Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.10.2006, Síða 8

Víkurfréttir - 19.10.2006, Síða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 42. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0004, jbo@vf.is Ellert Grétarsson, sími 421 0014, elg@vf.is Þorgils Jónsson, sími 421 0003, gilsi@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Hanna Björg Konráðsdóttir, sími 421 0001, hannabjorg@vf.is Víkurfréttir ehf. Magnús Geir Gíslason, s: 421 0005, magnus@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is Þóra Kristín Sveinsdóttir, s: 421 0011, thora@vf.is Ragnheiður Kristjánsdóttir, s: 421 0005, ragnheidur@vf.is OPM www.vf.is, www.vikurfrettir.is og kylfingur.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15. Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN ER Í SÍMA 898 2222. Nýtt met hefur verið slegið í útgáfu bygg-ingaleyfa hjá Reykjanesbæ en alls hafa 133 leyfi fyrir nýjar íbúðir verið gefin út í þessum mánuði sem er margfalt á við það sem áður hefur þekkst hjá bæjarfélaginu. Þetta kom fram á Skipulagsþingi Umhverfis- og skipu- lagssviðs Reykjanesbæjar sem fram fór í síðustu viku. Í sama mánuði í fyrra voru útgefin byggingaleyfi 12 talsins. Þau voru flest 98 allan desembermánuð á síðasta ári og sömu sögu er að segja í maí sama ár þegar þau voru einnig 98 en það eru mestu topparnir sem verið hafa í útgáfu byggingaleyfa á milli mánaða. Þessi toppur núna, 133 leyfi á hálfum mánuði, er því met eins og áður segir. Það sem af er þessu ári eru útgefin byggingaleyfi orðin 467 en voru 486 allt árið í fyrra þannig að reikna má með að heildarfjöldinn verði jafnvel meiri í ár. Nýtt met í útgáfu byggingaleyfa Frá Skipulagsþingi í Reykjanesbæ: Skiltið var ekkert grín! Í síð asta blaði sögð um við frá því að einhverjir glettnir gárungar hefðu tek ið sig til og bætt tölu- stafnum einum á skiltið sem sést hér á myndinni, margir kannast við og finna má í Innri-Njarðvík. Gátum við okkur þess til að viðkomandi væri með þessu að gefa í skyn að hátt í eitt þúsund íbúðir væru mannlausar á Kefla- víkurflugvelli eftir að herinn fór. Fannst okkur það áðdáunarvert hvað viðkomandi hafði nostrað við að koma tölustafnum fyrir á snyrtilegan hátt og meira að segja látið skera út fyrir sig lím- staf til verksins. Í ljós hefur komið að hér var ekk- ert grín á ferðinni heldur stóðu bæjaryfirvöld sjálf fyrir því að tölustafnum var bætt við. Á skipulagsþingi Reykjanesbæjar fyrir helgi kom fram í setning- arræðu Steinþórs Jónssonar, for- manns USK, að um 1800 íbúðir væru í byggingu í Reykjanesbæ ef allt er tekið saman og miðað við öll byggingarstig. Segja má að fréttamenn VF hafi verið „teknir“ í þetta skiptið en það er þó huggun harmi gegn að við vorum ekki þeir einu, því all margir hringdu til okkar með ábendingu um breytinguna á skiltinu góða. Víkurfréttamenn „teknir“: Frá Skipulagsþinginu í Reykjanesbæ. VF-mynd: elg

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.