Víkurfréttir - 26.10.2006, Blaðsíða 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 43. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR
Nýtt söguskilti var tekið í notkun síðastliðinn laug ar dag og lýs ir
það sögusviði tyrkjaránsins í
Grindavík. Grindavíkurbær
og Saltfisksetur Íslands standa
að uppsetningu á skiltinu en
það er fyrsta skiltið af fjórum
sem fyrirhugað er að setja upp.
Pokasjóður styrkir verkefnið
og er það stór þáttur í að hægt
væri að framkvæma verkið.
Þeir Ómar Smári Ármannsson,
Óskar Sævarsson og Guðjón
Þorláksson unnu að heimilda-
öflun og Martak hf sá um smíð-
ina á skiltinu. Skiltið er staðsett
við aðalsögusvið tyrkjaránsins
niður við sjó á mótum Víkur-
brautar og Verbrautar á þeim
eina stað sem blóðþyrnirinn
vex. Af þessu tilefni var efnt
til sögu og fræðslugöngu um
sögusvið tyrkjaránsins undir
leiðsögn þeirra Sigrúnar Frank-
lín og Ómars Smára Ármanns-
sonar leiðsögumanna. Fjöldi
manns mætti í blíðskaparveðri
og urðu allir margs vísari um
aðdraganda og lok sögunnar.
Á miðri leið var boðið upp á
rammíslenska hressingu, hákarl,
heimareykt hangiket og gamalt
íslenskt brennivín og kunnu
flestir vel að meta þessa kjarn-
góðu hressingu. Gangan endaði
svo í gamla Flagghúsinu sem
Erling Einarsson og Guðbjörg
Ásgeirsdóttir hafa unnið við að
gera upp síðastliðin tvö ár. Kom
það mörgum á óvart hve vel
hefur tekist að varðveita sögu
hússins en innveggirnir allir eru
nákvæmlega eins og þeir hafa
verið til þessa dags. Erling rakti
sögu hússins og var með gamla
muni til sýnis.
Afmælisár Landsbank-ans hófst þann 1. júlí s.l. en þá voru 120 ár
frá opnun bankans í Bakara-
brekku í Reykjavík, sem nú
heitir Bankastræti. Afmælis-
hátíðin hefur væntanlega ekki
farið framhjá nokkrum manni
enda margháttaðir viðburðir
verið tengdir afmælinu um
land allt í afar veglegri og fjöl-
breyttri dagskrá.
Í vikunni bauð Landsbankinn
til leiksýningar í útibúi bankans,
sem er Farandleikhús Lands-
bankans. Þetta er leikdagskrá í
léttum dúr þar sem rakin er saga
Landsbankans árin 1886-2006.
Dagskráin heitir einfaldlega
Brot úr sögu banka. Handritið
skrifaði Felix Bergsson en leik-
arar voru þau Björgvin Franz
Gíslason, Jakob Þór Einarsson
og Kristjana Skúladóttir.
Fjölmargir lögðu leið sína í
útibú Landsbankans í Keflavík
þennan eftirmiðdag á mánudegi
og nutu stórskemmtilegrar dag-
skrár. Eftir leiksýningu heilsaði
Sproti upp á yngstu gestina en
þessir vinir Sprota voru síðan
kvaddir með Sprotagjöf.
Útibú Landsbankans í Keflavík
á sér ekki jafnlanga sögu en
engu að síður mjög skemmti-
lega, því starfsemin teygir sig
inn fyrir dyr Kaupfélags Suður-
nesja og starfaði fyrst í umboði
Kaupfélagsins frá 1964 eða fyrir
42 árum síðan. Síðan tók Sam-
vinnubankinn við sem sjálfstætt
útibú frá febrúar 1965 og sam-
einaður við Landsbanka Íslands
frá 8. apríl 1991.
Brot úr sögu banka
Ka f f i t á r b a u ð t i l h au s t f a g n a ð a r í k aff i brennsl unni
á Stapabraut 7 í Njarðvík
fyrir síðustu helgi. Á haust-
fagnaðinum var kynnt nýtt
einkennismerki Kaffitárs. En
svo var hleypt af stokkunum
„upphressandi“ kaffihátíð.
Gestum var boðið að skoða
brennsluna og kynnt voru
þrjú kaffiræktarsvæði, Afr-
íka, Indónesía og Suður-Am-
eríka og leikin var suðræn
tónlist.
Farandleikhús í Landsbankanum:
Nýtt söguskilti tekið í notkun í Grindavík
Haustfagnaður hjá Kaffitári
Sigríður Jóhannesdóttir, frambjóðandi í prófkjöri Sam-fylkingar í Suðurkjördæmi, opnaði kosningaskrifstofu sína að Hafnargötu 62, húsnæði Glóðarinnar, um
helgina. Fjölmenni var viðstatt opnunina, en auk þess að
bjóða upp á kaffi og ýmislegt góðgæti bauð Sigríður upp á
glæsilega söngdagskrá þar sem Alexandra Chernyshova, óp-
erusöngkona, gladdi eyru viðstaddra.
Sigríður stefnir á annað eða þriðja sæti í prófkjörinu sem haldið
verður þann 4. nóvember. Kosningamiðstöðin verður opin alla
daga á milli kl. 16 og 18 og á milli 20 og 21.
Sigríður Jóhannesdóttir opnar kosn-
ingaskrifstofu í húsnæði Glóðarinnar
�������� ��������
���������������� ��������
��������
���������������
�������������
�������
�������������
����������������������