Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2006, Side 34

Víkurfréttir - 21.12.2006, Side 34
34 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ - JÓLABLAÐ II I 27. ÁRGANGUR Kaldalónsklúbburinn í Grindavík stendur fyrir tón leik um í Kvennó 29. og 30. desember n.k. með þeim hjónum Valdimar Hilm- arssyni baritón og Alexöndru Rigazzi-Tarling mezzosópran. Koma þau beint frá Ítalíu þar sem sjálfur Kristján Jóhanns- son hefur verið með master klass námskeið og hafa þau notið leiðsagnar hans undan- farnar vikur. Valdimar Hilmarsson er fæddur 16 janúar 1976. Foreldrar Valdi- mars eru Hilm ar Helga son skipsstjóri á Hrafni Sveinbjarn- arsyni GK 265 og Ragna Valdi- marsdóttir. Valdimar byrjaði sinn tónlistarferil í rokkhljóm- sveit og hélt svo áfram í Mennta- skólanum við Sund þar sem hann tók þátt í söngleikjum og útskrifaðist þaðan af tónlist- arbraut. Valdimar stundaði nám við Nýja tónlistarskólann og lauk þar prófi 1999. Þaðan lá leiðin til London þar sem hann innritaðist í Guildhall School of music. Árið 2003 út- skrifaðist hann með meistara- gráðu úr óperudeild. Valdimar hefur stundað nám við Mozart háskólann í Salzburg í Austur- ríki síðan árið 2004. Valdimar hefur haldið tónleika á Íslandi, Englandi, Ítalíu og Austurríki. Hann hefur einnig sungið á skemmtiferðaskipum sem sigla um Persaflóa og Indlandshaf. Al ex andra Rig azzi-Tar l ing Fæddist 1977 á Englandi. Hún Stundaði nám við Guildhall School of Music and Drama í London þar sem hún kláraði Meistaragráðu í tónlist ásamt því að útskrifast úr óperudeild árið 2003. Eftir útskrift söng Alexandra eitt tímabil með Glyndbourne óperukórnum í Englandi og hélt svo þaðan til Sviss þar sem hún var í eitt ár samningsbundin við óperu- stúdíó óperuhússinns í Zurich. Al ex andra hef ur sung ið óratoríur í Royal Albert hall og St.John´s, Smith Square í London ásamt fjölda tónleika- húsa í evrópu. Blaðamaður Víkurfrétta ákvað að slá á þráðinn til Valdimars og heyra í þeim hljóðið. Hvern ig hef ur geng ið hjá ykkur síðan þið voruð á Ís- landi síðastliðið sumar? Það hefur gengið alveg ljóm- andi vel, við vorum með nokkra tónleika á ítalíu í lok sumars og gengu þeir mjög vel. Hvar dveljið þið núna? Núna erum við að flytja okkur um set frá Abruzzo héraði á Ítalíu þar sem við höfum búið undanfarin 2 ár, til Lago di Garda sem er á norður Ítalíu og kannski meira í miðju óperu- heimsins hérna og jú þar sem Kristján Jóhannsson býr. Hvernig kom til að þið komust að hjá Kristjáni Jóhanssyni ? Ég hef lengi verið á leið til að syngja fyrir kappan, hafði heyrt að hann væri duglegur að koma fólki áfram ef honum finndist tilefni til. Þannig að ég kom við í byrjun nóvember á leið frá Austurríki og það gekk svo vel að ég er búinn að vera hjá honum meira og minna síðan. Hvað er það sem Kristján er helst að kenna ykkur ? Kristján kennir hinn svokallaða ítalska bel canto sem ég kannski fer ekki að útskýra frekar hér. Er Kristján harður kennari, hvernig er að vera hjá honum? Harður er hann og mjög ná- kvæmur að maður geri hlutina rétt, ekki bara næstum því rétt, og að maður sendi aldrei frá sér óvandað hljóð. Mun það greiða götu ykkar að vera hjá Kristjáni varðandi framtíðina, hefur Kristján sambönd sem nýtast ykkur? Jú vissulega greiðir það götu okkar að hafa hann í okkar horni, og er hann nú þegar byrjaður að kynna okkur fyrir umboðsmönnum og tónleika- höldurum. Hvernig verður söngdagskráin hjá ykkur, verða þetta jólatón- leikar, verða kannski íslensk lög ? Sitt lítið af hverju, það verða ís- lensk lög, jólalög og óperuverk. Þið verðið með enskan píanó- leikara með ykkur. Siobhain O´Higgins stundaði einnig nám í Guildhall School of music and Drama og vinnur nú sem “Coach“ Raddþjálfari og meðleikari í London og víða um England Hvað tekur við eftir þessa tón- leika, verða fleyri tónleikar á Íslandi eða farið þið fljótlega út aftur og þá hvert ? Í janúar er Alexandra að syngja á tónleikum í Verona á Ítalíu á vegum Kristjáns Jóhannssonar þar sem hún syngur fyrir óp- eruklúbbinn í Verona og um- bosðsmenn. Svo erum við bæði að syngja fyrir umboðsmenn á nýja árinu. Annars eru mörg járn í eldinum og margt að ger- ast á komandi ári. Eins og áður segir er það Kalda- lónsklúbburinn sem hefur veg og vanda að tónleikunum en hann var stofnaður til að styðja við knattspyrnudeild UMFG og einnig til að halda nafni Kalda- lóns á lofti. Er það meðal ann- ars gert með því að efna til ým- issa tónleika. Tónleikar Kalda- lónsklúbbsins að þessu sinni eru til styrktar þeim hjónum. Kaldalónsklúbburinn í Grindavík með tónleika milli jóla og nýárs: Njóta leiðsagnar Kristjáns Jóhannssonar Viðtal: Þorsteinn Gunnar Kristjánsson. Myndir: Þorsteinn Gunnar og úr einkasafni

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.