Víkurfréttir - 21.12.2006, Síða 38
38 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR
Keflavíkurkonur unnu loks bug á meinum sínum er þær höfðu betur gegn Íslands-meisturum Hauka, 92-85, í Iceland Ex-
press deild kvenna um síðustu helgi.
Leikurinn var jafn og spennandi allt til enda en
Keflavíkurkonur reyndust sterkari á endasprett-
inum og verða á toppi deildarinnar í jólafríinu.
TaKesha Watson og María Ben Erlingsdóttir léku
vel fyrir Keflavík gegn Haukum. TaKesha gerði
32 stig í leiknum og María gerði 31. Næsti leikur
Keflavíkurkvenna er þann 10. janúar á næsta ári
gegn Breiðablik.
Haukagrýlan kveðin niður
Framtíðarknattspyrnukonur landsins tókust á í Reykja-neshöll fyrr í þessum mánuði á Landsbankamótinu sem 5. flokkur kvenna í Keflavík stóð að. Valsstúlkur
sigruðu í öllum riðlakeppnunum og urðu Landsbankameist-
arar en nokkuð var um góð tilþrif í mótinu en keppt var
í argentínsku-, brasilísku,- og ensku deildinni. Auk gest-
gjafanna frá Keflavík tóku Valur, Fjölnir, Leiknir, Selfoss og
Afturelding þátt í mótinu.
Á verðlaunapalli
í Las Vegas
Valsstelpur Landsbankameistarar
Borðtenniskappinn Jó-hann Rúnar Kristjáns-son úr Reykjanesbæ
náði enn og aftur góðum ár-
angri þegar hann lenti í 3. sæti
í sínum flokki á opna banda-
ríska mótinu sem haldið var í
Las Vegas um liðna helgi.
Jóhann hafði verið að kljást við
veikindi fram á mótsdag, en
harkaði af sér og komst á pall
og lauk þannig glæsilegu ári þar
sem hann kom sterkur inn aftur
eftir meiðsli og veikindi sem
gengu nærri honum.
Næst á dagskrá hjá Jóhanni er að
halda sér í fremstu röð á heims-
listanum, en hann er nú í 16.
sæti, sem gefur rétt til þátttöku á
Ólympíumóti fatlaðra sem fara
fram árið 2008. „Það eru eftstu
16 sætin sem gefa sætið, en ég
ætla að vera öruggur með ólymp-
íusætið og vinna mig upp list-
ann á næsta ári,” sagði Jóhann í
samtali við Víkurfréttir.
Á myndinni er Jóhann ásamt
Rússanum Poddoubnyi sem var
í 2. sæti og sigurvegaranum Lars
Hanson frá Danmörku.
Árleg jólagleði yngri f l ok k a Kef l av í ku r í k nattspy rnu fór
f r am í Re y kj an e s h ö l l í
g ær. K r a k k ar n i r m æ ttu
í alls kyns búningum og
s k e m m t u s é r v e l e n d a
mættu nokkrar af skærustu
k n a t t s p y r n u s t j ö r n u m
Keflavíkur á jólagleðina.
Skipt var í lið og spilað af öllum
lífs og sálar kröftum enda stóðu
krakkarnir sig vel hvort sem
þau öttu kappi með eða á móti
fullorðnu snillingunum. Hér
á myndinni eru boltakrakkar
ásamt þeim Hólmari Erni
Rúnarssyni, Guðjóni Árna
Antoníussyni og Hara ldi
Guðmundssyni. Systurnar
Björg og Guðný Þórðardætur
mættu einnig sem og Baldur
Sigurðsson og Jóhann B.
Guðmundsson. Að lokum var
svo verðlaunaafhending og
krakkarnir héldu glaðir í bragði
heim og næsta stóra mál á
dagskrá hjá þeim var jólahátíðin
enda varð þeim tíðrætt um
hana.
Með atvinnumönnum í fótbolta
María Ben Erlingsdóttir
fór hamförum gegn
Haukum og gerði 31
stig. Hér hefur hún
betur í boltabaráttu
gegn Helenu
Sverrisdóttur.