn besti gospelkór
Þýskalands á Gospel-Awards há-
tíðinni 2006 og er undir stjórn
Eric Bond. Elín kom einnig
fram sem einsöngvari á Regens-
burger-Gospelfestival-hátíðinni
í Dreieinigskeitkirkjunni þar
sem 1000 manns hlýddu á söng
hennar og var hún hyllt í lokaat-
höfninni fyrir aðkomu sína að
hátíðinni. Stjórnandinn er því
fullur af ferskum Gospel-anda
frá Þýskalandi! Það er öflug
félagsstarfsemi í kringum kór-
meðlimi og ríkir andi gleðinnar
og kærleikans í starfsemi hans!
Þeir sem hafa áhuga á að syngja
með eða vilja kynna sér starf-
semi kórsins frekar geta haft
samband við Elínu í síma 663
7563 eða bara mætt á æfingu
næsta miðvikudag kl. 20:00 í
Akurskóla. Nýir meðlimir eru
hjartanlega velkomnir.
Gospelkórinn hefur vetrarstarf sitt
Opna verslun og
Spa svæði í Leifsstöð
Anna Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Bláa Lónsins t.h., Grímur Sæ-
mundsen forstjóri Bláa Lónsin f.m. og Emma Hanna Einarsdóttir versl-
unarstjóri t.v. við opnun Blue Lagoon verslunarinnar í Leifsstöð.
Bláa lónið: