Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.10.2006, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 26.10.2006, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 43. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR Foreldrar borga sektir Eitt af því sem talað er um í sam- bandi við umferðarmálin, eru sektirnar. Mörgum finnst að þær eigi að vera hærri. Jón telur hins vegar að gera eigi meira af því að svipta menn ökurétt- indum þegar þeir verða uppvísir að glannaakstri. „Mönnum virðist hreinlega oft vera sama um sektirnar. Ég tel að menn finni miklu frekar fyrir því að missa prófið heldur en að borga sekt. Sektirnar þyrftu þá að vera þess mun hærri til að þær ættu að virka. Þær geta verið all lengi að innheimtast og hitt hefur maður líka séð að sumir eiga foreldra sem hika ekki við að greiða sektirnar fyrir þá. Við höfum lent því því að foreldrar koma og hundskamm- ast yfir því að við skulum vera að skipta okkur af börnunum þeirra. Sem eru þó að stefna sjálfum sér og öðrum í stór- hættu með áhættusamri hegðun. Þá fáum við gjarnan að heyra að þessi eða hinn hagi sér miklu verr og það væri nú nær að við skiptum okkur af þeim. Sem betur fer heyrir þetta til und- antekninga en er því miður til staðar. Slík afneitun er auðvitað ekki til þess fallin að áróður um bætta umferðarmenningu nái eyrum fólks. Einnig má deila um það hversu góðar uppeldis- aðferðir þetta eru,“ segir Jón. Nóg að gera Að lokum beinist talið að því sem framundan er hjá Jóni, núna þegar hann er kominn á eftirlaunin. „Tja, ég var nú að fá staðfestingu á því frá ráðuneytinu að mála- færsluréttindin mín væru enn í fullu gildi, þannig að það er alls ekki útilokað að maður taki að sér að flytja einhver smámál þegar manni fer að leið- ast eftir kannski svona tvo mánuði,“ segir hann kankvís og brosir út í annað. „Annars hefur maður alveg nóg að gera. Við systkinin erum að und- irbúa málþing til minn- ingar um föður okkar í tilefni þess að núna 13. nóvember nk. eru liðin 100 ár frá fæðingu hans. Þetta verður nokkuð v e g l e g t þ i n g s e m haldið verður í Þjóðmenning- arhúsinu með þátttöku ýmissa framámanna í íslenskum stjórn- málum fyrr og nú. Það þarf að taka saman fullt af gögnum og annað í tengslum við þetta og ég er að grúska í því núna. Núna á sunnudaginn var ég að koma frá Djúpavogi þar sem haldin var minningarathöfn um pabba en hann var þaðan. Þar flutti Ey- steinn sonur minn athyglisverða tölu um afa sinn og nafna. Þetta var reyndar hin mesta svaðilför, veðrið var svo svakalegt að ég hélt að þessi flugferð yrði mitt síðasta. En það er nú önnur saga,” sagði Jón að lokum. Jón Eysteinsson, valdsmannslegur í einkennisbúningnum, sem hann klæddist í rúm 30 ár sem sýslumaður í Keflavík. Þann 11. febr ú ar sl. vetur hélt Karlakór Keflavíkur, í samvinnu við Félag harmonikuunenda á Suðurnesjum, skemmtun í húsi sínu að Vesturbraut 17. Var skemmtun þessi kölluð Stuðkvöld. Þema kvöldsins var tengt sjó og sjávarútvegi og voru skreytingar í sal mið- aðar við það. Veislustjóri var Stefán Jón Bjarnason. Örn Garðarson matreiðslumeistari tók að sér að sjá um mat og var á boðstólnum sjávarréttar- súpa bor in fram í brauði og kjúklingasalat. Leynig- estur kvöldsins var Hjálmar Árna son al þing is mað ur. Kórfé lagar sáu sjálf ir um framreiðslu og alla þjónustu í sal og var þá sleppt hinum hefð bundna græna karla- kóra jakka og gengu félagar um á hvítum skyrtum með rauðan mittislinda og voru pínulítið suður-amerískir í útliti. Söngur var þannig út- færður að ekki var stillt upp óhefðbundið þannig að þegar söngstjórinn, Guðlaugur Vikt- orsson, kallaði til söngs var sungið nokkurn veginn þar sem menn stóðu í það og það skiptið og milli söngatriða spil- uðu svo félagar úr harmonikku- félaginu. Matur undir styrkri stjórn Arnar Garðarsonar var mjög góður og gerðu gestir honum góð skil. Hjálmar Árnason, „leynigestur,” fór á kostum eins og honum einum er lagið. Söngur karlakórsins mæltist vel fyrir en lagaval var létt og hæfði tilefninu, ljúf tón- list harmonikkunnar fyllti svo upp í og gerði kvöldið að hinni ljúfustu skemmtun. Kvöldinu lauk með dansi við undirleik harmonikkufélagsins. Er það mál manna er þarna voru að sérstaklega hafi vel til tekist. Þann 4. nóvember n.k. ætlar karlakórinn að endurtaka skemmtunina ásamt harmon- ikkufélaginu með áherslum á írska tónlist. Mun skemmt- unin verða með svipuðu sniði og áður. Örn Garðarson mun sjá um matinn, leynigestur verður á sínum stað og mun Kjartan Már Kjartansson sjá um veislustjórn. Samkvæmt öruggustu heimildum hefur verið rætt um það innan karla- kórsins að annað svona kvöld verði síðar í vetur og telja bjart- sýnir menn að Stuðkvöld séu komin til að vera. Aðgöngumiðar að skemmtun- inni verða seldir í KK salnum að Vesturbraut 17 mánudag- inn 30. okóber og miðviku- daginn 1. nóvember klukkan 20:00 og er miðaverð 2900 krón ur, eins verða mið ar seldir við innganginn ef ekki verður þegar uppselt en síð- ast komust miklu færri að en vildu. Stuðkvöld KK Konukvöld Lilja Samúelsdóttir og Lúðvík Bergvinsson bjóða til konukvölds í Aðalveri (sal fyrir ofan Aðalstöðina) í kvöld kl. 20:30 Dagskrá: Gestur kvöldsins verður Bryndís Schram Förðunarfræðingur frá Snyrtiskóla Íslands Myndlistasýning og fleira. Léttar veitingar og ljúf tónlist Allar konur hjartanlega velkomnar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.