Víkurfréttir - 21.12.2006, Page 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ - JÓLABLAÐ II I 27. ÁRGANGUR
Reykjanesvirkjun var formlega tekin í notkun með viðhöfn á föstudag að viðtöddum fjölda gesta. Hún
er stærsta verkefnið sem Hitaveita Suður-
nesja hefur ráðist í en heildarkostanaður
við hana er um 13,5 milljarðar og fram-
leiðir hún 100 MW af rafmagni.
Tvær hverfilsamstæður virkjunarinnar fram-
leiða hvor um sig 50 MW og fer nær öll
raforkuframleiðslan til álvers Norðuráls í
Hvalfirði. Hverfilsamstæðurnar eru fram-
leiðddar af japanska fyrirtækinu Fuji Elect-
ric. Afhending orku hófst seinnihluta í maí,
aðeins síðar en áætlað var, vegna tafa við
uppstart virkjunarinnar.
Að öðru leiti hafa fyrstu mánuðir framleiðsl-
unnar gengið vel ef frá er talin bilun sem
kom upp í haust í annarri hverfilsamstæð-
unni vegna vegna framleiðslugalla.
Hita veita Suð ur nesja und ir rit aði í
sumar samninga við fyrirtækið JANVS
International Ltd. vegna uppsetningar á sýn-
ingunni Orkuverið Jörð sem fyrirhugað er
að setja upp í Reykjanesvirkjun. Áætlaður
kostnaður vegna hennar er um 125 millj-
ónir en reiknað er með að sýningin muni
hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
Hitaveita Suðurnesja hefur ákveðið að draga til baka um-
sókn sína um rannsóknar-
leyfi í Brennisteinsfjöllum
en nokk urr ar and stöðu
hefur gætt vegna þessa á
meðal þeirra sem láta sig
um hverf is vernd varða.
Stjórn Hitaveitu Suður-
nesja samþykkti á stjórn-
arfundi nú í nóvember að
hafa forystu um viðræður
þess efnis að þau orkufyrir-
tæki sem eiga umsóknir um
rannsóknarleyfi dragi þær
til baka.
Hita veita Suð ur nesja og
Orkuveita Reykjavíkur eiga
sameiginlega umsókn og
Landsvirkjun aðra. Hefur
stjórn HS sent hinum orku-
fyrirtækjunum formlegt er-
indi þess efnis að umsókn-
irnar verði dregnar til baka
og er niðurstöðu að vænta
á næstunni. Þetta kom fram
í ræðu Ellerts Eiríkssonar,
stjórnarformanns HS, við
formlega vígslu Reykjanes-
virkjunnar á föstudaginn.
Í máli Ellerts kom einnig
fram að í síðustu viku barst
HS heimild frá iðnaðarráðu-
neytinu til rannsókna á há-
hitasvæðinu í Krísuvík.
Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja hf., segir erfitt að sætta sig
við hið þéttriðna net laga og
reglugerða sem gilda um um-
hverfismál, svo ekki sé minnst
á geðþótta túlkun viðkom-
andi aðila á þessum lögum og
reglugerðum. Júlíus segir að
búið væri að kæra stjórnvöld
fyrir of litla möskvastærð ef
um væri að ræða sjávarútveg.
Þetta kom fram í máli Júlíusar
í ræðu sem hann flutti við
formlega opnun Reykjanes-
virkjunnar á föstudaginn.
Júlíus segir að erfiðleikarnir
hafi byrjað strax við upphaf
rannsókna á svæðinu árið 1997,
vegna krafna frá „reglubákn-
inu“, eins og hann kallar það.
Hann segir afleiðingar þess að
allt þurfi að teikna fyrirfram,
áður en margvíslegra og nauð-
synlegra upplýsinga sé aflað, að
margvíslegar breytingar verði
óhjákvæmlegar á hönnunar- og
jafnvel byggingarstigi.
„Þær geta verið mis umfangs-
miklar og HS hf lenti m.a. í því í
miðju verki að fá úrskurð um að
ákveðnar breytingar þyrftu að
fara í formlegt mat á umhverfisá-
hrifum, sem var óframkvæman-
legt vegna óheyrilega langs tíma
sem allur sá ferill tekur. Þá hafa
menn einnig misst tölu á auglýs-
ingum á breyttu deiliskipulagi
o.fl,“ sagði Júlíus.
„Skipulagsstofnun og síðan um-
hverfisráðherra úrskurðuðu
eftir kæru að sú framkvæmd
að grafa kælisjávarlögn frá sjó-
tökusvæðinu niður við sjó beint
til orkuversins gæti haft svo al-
varlegar afleiðingar fyrir lands-
lagsheild svæðisins að ekki væri
unnt að leyfa það án formlegs
mats á umhverfisáhrifum. Þar
sem slíkt mat tekur a.m.k. ár var
það út úr myndinni og því varð
að taka krók á lögnina suður
fyrir gíg sem þarna er. Þessi
ákvörðun hafði í för með sér
yfir 100 m.kr. viðbótarkostnað
þannig að ég bið ykkur að njóta
vel þessarar 100 m.kr. landslags-
heildar þegar þið eigið leið hér
um svæðið í björtu,“ sagði Júlíus
ennfremur í ræðu sinni.
Júlíus gat þess að HS legði mikla
áherslu á að virkjunin kæmi til
með að mynda grunn nýs auð-
lindagarðs í anda orkuversins í
Svartsengi, án tillits til allra laga
og reglugerða. Fyrirtækið geri
sér grein fyrir að virkjun sem
þessi verði ekki byggð án þess
að skilja eftir sig spor en lögð
væri áhersla á að þau yrðu sem
minnst, sem snyrtilegast gengið
frá öllu og að möguleikar til
þess sem kalla mætti mótvæg-
isaðgerðir yrðu nýttar eftir því
sem kostur yrði.
REYKJANESVIRKJUN
FORMLEGA TEKIN Í NOTKUN
Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, Sigríður Jóna Jóhannesdóttir
og Þorsteinn Erlingsson, skála í saki fyrir nýrri Reykjanesvirkjun.
- Búið væri að kæra stjórnvöld fyrir of litla möskvastærð ef um væri að ræða
sjávarútveg, segir Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja hf.
Hitaveituforstjóri gagnrýnir „reglubáknið“
Hætt verði við
rannsóknir í
Brennisteins-
fjöllum
Júlíus Jónsson,
forstjóri HS, og
fulltrúi frá Fuji El-
ectric brutu lokið
á trétunnunni sam-
kvæmt japönskum
sið og skenktu
gestum saki í litlum
tréöskjum sem
gefnar voru gestum
til minningar.
Forsetar bæjarstjórna í Hafnarfirði, Vestmannaeyjum og
Reykjanesbæ ræsa virkjunina.